Dagurinn í dag

Sálmarnir 69:31
Ég vil lofa nafn Guðs í ljóði og mikla hann í lofsöng.

 

Kólussubréfið 3:16
Látið orð Krists búa með ykkur í allri sinni auðlegð og speki. Fræðið og áminnið hvert annað og syngið Guði sætlega lof í hjörtum ykkar með sálmum, lofsöngvum og andlegum ljóðum.

 Orðskviðirnir 3:5
Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.

Með öðrum orðum lofum Guð, elskum,virðum,fræðumst og treystum ekki á eigin tilfinningar sem eiga það til að ráfa til og frá eins og dagarnir eru margir.

 

 

Ó, ljóssins faðir, lof sé þér,
að líf og heilsu gafstu mér
og föður minn og móður.
Nú sest ég upp, því sólin skín,
þú sendir ljós þitt inn til mín.
Ó, hvað þú, Guð, ert góður!
     Matthías Jochumsson

 

Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn - 
og trúir í hjarta þínu, 
að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, 
muntu hólpinn verða. 

Með hjartanu er trúað til réttlætis, 
en með munninum játað til hjálpræðis. 
(Rómverjabréfið 10:9-10) 

Réttlættir af trú höfum vér því frið við Guð 
fyrir Drottin vorn Jesú Krist. 
(Rómverjabréfið 5:1) 

Ef vér göngum í ljósinu, 
eins og hann er sjálfur í ljósinu 
þá höfum vér samfélag hver við annan 
og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd. 
(I. Jóhannesarbréf 1:7) 

En öllum þeim, sem tóku við honum, 
gaf hann rétt til að verða Guðs börn, 
þeim, er trúa á nafn hans. 
(Jóhannes 1:12)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Amen

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 4.12.2009 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband