Úlfastelpan Supatra

„Úlfastelpan“ Supatra kemst í metabækurnar

10:00 › 2. mars 2011
Supatra spjallar við skólasystur sínar. Hún er nú komin í Heimsmetabók Guinness sem loðnasta stúlka veraldar.

Supatra spjallar við skólasystur sínar. Hún er nú komin í Heimsmetabók Guinness sem loðnasta stúlka veraldar.


  • Supatra ásamt fjölskyldu sinni. Hún er ein af 50 manneskjum í heiminum sem þjást af Ambras-heilkenninu.

    Supatra ásamt fjölskyldu sinni. Hún er ein af 50 manneskjum í heiminum sem þjást af Ambras-heilkenninu.

  • Supatra í klippingu.

    Supatra í klippingu.

Fara í myndagallerý →

Supatra Sasuphan er aðeins ellefu ára gömul en hún er komin í Heimsmetabók Guinness. Hún er loðnasta stúlka veraldar.
Og taílenska stelpan hún er hæstánægð með það.

Eftir að hún komst í bókina er hún orðin nokkuð þekkt á sínum heimaslóðum og nú þegar hún er orðin stjarna þá hafa hlutirnir snúist henni í hag.

Skólafélagar hennar uppnefndu hana úlfastelpan áður en Heimsmetabók Guinness bankaði upp á og sæmdi hana titlinum. Nú er hún hins vegar orðin vinsæl.

„Það gleður mig mjög að vera í Heimsmetabókinni. Það eina sem ég þurfti að gera var að svara nokkrum spurningum og ég hreppti titilinn,“ segir Supatra sem er ein af aðeins 50 manneskjum í heiminum sem vitað er að þjáist af svokölluðu Ambras-heilkenni sem veldur óeðlilega miklum hárvexti á andliti og líkama.

„Mér var strítt, ég kölluð apafés og hvaðeina en núna stríðir mér enginn lengur.“

Hún viðurkennir að þegar hárið verður of sítt fer það í augun á henni og þá er erfitt að sjá. Læknar hafa reynt að stöðva hárvöxtinn með leysimeðferð en það hafði ítið að segja.

Daily Mail segir frá því að þegar móðir Supötru kom með hana heim af fæðingadeildinni hafi nágrannar hennar spurt hvaða synd hún hefði drýgt til að eignast barn sem þetta. Foreldrar hennar óttuðust að dóttir þeirra myndi mæta slíku mótlæti í framtíðinni en önnur var raunin. Supatra sé svo indæl stúlka að hún vinni hug og hjörtu allra sem kynnast henni.

„Ég vona samt að það verði einhvern tíma hægt að lækna hana,“ segir móðirin.


tekið af dv.is

erum við að fitna inn í nýja tíma ??

Of mikil húshitun gerir fólk feitara

22:45 › 29. janúar 2011

Það getur verið notalegt að hækka aðeins hitann innandyra á veturna en vísindamenn segja að það geri það að verkum að við fitnum. Ef hitastigið er hinsvegar lækkað innandyra þá getur það orsakað meiri brennslu.

Þegar mannfólkinu er kalt skelfur það sem eru ósálfráð viðbrögð. Við það skreppa vöðvar saman til þess að framkalla hita, sem gerir það að verkum að við brennum hitaeiningum í kjölfarið.

Menn þurfa þó ekki að drepast úr kulda til þess að ná fram þessum áhrifum. Nægjanlegt er að hafa fremur svalt innandyra til þess að auka brennsluna. Tengist þetta brúnni fitu sem er fituvefur sem myndaður er af brúnleitum stoðvef og frumum sem hafa að geyma örsmáa fitudropa. Brún fita geymir mikinn hitaeiningafjölda og getur stuðlað að mikilli fitubrennslu en til þess að virkja hana þarf kulda.

Þetta segja breskir vísindamenn sem telja að of mikill hiti innandyra sé að auka offitu á meðal manna. Bresku vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni birtu grein í tímaritinu Obesity Reviews. „Það sem er eftirtektaverðast er að fólk kyndir allt heimili sitt. Áður fyrr kynti fólk aðeins stofuna en ekki svefnherbergin. Nú er allt kynt og þarf því fólk ekki lengur að aðlagast hitabreytingum,“ segir Fiona Johnson, sem fer fyrir hópi vísindamanna sem stóðu að rannsókninni.

Það er heldur ekki ábætandi að hennar mati að fólk ferðast í upphituðum bílum, í stað þess að ganga, og að börn eyði minni tíma í að leika sér utandyra.

Þetta er sagt hafa áhrif á magn brúnnar fitu sem fólk geymir í líkamanum. „Ef þér verður ekki kalt missir þú brúnu fituna og það hefur áhrif á brennslu líkamans, en þú getur fengið brúnu fituna aftur,“ segir Fiona Johnson.

„Við erum öll með nokkuð mikið magn af brúnni fitu þegar við erum börn. Sú fita minnkar eftir því sem við eldumst. En ef við þörfnumst hennar vegna mikils kulda þá framleiðir líkaminn meira af henni,“ segir Johnson.

Hún tekur þó fram að ekki er einungis hitastigi að kenna að fólk verður of feitt heldur er meginorsök þess ofát og hreyfingarleysi. Einnig er tekið fram að sú brennsla sem myndast við kulda getur einungis gagnast fólki við þyngdarstjórnun sé þessari aðferð beitt yfir langvarandi tímabil.


grein tekin af dv.is
erum við ekki ávallt með þessar pælingar og að velta okkur upp úr því af hverju fitnar þessi en ekki hinn? erum við að fitna meira en áður fyrr - er eitthvað hægt að gera - mér allavega fannst þetta svolítið áhugavert til þess að deila þessu
over and out

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband