Hvað er þakklæti ?

Matteusarguðspjall 7:7-8
Biðjið, leitið Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.

Rómverjabréfið 15:13
Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni í krafti heilags anda. 

caregiving.jpgÞað sem brýst í hjarta mínu í dag er þakklæti og virðing - í þeirri merkingu að ég er þakklátur fyrir líf mitt eins og það er en ekki eins og umheimurinn hefur áætlað því og þegar ég þarf að svara fyrir mig að geta svarað með kærleika og kurteisi, upplifi það sterkt í dag hve mikilvægur þessi kostur er að geta verið kurteis - ég er nú oftast kurteis að venju en af einhverri ástæðu þá er það mikið að brjótast í mér hvað kurteisi í raun þýðir - að geta svarað með framkomu og orðum af virðingu - ég vinn í þjónustustarfi og er í öðrum störfum líka og tek alltaf betur og betur eftir því hvernig sumt fólk nær að smita umhverfi sitt með neikvæðni og leiðinlegri framkomu - að vera kurteis getur bara verið svolítið tricky ekki satt?  Hvernig upplifir þú þig í þessu samhengi - nærð þú auðveldlega að vera kurteis eða ertu einn/ein af þeim sem leyfir sér að láta sína framkomu flakka aðeins vegna þess að þú átt rétt á þínu?  Hef komist að því að huga að hag annarra getur verið frekar flókið og oft á tíðum erfitt Wink

hvaðan orðið kemur og hvað það þýðir:

Orðið kurteisi á sér rætur í fornfranska orðinu court sem þýðir hirð eða konungshöll. Það er einnig skylt latneska orðinu hortus sem merkir garður. Franska orðið court þýðir því í raun eitthvað sem er afmarkað eða afgirt, og lýsingarorðið cortois, sem dregið er af court, merkti upphaflega hvernig menn skyldu haga sér innan ákveðins svæðis, svo sem í konungsgarði innan hallarmúra. Kurteisi er því í raun að kunna góða hirðsiði. Orðið kurteisi kom inn í íslensku á tíma riddarabókmenntanna, en þær voru samdar og þýddar allt frá 13. öld. Nú er orðið kurteisi haft um hæversku eða siðprýði. 

Að gera eitthvað með kurt er að kunna sig og að kurta sig er að halda sér til. Menn gera líka sitthvað með kurt og pí þegar þeir gera eitthvað sómasamlega en nú vita menn hvorki lengur hvaðan orðið pí er komið né hvað það merkir.

Að lokum má benda á að hér á árum áður var mikil áhersla lögð á að kenna mönnum kurteisi, þótt ef til vill finnist fólki ráðin nokkuð undarleg nú á tímum. Til er skemmtileg bók sem nefnist Kurteisi, og var gefin út árið 1945. Í henni reynir höfundurinn, Rannveig Schmidt, að kenna Íslendingum kurteisi og góða mannasiði. Bókina, og raunar fleiri bækur um kurteisi og mannasiði, er til að mynda hægt að nálgast í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni.

Heimildir og mynd

  • Ásgeir Blöndal Magnússon: Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
  • Rosbach, Johan Hammond: Levende ord - etymologi for alle. Oslo 1984.
  • Sölvi Sveinsson. Saga orðanna. Reykjavík 2004.

 

Hvað er kurteisi ?

Að vera kurteis er að sýna góða siði og vera háttprúður. Það er að taka tillit til
annarra og vera vingjarnlegur. Kurteis framkoma gefur þeim, sem henni mæta, þá tilfinningu að þeir
séu metnir, virtir ognjóti umhyggju. Kurteisi er notuð þegar við viljum koma vel fyrir. Hún er
nauðsynleg gagnvart öllum sem við umgöngumst, jafnt þeim sem við þekkjum ekki og þeim sem standa
okkur næst. Að hlusta á aðra og grípa ekki fram í, sýnir að okkur þykir það sem aðrir hafa að
segja þýðingarmikið og jafn mikilvægt og það sem við höfum að segja.

Hvers vegna eigum við að temja okkur kurteisi?

Þegar við sýnum kurteisi finnst fólki það vera mikilvæg og viðurkennt. Ef við sýnum kurteisi
vilja aðrir vera nálægt okkur og hjálpa okkur. Með slíkri hegðun laðast aðrir að okkur. Mjög mikilvægt
er að sýna foreldrum, kennurum, eldra fólki og vinum kurteisi. Þannig sýnum við þeim virðingu.
Það getur verið móðgandi ef við sýnum ekki öðrum kurteisi í samskiptum. Ef við sýnum ekki
tilfinningum annarra áhuga má líkja því við afskiptaleysi.Dónaleg hegðun er fráhrindandi og
flestir forðast þá sem hana sýna.

Hvernig temjum við okkur kurteisi?

Við sýnum kurteisi með því að tala alltaf kurteislega við aðra. Í stað þess að grípa fram í fyrir
öðrum bíðum við þolinmóð eftir að komast að og hlustum vel á það sem þeir segja. Við hugsum um hegðun
okkar og notum orð eins og „fyrirgefðu", „þökk fyrir" og „gjörðu svo vel" sem gefa til kynna að við
metum hvert annað og látum okkur tilfinningar annarra varða. Við þökkum fyrir okkur og brosum
þegar einhver hefur gert eitthvað fyrir okkur. Við gætum þess alltaf að tala með viðeigandi
raddstyrk miðað við aðstæður.

tekið af http://trollaborgir.akureyri.is/lifsleikni/kurteisi.htm

Þannig að í raun má segja að kurteisi og virðing haldast í hendur líkt og systkini

 

holy_spirit_symbol.jpg
 
Sálmarnir 119:105
Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.

Fyrsta Jóhannesarbréf 3:1
Börn Guðs Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt okkur, að við skulum kallast Guðs börn. Og það erum við. Heimurinn þekkir okkur ekki vegna þess að hann þekkti hann ekki.

Fyrra Pétursbréf 5:7
Varpið allri áhyggju ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.

Lúkasarguðspjall 19:10
Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það."

Míka 7:7
En ég mæni í von til Drottins, bíð eftir Guði hjálpræðis míns. Guð minn mun heyra til mín.
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Amen takk Jesú fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, allar blessanir þínar og allt, takk Jesú fyrir að aga okkur til.

takk ástin mín fyrir að vera yndislegur eiginmaður knús og kossar elska bara þig

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 13.2.2010 kl. 16:05

2 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

knúúúúús + kooooosssss - þig ég elska mest

Ragnar Birkir Bjarkarson, 14.2.2010 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband