þetta fær mig til að hlæja - hafa þeir ekkert að gera

Ég persónulega þekki til Steinars og finnst hann frekar bara venjulegur maður - faðir með nokkur ungabörn - ekki beint týpan til að hafa tímann á kvöldin til að vera læðupúkast eitthvað og gera eitthvað skrautlegt - það að gera einhvern hóp á Facebook greinilega getur haft afleiðingar - ég verð þó að viðurkenna mér finnst nafnið á hópnum algerlega hilarious - upp í rúm til Jóhönnu & Steingríms - og útskýringar hans á málefninu - því þau hafa alveg verið hálf clueless greyin - að vita ekki af hverju fólk er að mótmæla - halló??? kominn kannski tími til að vakna - það er fullt af reiðu og hræddu fólki sem er að missa allt sitt sem það er mögulega búið að vera að vinna fyrir alla sína ævi og geta síðan sagst ekki skilja yfir hverju þjóðin er að mótmæla.

ég eindregið hvet ykkur stjórnvöld til að tengjast á ný við fólkið sjálft í landinu - það eru heilu fjölskyldurnar að missa allt og svo er bara haldið áfram að taka af, skera af lækka þetta og lækka hitt - hvað með að finna lausnir sem eru að skila einhverju  til fólksins sem fyrst???


mbl.is Yfirheyrður vegna Facebookfærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Finnbogason

Sjálfur gerði ég eitt sinn grínhóp með yfirskriftinni "Lögleiðum morð á dópistum!"

Ekki var ég heimsóttur af einum né neinum. Reyndar ávíttur fyrir of svartan húmor og neyddur til að breyta nafninu í "Lögleiðum morð!" til að allir fengju að vera með. Það voru kannski mistök. Verð kannski heimsóttur eftir það. 

Leifur Finnbogason, 15.10.2010 kl. 17:35

2 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

aldrei að vita - bráðum verða fangelsin yfirfull og yfirflæðandi af fólki með of svartan húmor - hið hættulegasta fólk get ég sagt þér 

Ragnar Birkir Bjarkarson, 16.10.2010 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband