Úlfastelpan Supatra

„Úlfastelpan“ Supatra kemst í metabækurnar

10:00 › 2. mars 2011
Supatra spjallar við skólasystur sínar. Hún er nú komin í Heimsmetabók Guinness sem loðnasta stúlka veraldar.

Supatra spjallar við skólasystur sínar. Hún er nú komin í Heimsmetabók Guinness sem loðnasta stúlka veraldar.


  • Supatra ásamt fjölskyldu sinni. Hún er ein af 50 manneskjum í heiminum sem þjást af Ambras-heilkenninu.

    Supatra ásamt fjölskyldu sinni. Hún er ein af 50 manneskjum í heiminum sem þjást af Ambras-heilkenninu.

  • Supatra í klippingu.

    Supatra í klippingu.

Fara í myndagallerý →

Supatra Sasuphan er aðeins ellefu ára gömul en hún er komin í Heimsmetabók Guinness. Hún er loðnasta stúlka veraldar.
Og taílenska stelpan hún er hæstánægð með það.

Eftir að hún komst í bókina er hún orðin nokkuð þekkt á sínum heimaslóðum og nú þegar hún er orðin stjarna þá hafa hlutirnir snúist henni í hag.

Skólafélagar hennar uppnefndu hana úlfastelpan áður en Heimsmetabók Guinness bankaði upp á og sæmdi hana titlinum. Nú er hún hins vegar orðin vinsæl.

„Það gleður mig mjög að vera í Heimsmetabókinni. Það eina sem ég þurfti að gera var að svara nokkrum spurningum og ég hreppti titilinn,“ segir Supatra sem er ein af aðeins 50 manneskjum í heiminum sem vitað er að þjáist af svokölluðu Ambras-heilkenni sem veldur óeðlilega miklum hárvexti á andliti og líkama.

„Mér var strítt, ég kölluð apafés og hvaðeina en núna stríðir mér enginn lengur.“

Hún viðurkennir að þegar hárið verður of sítt fer það í augun á henni og þá er erfitt að sjá. Læknar hafa reynt að stöðva hárvöxtinn með leysimeðferð en það hafði ítið að segja.

Daily Mail segir frá því að þegar móðir Supötru kom með hana heim af fæðingadeildinni hafi nágrannar hennar spurt hvaða synd hún hefði drýgt til að eignast barn sem þetta. Foreldrar hennar óttuðust að dóttir þeirra myndi mæta slíku mótlæti í framtíðinni en önnur var raunin. Supatra sé svo indæl stúlka að hún vinni hug og hjörtu allra sem kynnast henni.

„Ég vona samt að það verði einhvern tíma hægt að lækna hana,“ segir móðirin.


tekið af dv.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband