Catalina fórnarlamb ??

Oft les maður svona fréttir og þetta er svo fjarri lífi manns og maður nær ekki fullum skilning held ég á svona málefni.  Mitt álit er að þessi Catalina er í raun jafn mikið fórnarlamb aðstæðna og konur sem lenda í mansali og festast í þessum heimi.  Það er ekki ýkja langt síðan maður sá viðtal við þessa konu í Vikunni þar sem hún staðhæfir að hún viti hver hún sé, að hún sé hóra og glæpamannsdóttir, ég er kannski svona viljugur að trúa á allt það góða og fallega í fólki - ég á mjög erfitt með að trúa að einhver kjósi að fara út í vændi sama á hvaða hátt það er - einhverstaðar hlýtur að liggja rót að þessu samfélagsvandamáli. Hana getum við heimfært t.a.m á vaxandi klámheim og eftirspurn þar, tónlistarmyndböndin sem börnin okkar enda að horfa á eru flest öll með kynferðislegum tón, mörg þeirra með undirliggjandi kvenhatri og karlhatri eftir því hvort kynið er að syngja og mörg önnur svið í lífinu - og maður spyr sig - þarf allt að vera með kynferðislegum tón svo það nái athygli???

Catalina viðurkennir að hún sé glæpamannsdóttir, segir það ekki okkur til að byrja með að gildin í lífi hennar sem ungu barni hafi verið svolítið skemmd fyrir henni, eins og t.d þú skalt ekki stela - það er ljótt, þú skalt ekki ljúga - það er ljótt.  Ef að föðurímyndin er viðurkennd sem glæpkennd er þá ekki stór möguleiki á að veruleikinn og samfélagsreglurnar eins og samfélagið kennir okkur orðinn svolítið brenglaður og snúinn eftir hverri dylgju. 

Því ef þessi Catalina er t.a.m manneskjan sem stundaði hórmang (hún var sýknuð af mansali) er hún ekki gott dæmi um þolandi verður gerandi?


mbl.is Mansal vaxandi vandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Algerlega sammála efast stórlega að nokkur fari út í vændi nema neyðin knúi þá til þess

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 6.12.2009 kl. 04:37

2 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

algerlega sammála

Ragnar Birkir Bjarkarson, 6.12.2009 kl. 05:30

3 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæl verið þið kæru vinir. Jú því miður fara nú einhverjar konur út í vændi af frjálsum vilja, þótt það sé vonandi í miklum minnihluta, og þá kemur upp í hugann orð Páls postula: "þeir fremja alls konar siðleysi af græðgi" (Ef. 4.19)

Ég er sammála með þessa ógæfusömu konu að hún á rétt á að, fá að kynnast kærleika Krists. Hún hefur ábyggilega átt ömurlega æsku. Biðjum fyrir henni að hún fái að upplifa "Föðurhjarta " Guðs. 

Kristinn Ásgrímsson, 6.12.2009 kl. 15:00

4 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

segi Amen við því kristinn

Ragnar Birkir Bjarkarson, 6.12.2009 kl. 15:16

5 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Það er gífurlega stór hluti vændiskvenna sem eru fórnarlömb aðstæðna, setjum þetta í einfalt skólabókar dæmi. 

Vændi er hola í garðinum þínum, sem 3 moldvörpur eru að grafa. 

Moldvörpurnar heita fátækt, mannsal og eiturlyf, og í stað þess að berjast gegn þessum 3 hlutum reynir ríkisstjórn að fylla uppí holuna í stað þess að drepa moldvörpurnar. 

Að mínu mati er vændi ekkert slæmt í sjálfu sér ef konan er þar af fúsum og frjálsum vilja, svo mér finnst ekki að það ætti að loka á þær því margar konur neyðast útí þetta.  Þess vegna eigum við að útrýma rótum vandans.  Þ.e.a.s. Fátækt, eiturlyf og mannsal. 

Mannsal, eiturlyf og fátækt verða til hvort sem vændi er til eða ekki. 

Vændi verður varla til ef Mannsal, eiturlyf og fátækt eru ekki til. 

Arngrímur Stefánsson, 6.12.2009 kl. 17:18

6 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

ég er sammála því að það er ekki nóg að bara útrýma einhverju - það er alveg rétt hjá þér Arngrímur að vændi er oft út frá einhverjum aðstæðum - fátækt, neysla og annað slíkt en myndi það falla undir að velja það bara út af því bara? Ég held að útfrá einmitt aðstæðum neyðast margar einstaklingar eða eru neyddir út í vændi - eða að rótin sé enn dýpri og risti niður í æsku þar sem gildum viðkomandi einstaklings hafa verið brengluð.  En að segja að vændi í sjálfu sér sé ekki slæm get ég ekki verið sammála - hvað ætli það gerir sálarlífi þínu að vera í vændi? trúirðu því að það sé uppbyggilegt? myndirðu kjósa það fyrir barnið þitt? myndirðu sætta þig við það ef barnið þitt ,,ynni við þessa grein"?? myndirðu segja frá því í jólaboðum líkt og dóttir þín eða sonur væri í lögfræði með stoltum tón? - því allir þessir einstaklingar eru dætur eða synir einhvers.

Þú talar líka eins og það séu bara til kvenkynsvændi - hvað með karlmennina? Hvað með að hjálpa þessum einstaklingum á uppbyggilegan hátt - þú ritar nefnilega eftirfarandi : Að mínu mati er vændi ekkert slæmt í sjálfu sér ef konan er þar af fúsum og frjálsum vilja, svo mér finnst ekki að það ætti að loka á þær því margar konur neyðast útí þetta.  Þess vegna eigum við að útrýma rótum vandans.  Þ.e.a.s. Fátækt, eiturlyf og mannsal. 

ég er ekki að segja að við eigum að loka á þessa einstaklinga - við eigum að aðstoða af fremsta megni.

Ragnar Birkir Bjarkarson, 9.12.2009 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband