28.2.2010 | 15:28
Þetta líf, þetta líf, listin, lífið - heimildarmynd um Burkina Faso
Burkina Faso 8600 km, er heimildarmynd eftir Þorstein J. og Veru Sölvadóttur. Hún er um lausnir á tímum kreppunnar á Íslandi. Hjónin Hinrik og Gullý kaupa tvo notaða Toyota jeppa í Reykjavík og láta flytja þá í skipi til Rotterdam. Síðan keyra þau bílana alla leið til Burkina Faso, í þeim tilgangi að selja annan þeirra og fjármagna þannig skólastarf á vegum ABC hjálparsamtakanna.
Þetta er mynd um afstöðu, hvað hægt er að gera þegar ekkert virðist vera hægt að gera. Inn í söguna fléttast saga Paulos, Brasilíumanns sem er búsettur á Hvolsvelli, og fylgdi Hinrik og Gullý í hjálpastarfið í Burkina Faso.
Myndataka: Þorsteinn J.
Ljósmyndir: Vera Sölvadóttir / Karl R.Lilliendahl
Klipping: Þorsteinn J. og Vera Sölvadóttir.
Samsetning / litaleiðrétting: Eiríkur Ingi Böðvarsson
flott heimildarmynd sem þess virði er að horfa á, myndin er ca 54 mínútur
Filippíbréfið 4:13
Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.
dró þetta orð - sem er svolítið skondið því þetta er eiginlega eitt af mínum uppáhalds versum í biblíunni og segir svo mikið í einni setningu.
Drottinn blessi ykkur og gefi ykkur hjálpræði og styrk - megi Drottinn gefa ykkur blessaða daga fyllta af kærleika og gleði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.