Lát ekki hugfallast

 

 

 

Jesús sagði:
Ég er upprisan og lífið.
Sá sem trúir á mig,
mun lifa, þótt hann deyi.
Og hver sem lifir og trúir á mig,
mun aldrei að eilífu deyja.
(Jóhannes 11:25-26)


Dauðinn er uppsvelgdur í sigur.
Dauði, hvar er sigur þinn?
Dauði, hvar er broddur þinn?

Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn
fyrir Drottin vorn Jesú Krist!

Þess vegna, mínir elskuðu bræður,
verið staðfastir, óbifanlegir,
síauðugir í verki Drottins.
Þér vitið að erfiði yðar er ekki árangurslaust
í Drottni.
(Úr I. Korintubréfi 15. kafla)


Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra.
Og dauðinn mun ekki framar til vera,
hvorki harmur né vein né kvöl er framar til.
Hið fyrra er farið.
(Opinberunarbókin 21:4)


Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(Davíðssálmur 23)

Sálmarnir 27:14
Já, vona á Drottin, ver öruggur og hugrakkur, vona á Drottin.

 

Rómverjabréfið 8:38-39
Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt né nokkuð annað skapað muni geta gert okkur viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vorum.

jósúa 1:9

9Hef ég ekki boðið þér að vera djarfur og hughraustur? Óttastu ekki og láttu ekki hugfallast því að Drottinn, Guð þinn, er með þér hvert sem þú ferð.“

 

Jeremía 17:7-8
Blessaður er sá maður sem treystir Drottni, Drottinn er athvarf hans. Hann er sem tré, gróðursett við vatn og teygir rætur sínar að læknum, það óttast ekki að sumarhitinn komi því að lauf þess er sígrænt. Það er áhyggjulaust í þurru árferði, ber ávöxt án afláts.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 00:23

2 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

:) knús yfir til þín Birna og megi Drottinn gefa þér gæfuríka dag

Ragnar Birkir Bjarkarson, 3.2.2010 kl. 07:24

3 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Amen við þessu

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 4.2.2010 kl. 05:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband