18.10.2010 | 14:16
Hvað gerist þegar fólk sem er ekki trúað deyr?
Ég er mikið búinn að vera að pæla í þessu - fólk sem sagt hefur sig úr þjóðkirkjunni, fólk sem trúir ekki og aðrir hópar af fólki - segjum sem svo að það myndi deyja í dag, hvað verður um þetta fólk - t.d jarðarfararlega séð, er það jarðað bara í kirkjugarðinum eins og allir - eða flokkast kirkjugarður bara sem samfélagslegur þáttur en ekki trúarlegur?? koma prestar við sögu og ef svo er - væri það ekki hálf á skjön þar sem það hefur sagt sig úr öllu trúarlegu og væri þá á skjön við lífsskoðanir þessa einstaklinga? Eða talar sýslumaður yfir kistunni? Væri þá ekki fjölskylda viðkomandi að brjóta því sem þessi persóna trúði á eða trúði ekki á.
Og hvað ef þú tilheyrir eins og Búdda trúarfélagi eða Ásatrúarfélagi - hvernig gengi það fyrir sig?
Bara smápæling viðurkenni að ég er ekki með mikla vitneskju um akkúrat þetta dæmi
Sálmarnir 103:1-2
Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans.
Guð gefi ykkur góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)