sorglegt dæmi

Mér finnst heimurinn fara síversnandi - enn eitt formið er að maður þarf að fara hafa áhyggjur af barninu sínu einfaldlega því það er rauðhært - að búið sé að gera heilan dag þar sem skotleyfi er gefið á rauðhærða einstaklinga er bara út í kú.  Hvað þá að í raun að teiknimyndaþáttur sé búinn að ná að smita þessu bresku/amerísku hefð út um allan heim.  Skólayfirvöld á Íslandi mega þó eiga það að hafa tekið stíft á þessu - í skóla drengsins míns - sem er nota bene rauðhærður ungur drengur var farið í allar stofur og rætt um afleiðingar ef einhver myndi akta út á þessum degi - í Reykjavik voru nokkrum börnum rekið heim eftir að hafa einmitt sparkað í rauðhærða samnenmendur sína.  Hvaða dagur verður skáldaður upp næst???

eftir betri skoðun þá hef ég víst mislesið aðeins og er þetta breskt fyrirbæri og þá South Park þátturinn er hann væntanlega kanadískur??? endilega kommentið - en í einum þættinum af South park fer ein persónan í nánast heilagt stríð við rauðhærða í bænum og kallar þá sálarlausa. En þessi dagur á sér eldri rætur í Bretlandi og nefnist ,,gingers bashing day" Sá dagur er enn haldinn hátíðlegur í allavega einum framhaldsskóla í bretlandi.

Hægt er að finna sambærilegar greinar einnig á visir.is og pressan.is og dv.is

http://pressan.is/pressupennar/Lesa_Gillz/raudhaerdir-hafa-lika-tilfinningar

http://visir.is/article/20091119/FRETTIR01/833616223

http://visir.is/article/20091119/FRETTIR01/671051865

http://visir.is/article/20091119/FRETTIR01/261521031

 

 


mbl.is Einelti gegn rauðhærðum í tilefni dagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Solis

Her hef eg nu aldrey heirt um thettad svo hvad kemur Bandarikjunum thettad vid???Eg er buin ad bua i 5,fylkjum her og a enn einn krakka eftir i skola aldrey hafa min born minnst a thessa vitleysu.Samt sem adur nu aetla eg ad hringja i brodir minn og hans konu sem eru baedi raudhaerd sem og daetur theirra thvi eg hef bara aldrey heyrt svona rugl.

Ásta Björk Solis, 21.11.2009 kl. 10:10

2 Smámynd: Sigurjón

South Park þátturinn (sem er vissulega bandarískur) var einungis gerður til að vekja athygli á þessum sjúka degi í Bretlandi.  Ekki skjóta sendiboðann...

Sigurjón, 21.11.2009 kl. 11:49

3 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

þorði ekki alveg að fara með það hvort hann væri kanadískur eða amerískur - en takk fyrir ábendinguna    ætla mér engan veginn að skjóta neinn niður - má ávallt leiðrétta mig ef ég er að fara með fleipur

Ragnar Birkir Bjarkarson, 21.11.2009 kl. 11:59

4 Smámynd: Sigurjón

Afsakaðu Ragnar ef færzla mín hljómaði hranalega.  Það var ekki meint þannig, einungis að minna fólk á að kenna ekki S.P. um þennan ófögnuð...

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 21.11.2009 kl. 13:40

5 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

ekkert mál, ekkert illa tekið - er náttúrulega best að hafa hlutina rétta - var ekki meining í sjálfu sér að kenna sjálfum sp um þennan dag en þú verður nú að viðurkenna að hann vakti mikla athygli á þessum ,,einstaka degi"

Ragnar Birkir Bjarkarson, 21.11.2009 kl. 13:56

6 Smámynd: Sigurjón

Jú, mikið rétt.  Þeir félagar Parker og Stone hafa um tíðina vakið athygli á viðurstyggilegum hlutum í heiminum, en oft á tíðum liðið skammir fyrir það og stundum verið hafðir fyrir rangri sök.  Þeir eru skapandi og klárir báðir tveir og eiga skilið hrós fremur en níð.

Góðar stundir.

Sigurjón, 21.11.2009 kl. 14:31

7 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

það er alveg rét hjá þér - þeir hafa margt gott gert líka og hafa gert marga þversagnakennda þætti þar sem þeir henda á áhorfandann konseptum sem meika ekki sense en viðgangast samt í nútímasamfélagi

Ragnar Birkir Bjarkarson, 22.11.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband