klapp fyrir lögreglunni

Mér finnst rosalega mikið af svona málum vera að koma upp á yfirborðið og ég er kannski svona grænn en ég tek ofan af fyrir lögreglunni - allt svona mun koma upp á yfirborðið - gott að vita að lögreglan og yfirvöld eru með augun opin.  En hvað er gert eins og fyrir konur sem lenda í mansali?  Mér finnst það mikilvægasti þátturinn, hlúa að þeim og koma með rétta uppbyggingu fyrir þær.
mbl.is Grunaðar um mansal og vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það vekur athygli manns hve margir þeirra sem handteknir eru þessa dagana fyrir skipulagða glæpastarfsemi eru af erlendum uppruna. Og ef minnst er á það missa kaffihúsamussukellíngarnar þvag af geðshræringu vegna sinnar eigin rasismafóbíu.

corvus corax, 4.12.2009 kl. 16:04

2 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

það er nú samt ekki alveg hægt að alhæfa svona að þetta séu bara fólk af erlendum uppruna - við eigum alveg okkar íslensku afbrotamenn líka

Ragnar Birkir Bjarkarson, 4.12.2009 kl. 16:13

3 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Ég segi það með þér, klapp fyrir þeim! Þetta er alveg með hörmulegri glæpum sem fyrir finnast, bæði frelsissvipting sem og algert niðurbrot á sjálfsvirðingu fórnarlambanna!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 4.12.2009 kl. 16:18

4 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

þess vegna finnst mér svo mikilvægt að hafa einhverjar úrlausnir fyrir einmitt fórnarlömb þessa glæpa. Varla er þeim bara hleypt heim og ekkert spáð meira í þeim?? það hlýtur að vera mikið niðurbrot og óttti sem fylgifiskur!!eitthvað hlýtur að þurfa að gera, einhver uppbygging og styrking fyrir þessar konur og karla.

Ragnar Birkir Bjarkarson, 4.12.2009 kl. 16:51

5 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Það ætla ég rétt að vona en er alls ekki svo viss um að svo sé

Margrét Elín Arnarsdóttir, 4.12.2009 kl. 17:49

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég klappa med thér!

Thessar dömur eru nú íslenskar Corvus corax, en ég er samt eiginlega sammála.

Sporðdrekinn, 4.12.2009 kl. 20:39

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Tek heilshugar undir þetta með þér. Og ég er ánægð með það sem þú skrifaðir í lokin. "En hvað er gert eins og fyrir konur sem lenda í mansali?  Mér finnst það mikilvægasti þátturinn, hlúa að þeim og koma með rétta uppbyggingu fyrir þær."

Einmitt það þarf svo sannarlega að hjálpa konunum.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.12.2009 kl. 20:52

8 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

takk fyrir innleggin, það er gott ap vita að flest allir hafa hjarta fyrir fólki sem verður undir á einn eða annan hátt. Guð verndi þessar konur og leiði þær rétt fram á veginn í bestu kringumstæðurnar fyrir líf þeirra.

Ragnar Birkir Bjarkarson, 5.12.2009 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband