Gleðileg jól öllsömul

Jólakveðja 2009

Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs - megi andi jesú fylgja ykkur inn í nýtt ár - megiði eiga jól full af kærleika, gleði, hlátur, hamingju og friðar

Jóhannesarguðspjall 4:14
en hvern sem drekkur af vatninu er ég gef honum mun aldrei þyrsta að eilífu. Því vatnið, sem ég gef honum, verður í honum að lind sem streymir fram til eilífs lífs.“

Fyrsta Jóhannesarbréf 3:1
Börn Guðs Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt okkur, að við skulum kallast Guðs börn. Og það erum við. Heimurinn þekkir okkur ekki vegna þess að hann þekkti hann ekki.

Sálmarnir 86:5
Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig.

Sálmarnir 86:12
Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta og tigna nafn þitt að eilífu

Sálmarnir 95:6-7
Komið, föllum fram og tilbiðjum, beygjum kné vor fyrir Drottni, skapara vorum. Því að hann er vor Guð og vér erum gæslulýður hans, hjörðin sem hann gætir. Ó, að þér í dag vilduð heyra raust hans:

Efesusbréfið 2:10
Við erum smíð Guðs, sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka sem hann hefur áður fyrirbúið til þess að við skyldum leggja stund á þau.

Sálmarnir 62:8
Hjá Guði er hjálpræði mitt og vegsemd, minn örugga klett og athvarf mitt hef ég í Guði.

Lúkasarguðspjall 2:11
Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs.



 

Þótt ég talaði tungum manna og engla,
en hefði ekki kærleika,
væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
Og þótt ég hefði spádómsgáfu
og vissi alla leyndardóma
og ætti alla þekking,
og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú,
að færa mætti fjöll úr stað,
en hefði ekki kærleika,
væri ég ekki neitt.
Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum,
og þótt ég framseldi líkama minn,
til þess að vera brenndur,
en hefði ekki kærleika,
væri ég engu bættari.

Kærleikurinn er langlyndur,
hann er góðviljaður.
Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur,
hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega,
leitar ekki síns eigin,
hann reiðist ekki,
er ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni,
en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt,
trúir öllu, vonar allt,
umber allt.

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok,
og tungur, þær munu þagna,
og þekking, hún mun líða undir lok.
Því að þekking vor er í molum
og spádómur vor er í molum.
En þegar hið fullkomna kemur,
þá líður það undir lok, sem er í molum.

Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn,
hugsaði eins og barn
og ályktaði eins og barn.
En þegar ég var orðinn fulltíða maður,
lagði ég niður barnaskapinn.
Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá,
í ráðgátu,
en þá munum vér sjá augliti til auglitis.
Nú er þekking mín í molum,
en þá mun ég gjörþekkja,
eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.

En nú varir trú, von og kærleikur,
þetta þrennt,
en þeirra er kærleikurinn mestur.
(I. Korintubréf 13. kafli)

Af náð eruð þér hólpnir orðnir.
Guð hefur uppvakið oss í Kristi Jesú
og búið oss stað í himinhæðum með honum.
Þannig vildi hann á komandi öldum
sýna hinn yfirgnæfandi ríkdóm náðar sinnar
með gæsku sinni við oss í Kristi Jesú.

Því að af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú.
Þetta er ekki yður að þakka.
Það er Guðs gjöf.
Ekki byggt á verkum,
enginn skal geta miklast af því
.
(Efesusbréfið 2:6-9)

Drottinn er góður og vill okkur aðeins það besta, Hann elskar okkur á þann veg sem við getum aldrei almennilega skilið - ást hans er það mikil, ást hans byggist ekki á því hve mikið við gerum heldur eingöngu fyrir þann part að við erum börnin hans, við tilheyrum honum - við þurfum ekki að áorka einu né neinu til að eignast þann hlut - aðeins að játa það að jesús er kristur frelsarinn okkar - í dag er aðfangadagur jóla, og sú hugsun sem ríkir mest í hjarta mínu og huga er hvað ég er þakklátur fyrir Guð - hann á ævarandi ást og fyrirgefningu og hann leiðir okkur á réttu staðina sama hve langan tíma það tekur, hann á nefnilega eitthvað sem okkur mannfólkið skortir stundum, þolinmæðina og endalaust mikið af henni - hleypum kærleikanum og fyrirgefningunni fram njótum þess að lifa og gefa og taka á móti kærleika.

Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur friðar jól



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Amen elska þig ástin mín þetta verða bestu jól allra tíma því þau verða með þér

?¸¸.•*¨*•♫♪ Guð ♪♫•*¨*•.¸¸? gefi ♪♫•*¨*•.¸¸? þér♪♫•*¨*•.¸¸? ástin mín ♪♫•*¨*•.¸¸? gleðilega ♪♫•*¨*•.¸¸? Fæðingarhátíð Frelsarans ♪♫•*¨*•.¸¸?

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 24.12.2009 kl. 10:35

2 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

ást+knús+ég+þú+börnin samasem dásamlegur tími

Ragnar Birkir Bjarkarson, 24.12.2009 kl. 10:37

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Gleðilega hátíð :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 24.12.2009 kl. 13:27

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Guð gefi ykkur gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þakka samfylgdina á árinu.

Flottur pistill. Flott að koma með Guðsorðið á bloggið.

Guð blessi ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband