mín jól - mín uppskrift

imageshvernig breyti ég jólahugsuninni að jákvæðri tilfinningu? Að jákvæðum og upplífgandi tíma eða mánuði, satt best að segja ef ég á að hleypa ykkur inn í hugarheim minn að þá þoli ég ekki jólin, ég fæ klisjulega tilfinningu, finnst fólk yfirhöfuð falskt á þessum tíma of mikið að vera gera úr þessum mánuði og satt best að segja þá upplifi ég trú mína hálfdauða ef ekki bara alveg dauða og grafna og neitar að rísa upp.

hvernig hefðir? hvernig hefðir á ég að hafa? á ég að hafa hefð eða láta allt bara alveg flæða? Nú á ég ekki mann svo ég ræð basically um allt.  Gæti svo sem reynt að fiska upp úr dætrum mínum hvað þeim finnst vera jólalegt og hvernig þær sjái jólin?

hvað er jólagleði?  já gott fólk hvað er jólagleði? er það bara jólalögin, piparkökurnar og maturinn eða er það að vera með börnunum okkar?  Ég stend smá á gati varðandi þessa jólagleði - ég meina ég er alltaf með börnunum mínum og finnst það æði.  Jú ég gleðst við að sjá dætur mínar hoppa af spenningi og gleði, en common það endist á meðan það er. Ég ætla bara að þora að segja það upphátt án þess að skammast mín - ég kann ekki desember - ég fæ kvíða vegna desember, ég sé ekki jákvæðnina fyrir utan dætur mínar og neita að taka við því að þá sé ég ekki góður pabbi.

En desember fyrir mér er bara áminning á hvað maður á ekki og hvað kemur ekki tilbaka, ekki meint í biturleika en þannig er bara lífið.  Þegar einvher deyr þá er það bara búið spil svo mitt litla net í kringum mig - þið megið ekki taka upp á því að deyja :) vá ég náði meira segja að tala um desember og dauðann í sömu setningu en svona bara líður mér.  

Jólamatur??? af hverju þarf að vera spes jólamatur, verð ég að kveikja á jólaklukkunni? 

Ég vil gera það besta fyrir dætur  mínar svo ég er kannski að pæla smá útfrá þeim.   

Get ég breytt mér the Grinch yfir í jóló jóló525295b356a0d manneskju?  ef svo hvernig ? 

 

Endilega komið með ykkar pælingar og hugdettur um hvernig þið tæklið desember og þessar blessuðu jólatilfinningar 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

 Þú þarft bara að vera þú sjálfur og gera það sem þér þykir skemmtilegt. Af hverju ekki að byrja að skreyta allt bara núna? Jólin eru til að minnast þess að Jesús kom í heiminn, ekki um jólin en hann kom til að gleðja fólk með því að segja að hann elskar þig. Jesús elskar þig alveg eins og þú ert. Hvort sem þér líkar við jólin eða desember eða ekki. Taktu þá ákvörðun í dag að vera glaður og eitt sem þú getur gert fram að jólum, þú getur glatt einhvern, beðið fyrir einhverjum, alla vega vertu glaður. Fáðu þér pizzu eða hamborgara á jólunum. Brjóttu upp hefðina, það geri ég. Ekki láta neinn eyðileggja gleðina þína.

Aðalbjörn Leifsson, 24.10.2015 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband