Sorglegasta mál

Hvernig stendur á því að hámenntaðir menn sem fara fyrir að dæma í svona málum gleyma ávallt að virðist þolandanum ´i þessum máum eða hvað? Mér finnst þetta hneykslismál og of algengt því miður.  Er ekki tekið neitt inn í dæmið að sálarlíf fólks sem verður fyrir svona skaðast, það tekur tíma að vinna svona upp og þetta brot gerist um hábjartan dag. Gerendurnir fá hlægilegan dóm og eiginlega engar sjáanlegar afleiðingar í kjölfar dóms, hvað með eftirmál hjá þeim líkt og til dæmis sálfræðimeðferðir, skyldumætingar á einhvernstað í viðtöl og jafnvel áfengis og eiturlyfjapróf? Að ganga í burtu með jafn léttvægan dóm og þetta er er hneisa, hvernig stendur á því að á árinu 2009 að þá eru dómar of vægir - það á aldrei að vera réttlætanlegt að framkvæma brot og geta bara ,,gengið í burt"

Ég bið fyrir þolandanum að hún nái fullum bata og trausti á samfélaginu sínu sem brást henni ég bið líka fyrir gerendunum að þær fái fullan skilning á því broti sem þær frömdu - Guð blessi allar þessar stelpur


mbl.is Eins og blaut tuska í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara fáranlegt. Að fá þriggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir að ráðast hópur af stúlkum á eina.  Það er bara rugl.  Hvað með að a.m.k. borga sektir eða vinna samfélagsþjónustu (úr því að það mátti ekki dæma þær í fangelsi)?

S. Andrea Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

mér finnst það alveg svakalega einkennilegt hvernig er dæmt í málum á Íslandi - einmitt samfélagsþjónusta - eitthvað til að sýna fram á að þetta sé bara engan veginn lýðanlegt

Ragnar Birkir Bjarkarson, 18.12.2009 kl. 05:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband