12.9.2010 | 10:24
Kirkjan sem hvarf þegar uppistöðulón virkjunar flæddi og ræninginn sem breyttist í skópar
Í flipanum skrýtið á Dv.is sem ég hafði aldrei tekið eftir áður eru margar forvitnilegar greinar eins og þær sem ég læt fylgja með hér fyrir neðan - þær svona vöktu mestu furðu mína
Uppistöðulón virkjunar flæddi yfir sveitirnar fyrir 25 árum og sökkti þorpinu Potosí. Íbúar þessa venesúelska þorps fluttu til annarra bæjar. Þeir voru furðu lostnir fyrr á þessu ári þegar skæðir þurrkar gerðu að verkum að uppistöðulónið hvarf og kirkjan og rústir þorpsins birtust allt í einu, líkt og gamlir draugar.
http://www.dv.is/skrytid/2010/8/30/kirkjan-sem-hvarf-og-birtist-aftur/
er búin að vera lesa margar skrýtnar greinar á dv.is eins og þessa og um ræningjann sem breyttist í skópar
http://www.dv.is/skrytid/2010/8/24/raeninginn-sem-breyttist-i-sko/
Hestaþjófurinn og skúrkurinn Big Nose George, á myndinni til hægri, myrti tvo laganna verði árið 1878 í ringulreið landnemaáranna í Villta vestrinu. Nokkrum árum síðar hafði hann breyst í myndarlegt skópar sem ungur og efnilegur læknir gekk í við hátíðleg tækifæri. Við vörum börn og viðkvæma við myndunum sem fylgja greininni.
Í þessarri grein kemur einnig fram upplýsingar um Lillian Heath sem var t.a.m fyrsti kvenlæknir Ameríku - spurning hvort að þættirnir Medicine woman séu byggðir upp af henni??
margt áhugavert og einkennilegt á Dv.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.