Sorgleg hugsun hjá þessari konu

´

G61ELNJPAð undanförnu hafa félagsmálayfirvöld gagnrýnt hjálparsamtök fyrir ófagleg vinnubrögð. Til að svara þessu benda forsvarsmenn Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands á að samtökin taki við þar sem hið opinbera getur ekki sinnt skjólstæðingum sínum lengur. Þeim sé vísað, ýmist með formlegum eða óformlegum hætti, til hjálparsamtakanna.

„Við höfum áhyggjur af þessum röðum, þar sem fólk bíður eftir að fá mat í poka. Ég geri ekki lítið úr þörfinni, en okkur finnst þessi aðferð ekki vera uppbyggjandi. Hún hvetur ekki til sjálfshjálpar,“ segir Stella K. Víðisdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Lítið sem ekkert samstarf hefur verið á milli einstakra hjálparsamtaka, eða á milli þeirra og opinberra aðila, eins og til dæmis þeirra sem hafa með félagsaðstoð að gera. Upplýsingaflæði virðist sömuleiðis vera af skornum skammti. Allir þeir sem málið snertir og rætt var við segjast vera fúsir til samstarfs og samráðs, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

 

Sér hún ekki hina raunverulegu neyð??? fólk er ekki að mæta þarna til að spara sér einhvern 2000 kall - það tekur á að þurfa að leita sér svona hjálpar - fólk sem hefur alla tíð hjálpað sér sjálft er komið upp á aðra - það getur ekki verið góð tilfinning - hvað ætli þau segji þegar desember mánuður gengur í garð?  Eru hjörtun þeirra svona hörðnuð að þau sjá ekki hvað er að gerast í samfélaginu - fólk er búið eða er að missa allt sitt - það getur ekki endalaust leitað til vandamanna - stjórnvöld vakniði 


mbl.is Deila á matargjafir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband