talað er um hræsni, en hvar liggur hræsnin???

Hef verið að lesa hér og þar í bloggheiminum um pælingar Friðriks Ómars sem mér persónulega finnst frábær söngvari, ummæli hans sem ég get ekki staðfest því ekki sá ég umræddan kastljóss þátt þar sem að eins og ég hef lesið verið misskilningur, að hann hafi notað orðalag sem snúið var út úr - ok fínt og flott mál og margar heitar umræður sprottið út frá því - það sem ég upplifi sem furðulegast í þessum umræðum út frá bloggum eru persónuárásirnar - blogg er náttúrulega fyrst og fremst pælingar, skoðanir og afstöður hvers og eins einstaklings, á sínu bloggi - þú þarft ekki að vera sammála viðkomandi einstaklingi en ef ég upplifi að einhver er með aðra skoðun, sama hvort hún sé út frá trú eða ekki þá er mér ekkert meira leyfilegt að höggva höfuðið af þeirri manneskju einfaldlega því hún segir ekki það sem mínu höfði hentar, það er það sem bloggið er - það er umræðusvæði - ekki personuárása staður - þar finnst mér stór munur liggja.  Í raun með því að staðhæfa að einhver sé heimskur eða veruleikafirrtur því hann/hún hafi fundið trú á Jesú krist er ekkert annað en árás á persónu viðkomandi, segir það þá ekki bara mest um svör þín ef það er leiðin sem þú kýst að fara í svörun á því sem þú telur rangt?? Maður kæmist ekki langt í heiminum ef þetta væru dagleg viðbrögð úti á meðal fólks.  Þannig að ef að ég hvæsi á einhvern því mér finnst hann ekki tala eftir mínu höfði, þá spyr ég hvar liggur hræsnin???

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Guði sé lof að þessi fellibylur er í rénum.

Mikið var gaman að finna ykkur hjónin en ég sá innlegg frá konunni þinni og fór að skoða hver ætti innleggið.

Ég sendi henni skilaboð í dag og taldi upp fullt af trúsystkinum sem eru bloggarar. Sumir eru mjög lítið að blogga en koma stundum inn með athugasemdir.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.12.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband