almenningur á ekki að borga

Ólafur Ragnar Grímsson Ólafur Ragnar Grímsson

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fór ekki dult með þá skoðun sína, í viðtali við kínverska blaðið Global Times, að almenningur á Íslandi ætti ekki að borga brúsann fyrir Icesave-reikninga Landsbankans.

„Fólk sem leggur peninga sína inn í einkabanka verður að átta sig á því að þetta er einkabanki. Þetta er ekki ríkisbanki. Og Evrópufyrirkomulagið um einkabanka er byggt á þeirri meginreglu að ríkisábyrgð sé ekki fyrir hendi," er haft eftir honum í viðtalinu.

Ólafur Ragnar segir jafnframt að þegar vel gangi í þessum bönkum þá gangi gróðinn alfarið til eigenda og stjórnenda bankans.

„Það er ósanngjarnt að krefja almenning á Íslandi, fólk sem býr í þorpum, landbúnaðarhéruðum eða sjávarútvegsbyggðum, kennara, hjúkrunarkonur, lækna og verksmiðjufólk, að greiða þessa reikninga ef bankarnir bregðast. Þetta fólk fékk engan hagnað frá bönkunum. Það er ekki skynsamlegt kerfi," segir Ólafur.

Samningaviðræður íslenskra stjórnvalda við Hollendinga og Breta um Icesave-málið hafa gengið afar hægt síðan lögum um samning var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í byrjun mars, sem efnt var til í kjölfar þess að Ólafur Ragnar neitaði að undirrita þau lög.- gb

grein tekin af visir.is

http://visir.is/almenningur-a-ekki-ad-borga/article/2010785972862

 crop_260x

 

 

 

 

hann er ekki fullkominn og ég hef ekki allltaf verið sáttur við hann en ég verð að viðurkenna að ég er soldið stoltur af honum í dag - ánægður að við eigum forseta sem þorði að neita


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband