25.10.2010 | 14:41
Hvernig sættist ég við Guð
Hvernig sættist ég við Guð?
Spurning: Hvernig sættist ég við Guð?
Svar: Til að sættast við Guð verðum við að gera okkur grein fyrir, hvað veldur ósættinni. Svarið er: syndin. Enginn gjörir það sem gott er ekki einn (Sálmarnir 14:3). Við höfum gert uppreisn gegn Guði; við fórum allir villir vega sem sauðir (Jesaja 53:6).
Slæmu fréttirnar eru þær, að refsing syndarinnar er dauði. Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja (Esekíel 18:4). Góðu fréttirnar eru þær, að elskuríkur Guð hefur fylgt okkur í því skyni að færa okkur hjálpræði. Jesús lýsti yfir því að markmið hans væri að leita að hinu týnda og frelsa það (Lúkas 19:10), og hann kunngerði, að markmiðinu væri náð, þegar hann dó á krossinum með orðunum: Það er fullkomnað (Jóhannes 19:30).
Að vera í réttu sambandi við Guð hefst með syndajátningu. Síðan kemur auðmjúk játning syndarinnar gagnvart Guði (Jesaja 57:15) og sú eindregna ákvörðun að hverfa frá syndugu líferni. Með munninum er játað til hjálpræðis (Rómverjabréfið 10:10).
Iðruninni verður að fylgja trú. Einkanlega sú trú, að fórnardauði og undursamleg upprisa Jesú geri hann hæfan til að vera Frelsari þinn. Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða (Rómverjabréfið 10:9). Margir fleiri ritningarstaðir orðfæra nauðsyn trúarinnar, svo sem Jóhannes 20:27; Postulasagan 16:31; Galatabréfið 2:16; 3:11,26; og Efesusbréfið 2:8.
Að vera sáttur við Guð varðar viðbrögð þín við því sem Guð hefur gert þín vegna. Hann sendi Frelsarann, hann sá fyrir fórninni til að losa þig við syndina (Jóhannes 1:29), og hann veitir þér fyrirheitið: En hver sá, sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast (Postulasagan 2:21).
Hjartnæm útlegging á iðrun og fyrirgefningu er dæmisagan um glataða soninn (Lúkas 15:11-32). Yngri sonurinn sóaði gjöf föður síns í skammarlega syndugt líferni (vers 13). Þegar hann gerði sér grein fyrir misferlinu, afréð hann að snúa heim aftur (vers 18). Hann gerði ráð fyrir, að hann yrði ekki framar talinn sonur (vers 19), en þar skjátlaðist honum. Faðirinn elskaði heimkominn uppreisnarsegginn jafnheitt og áður (vers 20). Allt var fyrirgefið og efnt til fagnaðarveislu (vers 24).
Guð á auðvelt með að halda loforð sín, þar á meðal loforðið um fyrirgefningu. Drottinn er nálægur þeim er hafa sundurmarið hjarta, þeim er hafa sundukraminn anda, hjálpar hann (Sálmarnir 34:19).
Ef þú vilt sættast við Guð, þá er hér einföld bæn. Mundu að það mun ekki frelsa þig að fara með þessa bæn né neina aðra. Einungis traustið á Guði getur frelsað þig frá syndinni. Þessi bæn er einfaldlega leið til að tjá Guði trú þína á hann og þakka honum fyrir að tryggja þér hjálpræði.
Guð, ég veit að ég hef syndgað gegn þér og verðskulda refsingu. En Jesús Kristur tók á sig hegninguna sem ég verðskuldaði, svo að mér yrði fyrirgefið fyrir trúna á hann. Ég sný baki við syndum mínum að set traust mitt um hjálpræði á þig. Þakka þér undursamlega náð þína og fyrirgefningu gjöf eilífs lífs! Amen!
tekið af got questions.org
http://www.gotquestions.org/islenska/saettast-vid-Gud.html
Athugasemdir
góð grein ástin mín
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 26.10.2010 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.