röddin þín lag vikunnar

Hildur_ValaÉg verð að hringja, ég verð, ég verð.
Verð að heyra þig.
Við lögðum á og mér leiddist svo, ég lagði mig.
Og gráu veggirnir grétu af sorg,
og ég grét með þeim,
og vissi þá að ég varð að hringja,
í þig heim.

Því röddin þín, röddin þín,
rómur þinn yljar mér,
og ég mun svífa ef þú svarar mér.
Því röddin þín, röddin þín,
rómur þinn yljar mér,
 og ég mun svífa ef þú svarar mér.

Taktu upp símann, já taktu hann upp,
talaðu við mig.
Segðu orðin enn á ný:
ég elska þig.
Lestu sögu eða lestu ljóð,
lestu hvað sem er.
Jafnvel einhverja auglýsingu,
sama er mér.

Því röddin þín, röddin þín,
rómur þinn yljar mér
og ég mun svífa ef þú svarar mér.
Því röddin þín, röddin þín,
rómur þinn yljar mér
og ég mun svífa ef þú svarar mér.

 

Ótrúlega fallegt lag og flottur texti - en hvað varð um hana Hildi Völu sem söng þetta svo fallega? Hún giftist honum tónlistarmanni Jón Sigurðs minnir mig og svo bara púff horfin -  er þetta efni í X-files?? maður bara spyrWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

öhumm hann er víst Ólafsson maðurinn hennar og er líka tónlistarmaður

Ragnar Birkir Bjarkarson, 5.11.2010 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband