14.9.2010 | 17:48
Þar sem Sveppi er þar er gleði
Það getur bara ekki klikkað á að hafa hann Sveppa með í för - strákurinn minn talar liggur við ekki um annað en hann og það var mikið reynt að lokka mann á myndina - honum tókst að plata ömmu sína og afa með sér svo ég verð að bíða ögn lengur eftir að horfa á myndina sjálfur - við eigum og hef ég horft á fyrri myndina og er hún mjög skemmtileg - einnig er eintóm gleði þegar horft er á Sveppa sama í hverju það er - strákurinn minn er dolfallinn yfir Ameríska draumnum jafnvel þó hann skilji ekki oft á tíðum bofs hvað þeir eru að gera - það er nóg að hann Sveppi vinur hans er þarna mitt á milli að fíflast.
![]() |
Bíólistinn: Sveppi og félagar fóru beint á toppinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2010 | 15:18
hve lengi dugar það til?????
hef mikið heyrt um að þetta sé eins og að pissa út í loftið - talað er um að Herjólfur sé of stór fyrir þessa höfn - er þá ekki bara tímaspursmál hvenær þarf nýjan bát sem hentar þessarri höfn? Og safnast ekki alltaf aftur inn í þessa höfn? - þarf þá ekki reglulega að senda skipið í Þorlákshöfn og að hefja nýja dælingu úr höfninni - mun fólk þá einnig ekki geta dvalið í öllum kojunum sem skipið býður upp á en má ekki nota vegna leyfisleysis - í dag má einungis nota um 6 kojur - mín upplifun af þessu er að Eimskip hafi ekki hugsað alveg til enda þetta flotta dæmi sitt
Ég veit bara að fyrir mitt leyti er að þau skipti sem að ég hef ferðast með Herjólfi er að ég er mjög sjóveik manneskja og það myndi flæða mikil æla um gólf vegna mín ef fengi ég ekki kojuna mína. Fyrir utan þá staðreynd að Eimskip hlýtur að vera að tapa peningum með því að mega ekki leigja út kojur sem að ég myndi telja að ágætar tekjur hafi komið til skipsins vegna. Að gefa út yfirlýsingu um að það vanti leyfi er hálf út í hött að mínu mati - hver sér um að halda utan slíkt? Er þá ekki einhver að gleyma að sinna vinnunni sinni og þar að leiðandi tapar fyrirtækið peningum. Ég hef ekki ferðast með Herjólfi síðan leiðunum var breytt en ef að óvissa er hvaðan má sigla hverju sinni og að hafa skip sem ekki næg reynsla er af í þessarri flottu höfn myndi maður halda að þeir myndu haldi í leyfin sín - ef ske kynni að þeir þyrftu að nota Þorlákshafnarhöfn - því þá er leiðin til Eyja aftur orðin ca 3 tímar og margir sem höndla ekki að fá ekki blessuðu kojuna sína.
![]() |
Dýpkun ætti að ganga vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.9.2010 | 13:32
vika 28
Vika 28
- Barnið hefur nú náð um það bil þriðja hluta af væntanlegri fæðingarþyngd.
- Það vegur u.þ.b. 1150 gr og mælist 25 sm í sethæð.
- Fætur mælast nú næstum 5,5 sm.
- Hárin á höfðinu eru orðin hlutfallslega löng.
- Barnatennurnar undir gómnum eru myndaðar.
- Nú hefst síðasti þriðjungu meðgöngunnar og það markar ákveðin þáttaskil. Hjá hluta kvenna fer róðurinn að þyngjast og ýmis vandamál sem tengjast vaxandi fyrirferð og þunga geta gert vart við sig. Lífsstíll hinnar verðandi móður skiptir þar sköpum.

Lungun nálgast nú fullan þroska. Hreyfing öndunarfæra eru nú í takt og spila vel saman. Ef barnið er karlkyns færast eistu niður í pung. Barnið er nú 35 cm langt og 1,15 kg - sem þýðir að óðum styttist í litlu stelpuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2010 | 12:21
almenningur á ekki að borga
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fór ekki dult með þá skoðun sína, í viðtali við kínverska blaðið Global Times, að almenningur á Íslandi ætti ekki að borga brúsann fyrir Icesave-reikninga Landsbankans.
Fólk sem leggur peninga sína inn í einkabanka verður að átta sig á því að þetta er einkabanki. Þetta er ekki ríkisbanki. Og Evrópufyrirkomulagið um einkabanka er byggt á þeirri meginreglu að ríkisábyrgð sé ekki fyrir hendi," er haft eftir honum í viðtalinu.
Ólafur Ragnar segir jafnframt að þegar vel gangi í þessum bönkum þá gangi gróðinn alfarið til eigenda og stjórnenda bankans.
Það er ósanngjarnt að krefja almenning á Íslandi, fólk sem býr í þorpum, landbúnaðarhéruðum eða sjávarútvegsbyggðum, kennara, hjúkrunarkonur, lækna og verksmiðjufólk, að greiða þessa reikninga ef bankarnir bregðast. Þetta fólk fékk engan hagnað frá bönkunum. Það er ekki skynsamlegt kerfi," segir Ólafur.
Samningaviðræður íslenskra stjórnvalda við Hollendinga og Breta um Icesave-málið hafa gengið afar hægt síðan lögum um samning var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í byrjun mars, sem efnt var til í kjölfar þess að Ólafur Ragnar neitaði að undirrita þau lög.- gb
grein tekin af visir.is
http://visir.is/almenningur-a-ekki-ad-borga/article/2010785972862
hann er ekki fullkominn og ég hef ekki allltaf verið sáttur við hann en ég verð að viðurkenna að ég er soldið stoltur af honum í dag - ánægður að við eigum forseta sem þorði að neita
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2010 | 17:16
talandi um að drulla yfir fólkið


![]() |
Hellti eigin saur yfir gesti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2010 | 15:48
vika 27
Vika 27
- Hið ófædda barn mælist nú 24 sm og vegur um 1 kg.
- Höfuðið orðið 7 sm í þvermál.
- Ef hinir verðandi foreldrar vilja fara á foreldrafræðslunámskeið er tímabært að huga að því. Ræddu málið við ljósmóðirna þína og hún getur leiðbeint þér um hvert þú getur leitað.
Barnið fer að samsvara sér vel og líkist nýfæddu barni. Það er búið að koma sér upp sínu eigin svefnmynstri. Barnið nær stjórn á eigin líkamshita, hvít fita hleðst upp undir húðinni. Barnið getur fundið lykt og greint birtu í gegnum augnlokin. Í lok 28. viku byrja augun að opnast. Í lok 28. viku er barnið um 28 sm að lengd og vegur 1,5 kíló.
7.desember er Jóna sett á að fæða dóttur okkar - fengum að vita kynið - héldum að það yrði strákur en við höfðum rangt fyrir okkur - mér hlakkar samt til að eignast aðra stelpu - þær eru yndislegar ég bið bara Guð um að gefa mér aðeins rólegri stelpu - en ég verð hamingjusamur með það sem kemur - enda ekki annað hægt að biðja um en tíu fingur og tíu tær og svo sýnir lífið manni bara persónuleika nýju stúlkunnar - ég á fyrir Guðmund Gabríel 7 ára stjúpson og svo Atalíu Von sem er 19 mánaða orkubolti sem ég stundum upplifi að sé á við 3 börn - hún bara er alltaf að - en ég myndi ekki vilja hafa hana neitt öðruvísi - hún er alger sólargeisli inn í líf allra sem kynnast henni - Guðmundur er það að sjálfsögðu lika. - við erum að klára viku 27 á þessari meðgöngu - og ég verð að segja að þessi meðganga er allt önnur upplifun - tíminn hefur bara þotið áfram - annað var á teningnum þegar meðganga Atalíu Vonar var í gangi en þá fannst mér vikur vera sem mánuðir og tíminn aldrei ætla að líða - en núna þá virðist hann þjóta áfram eins og enginn sé morgundagurinn.
hef mikið pælt í einu - ætli við karlmennirnir verðum ,,óléttir" með konunni - hver er ykkar upplifun sem gegnið hafa í gegnum meðgöngu - varð karlmaðurinn eitthvað breyttur í gegnum Þennan tíma?
Ég upplifði marga skrýtna hluti fyrstu meðgönguna sem maður hló bara að eins og ég hef aldrei verið eitthvað í snakkerí skapi á næturnar manneskja en þarna var ég farin að vakna til að borða hrökk kex á næturnar með einhverjum fáránlegum áleggjum - ekkert eitthvað drastíkt en upplifunin fyrir mér fannst mér ég vera orðinn eitthvað skrýtinn - kannski vantaði mér bara járn eða einhver vítamín eða var einfaldlega svangur en margir vilja trúa að karlinn verði óléttur með konunni - andlega talað þá að sjálfsögðu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2010 | 11:53
Barn skilið eftir í ruslatunnu

![]() |
Fundu barn í ruslakörfu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.9.2010 | 10:24
Kirkjan sem hvarf þegar uppistöðulón virkjunar flæddi og ræninginn sem breyttist í skópar
Í flipanum skrýtið á Dv.is sem ég hafði aldrei tekið eftir áður eru margar forvitnilegar greinar eins og þær sem ég læt fylgja með hér fyrir neðan - þær svona vöktu mestu furðu mína
Uppistöðulón virkjunar flæddi yfir sveitirnar fyrir 25 árum og sökkti þorpinu Potosí. Íbúar þessa venesúelska þorps fluttu til annarra bæjar. Þeir voru furðu lostnir fyrr á þessu ári þegar skæðir þurrkar gerðu að verkum að uppistöðulónið hvarf og kirkjan og rústir þorpsins birtust allt í einu, líkt og gamlir draugar.
http://www.dv.is/skrytid/2010/8/30/kirkjan-sem-hvarf-og-birtist-aftur/
er búin að vera lesa margar skrýtnar greinar á dv.is eins og þessa og um ræningjann sem breyttist í skópar
http://www.dv.is/skrytid/2010/8/24/raeninginn-sem-breyttist-i-sko/
Hestaþjófurinn og skúrkurinn Big Nose George, á myndinni til hægri, myrti tvo laganna verði árið 1878 í ringulreið landnemaáranna í Villta vestrinu. Nokkrum árum síðar hafði hann breyst í myndarlegt skópar sem ungur og efnilegur læknir gekk í við hátíðleg tækifæri. Við vörum börn og viðkvæma við myndunum sem fylgja greininni.
Í þessarri grein kemur einnig fram upplýsingar um Lillian Heath sem var t.a.m fyrsti kvenlæknir Ameríku - spurning hvort að þættirnir Medicine woman séu byggðir upp af henni??
margt áhugavert og einkennilegt á Dv.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)