Enn eitt einkennilega dæmið

Mér finnst það stórundarlegt hvernig unnið er á málum hér á Íslandi - einstaklingar eru gripnir við einhverjar stórhættulegar iðjur og glæpsamleg athæfi og þeim er beinlínis skipað að fara heim, og sofa úr sér - hvað gerist í framhaldi af þessu athæfi? Mun hann halda vinnu sinni þar sem hann stofnaði lífi sínu og annarra í stóra hættu með gáleysi sínu.

 Af hverju eru ekki dómar hérna á Íslandi teknir strax í gildi? af hverju eru brotamenn og hvað þá síbrotamenn of lengi á götunni áður en þeir taka út sinn dóm? Af hverju er ekki eytt meiri peningum almenningsins í að stækka við fangelsin og búa til meira pláss fyrir þá aukningu sem er búinn að vera of lengi í gangi í stað þess að vera að henda inn flatskjám og öðrum munaðarvörum í afbrotamenn - hvers vegna er dvölin í fangelsinu ekki aðeins drastískari - hví hlífum við þessum brotamönnum jafnvel í fangelsinu sjálfu? Mitt álit er það að um leið og þú ert gripinn við eitthvað álika hættulegt og að keyra 111 metra flutningaskipi ölvaður eigirðu að taka út þína refsingu og vera vikið strax úr starfi fyrir vítavert gáleysi.


mbl.is Drukkinn skipstjóri handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á náttúrulega eftir að rannsaka blóðsýnið. Það er ekki enn fullsannað að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis

Óskar (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 08:12

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er eitt í viðbót, þó hann hafi verið um borð þá er ekki þar með sagt að hann hafi verið við stjórn.

Einar Þór Strand, 22.11.2009 kl. 10:30

3 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

maðurinn var látinn blása í áfengismæli og kom í ljós ölvun - sýnið er tekið til að staðfesta ölvunina fyrir rétti - en það er rétt hjá þér þá á eftir að rannsaka sýnið - kannski var hann bara að sötra malt og appelsín:)

Ragnar Birkir Bjarkarson, 22.11.2009 kl. 10:30

4 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

ef þið lesið fréttina - þá 1. var hann skipstjórinn og ber þá væntanlega ábyrgð á skipinu og öllu því sem fylgir og 2. og sagt er að hann hafi stjórna skipinu sem dregur þá væntanlega þá mynd að ekki máttu keyra bifreið ölvaður....væntanlega gildir það sama um skip....eða eru önnur lög á hafi úti??????

Ragnar Birkir Bjarkarson, 22.11.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband