Barn skilið eftir í ruslatunnu

ég á í mestum erfiðleikum með að skilja hvernig þetta sé hægt - að setja barnið þitt í ruslatunnu og ganga svo í burtu - aðstæður fólks eru ábyggilega misgóðar - en barnið þitt er barnið þitt og ást þín til barnsins þíns ætti að vera æðri sjálfum þér s.s ættir að elska barnið þitt mebaby-girl-flower-cap ira en þig sjálfan
mbl.is Fundu barn í ruslakörfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski er það einmitt málið, foreldrið hefur hugsað að það væri öruggt að einhver (flugfreyjurnar) myndu finna barnið á þessum stað og myndu því koma því í öruggar hendur, og þá betri stað en hjá foreldrinu sjálfu.

Hugrún (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 12:11

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Einmitt. Það er trúlega ástæða þess að barnið var sett í rusladall, vitandi að það fyndist fljótt og kæmist í öruggar hendur. Þannig fara fátækar mæður að til að bjarga börnum sínum.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 12.9.2010 kl. 14:02

3 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

góður punktur - en samt sorglegt dæmi og ég á samt erfitt með að tengja mig við staðreyndina - kannski einfaldlega vegna þess að maður er íslendingur og enn sem er höfum við það mjög gott.  En heimurinn fer harðnandi og ekki allir með aðstæður til að ala upp börnin sín.

Ragnar Birkir Bjarkarson, 12.9.2010 kl. 15:13

4 identicon

er að flitja til Phil í næstu viku

vonaað ég fynni ekki svona lagað

ég veit að fátæktin er rosaleg þarna og ætla að leggja mitt af mörkum þarna

það er lögfræðingur sem ég þekki í manila hún er að finna fyrir mig staff og áhold til að vera me súpu eldhús

ég er að fara þangað af 2 ástæðum 

1 illa farinn af gigt og vantar hitann

2 fæ bara 170þ á mán og get ekki lifað af því hér (var bara að borga 300þ í skatt á mánuði þegar ég gat unnið) 

en  þarna er ég aflögufær og ætla að hjálpa með matar gjöfum en ekki með peningum

humm er ekki bara góð hugmynd að setja upp síðu hérna þegar ég er komin af stað með þetta að betla smá peming á Íslandi 1000 kall er hellingur þarna 

sem dæmi ef fólk er met stúdent og er svo heppið að fá vinnu fær það 6000php á mán það er c.a 15þ ísl

guð blessi ísland

Magnús

Magnús Ágústsson (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 23:10

5 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

mér finnst flott hjá þér að vilja leggja hjálparhönd - sama hvar í heiminum það er - þarna sérð þú tækifæri á að láta þér líða líkamlega betur og sérð lausn á að hjálpa öðrum í leiðinni - með síðuna er ekki vitlaus hugmynd - passaðu þig bara á að hún verði lögleg svo þú lendir ekki í veseni lagalega séð - og Guð mun blessa starf þitt og heilsu á móts við - þannig er gangur lífsins við blessum og fáum blessun á móti -stundum því við erum svo mannleg sjáum við ekki blessanirnar sem við erum að öðlast

gangi þér vel úti og megi Drottinn fylgja þér hvert fótmál

Ragnar Birkir Bjarkarson, 13.9.2010 kl. 12:35

6 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Þetta gerist í öllum klössum,fátækir eða ei.Þetta er vanlíða einstaklings og erfitt að dæma.Ég held að ef móðir hendi sínu barni í ruslið eftir 9 mánaðar þjáningu þíðir að henni hafi verið nauðgað,ekki haft möguleika á fóstureiðingu,eða trúarbrögð.Við konur erum ekki allar fæddar til að vera mæður.Það er eithvað skelfilegt að gerast hjá móður sem hendir barni sem er búið að vera með henni í 9 já 9 mánuði,og svo fæða það með Sársauka.Pössum okkur að dæma,því við vitum ekkert afhverju,svona ákvarðanir.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 13.9.2010 kl. 22:58

7 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

sæl Sigurbjörg - þetta er meira umræða en dómur - ég rétt eins og þú hef rétt á að hafa mína skoðun - ég ætla mér ekki að dæma þessa konu né neina aðra sem gert hefur svipaðan hlut - en við höfum rétt á að ræða þetta - ég vona að þessi kona og aðrar og líka feður sem gengið hafa í burtu frá börnunum sínum ná að fá lausn á lífi sínu og kringumstæðum - en ég sem maður og sérstaklega kannski íslenskur maður  (því þú verður  að viðurkenna að aðstæður okkar á íslandi eru ekki svona slæmar - það er einhvernveginn alltaf hægt að finna lausn á flest öllum vandamálum hér og kannski haldið betur utan um landsbúa  þessa lands en í öðrum löndum) að þá finnst mér erfitt að tengja mig við þessa tilfinningu og erfitt að skilja að þetta sé hægt // þetta augljóslega er hægt fyrst að búið er að framkvæma þetta og ekki er þetta í fyrsta sinn heldur - en á sama tíma er ekki heldur hægt að staðhæfa að þetta sé vegna nauðgunar/ekki haft möguleika á fóstureyðingu eða trúarbrögðum - nema að þú þekkir konuna persónulega? ég bið að barnið,móðirin og faðirinn fái þá lausn sem þarf inn í sitt líf.

það er líka réttur punktur hjá þér - ekki allar konur eru gerðar fyrir móðurhlutverkið og ekki allir karlar fyrir föðurhlutverkið. Það er staðreynd.

friður til þín og takk fyrir góða umræðu

Ragnar Birkir Bjarkarson, 14.9.2010 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband