Það verður fróðlegt að sjá framhaldið.

Nýtt ár komið og þetta er byrjunin - icesave - er búinn að vera að lesa blogg hér og þar og meiriparturinn er viss í sinni sök að Ólafur Ragnar muni ekki standa með þjóðinni - fólk er heitt í hamsi og það sýður undir mörgum greinilega - held að þetta sé einmitt ástæða þess að ég hef aldrei fílað pólitík - hún verður svo svakalega persónuleg - fæ alltaf meðaumkun með eins og Ó.R.G þarf að þola núna - mér hefur fundist hann vera fínn forseti, það vita það svo sem allir að þetta er skrípahlutverk á Íslandi að vera forseti, hann hefur sama sem engin völd - hvað á hann þá að gera annað en að vera postulínsstytta fyrir þjóð sína - heimsækja nógu mörg lönd og kynna þjóðina og sjálfan sig - í því hefur hann staðið sig með prýði.

Ef hann hins vegar stendur með þjóðinni að þá tel ég að hlutverk forsetans hafi breyst allverulega á stuttum tíma og komið tímamót hjá forsetanum.  En með þeim atburði sem var að gerast í morgun með þessarri athöfn og undirskriftarlistanum að þá mynduðust tímamót hjá íslensku þjóðinni - þjóðin eða meiri partuirnn er ekki að sætta sig við að fá ekki að segja sitt lengur - hingað og ekki lengra - við höfum fullt að segja um hvað við viljum


mbl.is Afhenda forseta undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Kíktu á þessa slóð.

http://helgatho.blog.is/blog/helgatho/entry/999652/#comments

Í rauninni hefur Ólafur Ragnar engin völd. Ef hann neitar að skrifa undir getur það orðið til þess að þetta embætti líði undir lok.

Það má nota peninga sem fara í allt þetta snobb í eitthvað betra.

Ég kaus Pétur Kr. Hafstein. Kíktu á bloggið mitt, grein eftir hann.

Guð gefi þér gleðilegt nýtt ár. Þakka frábær kynni.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.1.2010 kl. 01:17

2 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Ég tala bara út í einlægni og krafti trúar minnar verði Guðs vilji svo á jörðu sem á himnum hann á allt gullið og silfrið og með hann í anda okkar og hjarta þá stöndum við hvað sem er af okkur hann mun vel fyrir sjá hvernig sem hlutirnir fara

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 3.1.2010 kl. 13:57

3 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

amen - það er rétt þegar öllu er á botninn hvolft að þá sér Guð fyrir okkur

Ragnar Birkir Bjarkarson, 3.1.2010 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband