Cayenne piparinn út í Herbalife smoothiesinn - blanda sem getur ekki klikkað

images (5)

Smávegis um cayenne piparinn - sem er í miklu uppáhaldi hjá mér ♫♫♫

Erlent heiti: Capsicum annum. Vex víða í hitabeltislöndum, en sá besti er talinn koma frá Afríku. Eiginleikar: Sótthreinsandi, örvandi, styrkjandi, græðandi, eykur starfsemi munnvatnskirtla. Margir vita ekki að Cayenne (rauður) pipar, sem fæst í flestum matvöruverslunum í duftformi og er notaður til að krydda með mat, er talinn ein besta lækningajurt sem til er. Hann er bæði notaður einn sér og með öðrum jurtum til að auka áhrifamátt þeirra. Hann á ekkert skylt við venjulegan pipar, sem verkar ertandi á slímhúðina. Ef Cayenne-pipar er stráð í opin sár hreinsar hann sárið og græðir, t.d. er gott að lækna með honum sveppasýkingu á fótum, þá er honum hrært saman við örlítið krem eða olíu og borið á sýkta hlutann á hverjum degi þangað til sárið er gróið. Við slæmu kvefi má hræra eina teskeið út í glas af volgu vatni til að skola hálsinn með, einnig til að drekka.

Líka má taka hann inn við hverskonar innvortis slappleika, hann örvar starfsemi nýrna og meltingarkirtla og gefur þægilega hitatilfinningu. Ekki þarf að óttast að hann skapi hjartanu aukið erfiði, frekar kemur hann jafnvægi á hjartastarfsemina, jafnframt því sem hann styrkir blóðrás og taugar. Ef manni þykir bragðið of sterkt til að taka cayenne piparinn inn í vatni, má hræra hann saman við hunang og taka inn þannig. Cayenne pipar er frábært að nota í bakstra, hann vinnur vel gegn vöðvabólgu, gigt og innvortis bólgum, sérstaklega ef hann er jafnframt tekinn inn. Ekkert skaðar það hörundið þótt baksturinn sé látinn liggja á tímunum saman, þó að hitni talsvert undan honum koma hvorki blöðrur né sár. Ekki þarf annað í baksturinn en að vinda handklæði upp úr heitu vatni og strá duftinu á það.
images (6)Uppskrift að áburði á gigt, bólgur og tognanir: 
1 msk. cayenne pipar
0,57 1. eplaedik.
Sjóðið við hægan hita í 10 mín. Geymist á flösku. Þess má geta fyrir þá sem eiga kost á ógerilsneyddri mjólk, að cayenne pipar, sé hann settur úr í mjólkina, ver hana skemmdum, án þess að eyða næringarefnunum. Heimildir: Back to Eden eftir Jethro Kloss, að mestu.
Læknaði sveppasýkingu á fótum
Kona hringdi og sagðist hafa læknað sveppasýkingu á fótum með rauðum pipar, (Capsicium Cayenne) sem hún las um á bls. 47 í 1-2 tbl. 1986.

♫♫♫♫

Við vitum öll að cayenne piper er sterkur og þegar við borðum hann þá verður okkur heitt og 
við jafnvel förum að svitna, það fer reyndar eftir því hversu mikið við borðum af honum. 
Cayenne getuyr hjálpað okkur að léttast og brenna fitu. Hann eykur efnaskiptahraða og getur 
komið í veg fyrir fituuppsöfnun (fat accumulation). Cayenne getur komið okkur í gott skap 
en því hefur verðið haldið fram að cayenne geti hækkað hlutföll af endorphins en endorphins 
skapa gleði tilfinningu. Hérna fyrir neðan eru nokkrir punktar um kosti cayenne pipars:
Cayenne slakar á æðu sem eykur blóðflæði og hækkar líkamshita. 
Þar sem cayenne slakar á æðum þá hefur það jákvæð áhrif á blóðþrýsting. Hann kemur 
nauðsynlegum efnum inn í frumur í æðakerfinu 
þannig að þær halda sveigjanleika sínum.
Cayenna hjálpar til við að losa okkur við 
eiturefna (toxins) út úr líkamanum (þegar við 
svitnum).
Cayenne getur lækkað slæma 
(LDL)kólesterólið. 
Cayenne er frábær fyrir garnirnar (intestinal 
tract). Hann örvar garnahreyfingar (peristaltic 
motion) og hjálpar til við meltingu og losun 
úrgangsefna.
Cayenne hefur áhrif á slímhúð öndunarfæra og 
getur hjálpað til þegar við erum með hálsbólgu
Cayenne lækkar kólesteról: Ath. hvort þú fáir það ekki ferskt í t.d. jurtaapótekinu eða heilsubúðum. Dick Quinn höfundur bókarinnar "Left for Dead" segir um Cayenne: Kólesteról: "Ég er með lægri blóðþrýsting og minna kólesteról, fyrirbyggi hjartaáfall, líður frábærlega og nýt lífsins betur en nokkurntíma og þakka því hinu algenga eldhúskryddi".

Cayenne er áhrifamikill hvati sér í lagi á meltingarferlið og hringrásina. Kemur jafnvægi á blóðþrýsting, styrkir púlsinn, nærir hjartað, lækkar kólesteról, þynnir blóðið, hreinsar blóðrásina, græðir sár, stöðvar blæðingar, flýtir fyrir að sár grói og byggir upp skaddaða vefi, léttir á stíflu, örvar meltingu, kemur jafnvægi á hægðir, léttir á gigt, fyrirbyggir sýkingu og deyfir verki.

Í blóðrásarkerfinu hjálpar Cayenne slagæðum, bláæðum og háræðum til að ná eðlilegum teygjanleika því það nærir frumurnar. Það jafnar blóðblæðið frá höfði til fóta, styrkir púlsinn með því að auka kraftinn en ekki tíðni hans. Almennt örvar Cayenne allt hjarta- og æðakerfið.

Hæfileiki Cayenne til að lækka kólesteról var fyrst uppgötvað í almennri tilraun í Central Food Technological Research Institute í Mysore í Indlandi. Er vísindamenn bættu Cayenne í kólesterólríkt fæði dýranna varð engin hækkun á blóðvatni og kólesteról í lifur en þess í stað hafði kólsterólið skilist út. Cayenne fyrirbyggir uppsog kólesteróls.

(Tekið af netinu)

niðurstaða - troðum eins mikið af cayenne pipar í okkur og við getum 
ég persónulega set hann í hvern einasta Herbalife smoothie sem ég fæ mér

images (4)

 

ef þú hefur áhuga á að bæta/breyta þínum lífstíl & komast í þitt besta form í þínu lífi þá endilega vertu í bandi

Ragnar Birkir

Sjálfstæður Herbalife dreifingar aðili

s. 696-103


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gott að lesa. Ætla svo sannarlega að prófa Ceyenne! Takk fyrir. Ragnar Birkir.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.10.2014 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband