Alger brenglun...

Mín upplifuna af þessum gamla manni sé að þetta er hið brenglaðasta mál - maðurinn er eldgamall og álitinn vera piparsveinn eða hvað sem hann er kallaður - með alltof ungar dömur upp á arminn - það rétta væri - þ.e.a.s aldurslega séð að kalla hann níðing - ekki myndi ég vilja að dóttir mín sem væri um tvítugt væri með einhverjum gömlum jálki - upp á nafn og peninga að gera og frægðardrauma eins og svo vel að orði er komið í greininni.

Mín upplifun á þessar gullfallegu dömur er sú að annaðhvort er ríkjandi í huga þeirra græðgi á einu eða alltof mörgum sviðum lífsins eða alltof lágt sjálfsmat til þess að öðlast viðurkenningu á að þær séu myndarlegar????? hvort er hvað er þeirra að segja.

En konseptið að eiga afa gamla sem elskhuga, sykurpabba(sugardaddy.. sá sem heldur þér á floti fjárhagslega) er mér bara ekki skiljanlega... eitt er þegar tveir aðilar verða ástfangnir þó aldursbil sé stórt - getur jú gerst neita því ekki - en þú og vinkona þín eða systir þín varla verðið báðar ástfangnar upp fyrir haus af 83 ára gömlum manni.  Er þetta ekki bara gert í nafni palyboy til að upphefja hann sem einhvern Casanova og svo liggur hann gráni gamli bara og nýtur ellinnar með einni og einni ljósmynd hér og þar með þessum ungu píum í einhverjum glanstímaritum eða hallærislegum MTV sjónvarpsþáttum þar sem myndin er látin líta út eins og þetta sé hið eðlilegasta mál til að fá okkur fólkið í heiminum til að samþykkja þetta rugl - ég bara spyr.


mbl.is Kynlífið reið honum nánast að fullu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sjóveikur

þetta er nú það sem fylgir peningum og mun fylgja peningum og völdum um alla framtíð  en þú ert sem sé laumu múlli  ætlar þú að stjórna því hverjum dóttir þín vill ríða ? þú vilt kanski stýra inn fyrir hana líka

eða ertu bara ungur kjáni

Hugsaðu hvað þú skrifar aðeins betur og gáðu hvort þú hafir ekki hlaupið á þig svona pínu

www.icelandicfury.com

Graðnagla kveðja, sjoveikur

Sjóveikur, 25.11.2009 kl. 07:20

2 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

við öll höfum skoðanir - greinilegt að þær eru mismargar og misgóðar - stend með því að ég myndi ekki vilja hafa dóttur mína með einhverjum álika gömlum manni og í einhverju dæmi sem er eins og þú orðaðir vel ,,því sem fylgir peningum" - hverjum dóttir mín mun velja ber mér að virða en ég myndi ekki óska mér svona stöðu - hvernig hef ég þá hlaupið á mig herra sjóveikur

Ragnar Birkir Bjarkarson, 25.11.2009 kl. 08:23

3 Smámynd: Sjóveikur

ég er alveg sammála þér um að "mér myndi ekki langa til" dæmið, en það er frekar blá hugsun að skifta sér af þessum elskum þegar þær stálpast í frama draumum og pælingum sem fæðast einhvers staðar á lífsleiðinni, það var nú eiginlega bara það sem ég átti við, kanski ekki svo vel orðað hjá mér

en ég hef séð aðeins of margt í lífinu til að sjá það ganga upp að stýra þessum elskum

besta kveðja, sjoveikur

Sjóveikur, 25.11.2009 kl. 10:39

4 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

fólk er nú bara að tjá skoðanir sínar Sem betur fer hafa ekki allir sömu skoðanir ég verð nú að vera sammála Ragnari í þessari færslu, og finnst heimurinn oft á tíðum vera orðin svo breinglaður að allt er leyfilegt og allt samþykkt sama hversu ósmekklegt það er, og ég er nokkuð fullviss um að prinsessan þín verður betur upp alin og í betri gildum en það að fara að eltast við e.h ellismelli til að græða peninga

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 25.11.2009 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband