6.12.2009 | 08:37
Nokkrir gullmolar fyrir daginn
22Hve lengi ætlarðu að eigra um stefnulaust,
fráhverfa dóttir?
Því að Drottinn skapar nýtt í landinu:
konan mun vernda karlinn.
Jeremía 31:22.
Orðskviðirnir 16:3
Fel Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur.
Sálmarnir 119:105
Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.
Fyrsta Jóhannesarbréf 5:11
Og þetta er vitnisburðurinn: Guð hefur gefið okkur eilíft líf og þetta líf er í syni hans.
Sálmarnir 91:11-12
því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. Þeir munu bera þig á höndum sér svo að þú steytir ekki fót þinn við steini.
Sálmarnir 100:5
því að Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns.
Míka 7:7
En ég mæni í von til Drottins, bíð eftir Guði hjálpræðis míns. Guð minn mun heyra til mín.
Rómverjabréfið 3:23
Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð
Sálmarnir 34:19
Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta, hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda.
Guð er góður Guð, Hann elskar okkur einfaldlega vegna þess að Hann er Faðir okkar á himnum, Hann elskar okkur það svo mikið til þess að skilja okkur eftir eins og við erum - hann elskar er við leyfum Honum að aga okkur og sníða okkur til - vegna mín sendir hann út engla til þess að gæta vega minna - í gegnum Jesú Krist komumst við til föðurins og án hans erum við ekkert. Biblían er full af fyrirheitum frá Guði til okkar, mín og þín um hvaða gjafir hann hefur fyrir okkur og það er svolítið magnað ef maður pælir smá í þessu á einlægan hátt, vegna mín sendir hann út engla sína til að varðveita mig, miskunn mun vara frá kyni til kyns, Guð mun heyra til mín. Með iðrandi hjarta frammi fyrir Drottni mínum mun hann fyrigefa mér syndir mínar - skondið hvað fólk finnst erfitt að heyra að það séu syndarar - við erum það öll - enginn er fullkominn - við erum öll að takast á við eitthvað og er þá ekki best að mæna til Drottins og fá frið fyrir því sem herjar á okkur, fá fyrigefningu - fyrir hans náð erum við hólpin, allar syndir okkar, þátíð, nútíð og framtíð - fyrirgefnar - með því skilyrði þó að við höfum iðrandi hjarta og séum ekki að leika okkur að syndinni - ég er þakklátur Guði föður mínum fyrir lífið sem Hann hefur gefið mér - Guð blessi ykkur og gefi ykkur útúrblessaðan dag
Athugasemdir
og dæmum engan ekki náungan eða sjálf okkur það eru skilyrði náðar Guðs, flott blogg hjá þér og alveg mögnuð orð. Hve lengi ætlarðu að eigra um stefnulaust,
fráhverfa dóttir?
Því að Drottinn skapar nýtt í landinu:
konan mun vernda karlinn. þetta finnst mér yndislegt orð og er fyrir mér svar við þeirri spurningu sem hefur legið á hjarta mér undanfarið Amen því Drottinn skapar nýtt í landinu. þ.e hann er enn að skapa og skrifa biblíuna enn þann dag í dag. Enda hefði verið skrítið ef Guð sem er almáttugur hefði týnt sköpunargleðinni fyrir 2000 árum rúmum :)
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 6.12.2009 kl. 10:51
lít út um gluggann - nýr dagur er orðinn til - lít í hjarta þitt - nýjar tilfinngar eru orðnar til - það er alltaf eitthvað nýtt sem verður til á hverjum degi - spurningin er hvernig við horfum á umhverfi okkar og líf
Ragnar Birkir Bjarkarson, 6.12.2009 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.