18 dagar í jólin og andinn er mættur

Fyrstu jól dóttur minnar og jólaandinn er kominn yfir mig - ég hef ekki átt spenning yfir jólum svo árum skiptir - mikið verður gaman að fylgjast með henni yfir öllu þessu saman - svona hefðir eins og hamborgartréið er áminning hve stutt er í jólin - mér finst þetta falleg hefð og sagan á bakvið hugljúf - minnir mann á að íslenska þjóðin á heitt hjarta þó það sé kuldalegt og hrjúft landið, þetta minnir okkur líka á boðskapinn sælla er að gefa en að þiggja og þetta tré er í raun ávöxtur þess.


mbl.is Ljósin tendruð á Hamborgartré
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

jólin jólin jólin koma brátt..... elska þig ástin mín þetta verða yndisleg jól

Þá nýfæddur Jesú
(Björgvin Jörgensson)
Þá nýfæddur Jesú í jötunni lá
á jólunum fyrstu var dýrðlegt að sjá,
þá sveimuðu englar frá himninum hans
því hann var nú fæddur í líkingu manns.

Þeir sungu "hallelúja" með hátíðarbrag,
"nú hlotnast guðsbörnum friður í dag",
og fagnandi hirðarnir fengu að sjá
hvar frelsarinn okkar í jötunni lá.

Ég bið þig, ó Drottinn, að dvelja mér hjá,
að dýrðina þína ég fái að sjá,
ó blessa þú, Jesú, öll börnin þín hér,
að búa þau fái á himnum með þér.


Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 6.12.2009 kl. 13:45

2 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

hahaha snilld - nú sit ég í vinnunni og raula þetta lag

Ragnar Birkir Bjarkarson, 6.12.2009 kl. 15:18

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó.

Flott samskiptaleið á milli ykkar hjónanna - mbl.is bloggið

Guð blessi ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.12.2009 kl. 18:48

4 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

hæ Rósa, já þetta er fínasta samskiptaleið þegar maður situr í vinnunni

Guð blessi þig ríkulega Rósa

Ragnar Birkir Bjarkarson, 9.12.2009 kl. 05:34

5 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

búinn að gera barnalandssíðurnar aðeins jólalegri :)

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 9.12.2009 kl. 06:04

6 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

lykilorðið er nafn móður þinnar heitinnar :)

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 9.12.2009 kl. 06:07

7 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

takk ástin

Ragnar Birkir Bjarkarson, 9.12.2009 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband