vissi ekki að hún væri ólétt??

Mér finnst þetta alveg merkilegt hvað maður les orðið margar svona fréttir á ári - um konur sem eru búnar að ganga heila meðgöngu og héldu bara að þær væru með kviðverki, búnar að fitna svona mikið og einhverjar álíka afsakanir - þetta er kannski út úr kú spurning en hvernig er hægt að vita ekki af barninu í 9 mánuði og hvað þá þegar barnið byrjar að sparka og allt sem það gerir inni í maganum á konunni - ég verð alltaf jafn hissa á svona fréttum - því allar þær konur sem ég hef þekkt og verið óléttar hafa stöðugt talað um tilfinninguna sem barnið gefi og hve gott sé að finna fyrir því og ef eitthvað er verið frekar taugaveiklaðar ef að það kom tími sem þær fundu ekki eitthvað - einhver í ykkar lífi sem hefur upplifað svona aðstæður? 
mbl.is Handtekin eftir að hafa fætt barn á salerni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

þetta er alþekkt fyrirbæri, fylgjan er þá oftast framstæð svo þú finnur ekki eins mikið fyrir hreyfingum barnsins, og ef maður gerir sér ekki grein fyrir því að maður er óléttur þá finnur maður yfirleitt bara eins og lofbólur eða e.h, til eru margar hér á landi sem lenda í þessu en algengast er að það séu unglingsstelpur, sem gera sér enga grein fyrir einkennum þungunar, þó vitum við um eina sem var nýbúinn í magahjáveituaðgerð, hélt hún væri komin úr barneign, fann samt alltaf e,h skrítið eins og loftbólur og hreinlega eins og maginn færi í hnút hún var undir stöðugu eftirliti lækna samt vissi enginn að hún væri ófrísk fyrr en hún átti barnið inn á klósetti hjá sér eftir að hafa hlaupið á klósettið með þvílíka kviðverki :)

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 29.12.2009 kl. 09:23

2 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

jámms það er rétt - finnst þetta samt vera eitthvað svo einkennilegt - heilt líf inni í þér og þú finnur ekkert??? hvernig má það vera

Ragnar Birkir Bjarkarson, 29.12.2009 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband