Konur Biblíunnar

immanuel

Ég ætla blogga smá um uppáhaldskonurnar mínar í Biblíunni - við heyrum oftast talað um menninna í biblíunni og styrkleika og raunir þeirra - en hvað með allar konurnar og styrk og trú þeirra

                    María Mey

Matteusarguðspjallið: 1kafli vers 18-25

Fæðing Jesú 18Fæðing Jesú Krists varð á þennan hátt: María, móðir hans, var föstnuð Jósef. En áður en þau komu saman reyndist hún þunguð af heilögum anda. 19Jósef, festarmaður hennar, sem var valmenni,[1]Orðrétt: réttlátur   vildi ekki gera henni opinbera minnkun og hugðist skilja við hana í kyrrþey. 20Hann hafði ráðið þetta með sér en þá vitraðist honum engill Drottins í draumi og sagði: „Jósef, sonur Davíðs, óttast þú ekki að taka til þín Maríu, heitkonu þína. Barnið, sem hún gengur með, er af heilögum anda. 21Hún mun son ala og hann skaltu láta heita Jesú því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum hans."
22Allt varð þetta til þess að rætast skyldi það sem Drottinn lét spámanninn boða: 23„Sjá, yngismær mun þunguð verða og fæða son og lætur hann heita Immanúel," það þýðir: Guð með oss.
24Þegar Jósef vaknaði gerði hann eins og engill Drottins hafði boðið honum og tók konu sína til sín. 25Hann kenndi hennar ekki fyrr en hún hafði alið son. Og hann gaf honum nafnið JESÚS.

Hér er frásögn af fæðingu Jesú úr Matteusarguðspjallinu - pæling mín er sú að á þessum tíma og á þessum stað var þetta talið brot á samning/sambandi - sem enn er hægt að heimfæra á daginn í dag - valmenni er ritað að Jósef var sem ég myndi þýða og skilja sem að hann hafi verið mjög vandaður einstaklingur og réttlátur - hann tók þá ákvörðun innra með sér að skilja við Maríu í kyrrþey svo hún fengi sem minnstu skömm mögulega - því barn utan hjónabands var náttúrulega ekki vel litið á þessum tíma og hvað þá á þessum stað - við lesum reyndar enn þann dag í dag í blöðunum um konur sem gripnar hafi verið við hjúskaparbrot að þær hljóta hrikalega dóma, grýttar til dauða, 99 svipuhögg og annaðslíkt - þannig að við getum rétt ímyndað okkur aðstæður sem hennar.  Sem fær mig til að hugsa hve trú Maríu hafi verið sterk - mér finnst svo oft talað um menn trúarinnar en hvað um konurnar - oft á tíðum eru þær sterkastar á andlega sviðinu og standa óbifanlegar því þær trúa sem er að treysta, að Guð mun svara og að Guð hefur talað til þeirra. Ég hef miklar mætur á Maríu og mér finnst gaman að pæla svona aðeins í persónunni - ég get rétt ímyndað mér að það hefur örugglega ekki verið eitthvað það auðveldasta að vita að barnið þitt sé frelsarinn sjálfur - bara vitandi það - ábyrgðin fyrir allt mannkynið að ala nú barnið rétt upp - passa vel upp á það ásamt öllum hlutum sem fylgir uppeldi á barni - því hún hefur líka þurft að treysta á að Guð myndi sjá þeim fyrir því sem þau þyrftu fyrir uppeldið á Jesú Kristi. Ekki bara veraldlega séð heldur einnig andlega séð. Þetta er stórt hlutverk sem hún fær - hvernig hefðum við staðið undir þessu???      mary_baby_jesusTil Egyptalands 13Þegar vitringarnir voru farnir þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og flý til Egyptalands. Þar skaltu vera uns ég segi þér því að Heródes mun leita barnsins til að fyrirfara því."
14Jósef vaknaði, tók barnið og móður þess um nóttina og fór til Egyptalands. 15Þar dvöldust þau þangað til Heródes var allur. Það átti að rætast sem Drottinn lét spámanninn segja: „Frá Egyptalandi kallaði ég son minn."
16Þá sá Heródes að vitringarnir höfðu gabbað hann og varð afar reiður, sendi menn og lét myrða öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni hennar, tvævetur og yngri en það svaraði þeim tíma er hann hafði komist að hjá vitringunum.
17Nú rættist það sem Jeremía spámaður hafði sagt fyrir um:
18Rödd heyrist í Rama,
harmakvein, beiskur grátur.
Rakel grætur börnin sín,
hún vill ekki huggast láta,
því að þau eru ekki framar lífs.


Heim aftur 19Þegar Heródes var dáinn þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi í Egyptalandi 20og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og far til Ísraelslands. Nú eru þeir dánir sem sátu um líf barnsins." 21Jósef tók sig upp og fór til Ísraelslands með barnið og móður þess.
22En þá er hann heyrði að Arkelás réð ríkjum í Júdeu í stað Heródesar, föður síns, óttaðist hann að fara þangað og hélt til Galíleubyggða eftir bendingu í draumi. 23Þar settist hann að í borg sem heitir Nasaret en það átti að rætast sem spámennirnir sögðu fyrir um: „Nasarei skal hann kallast."

Enn og aftur erum við komin í ábyrgðarhlutverkið sem þau þurftu að kljást við  - okkur nútíma foreldrum finnst nógu mikil ábyrgð fólgin í því að ala börnin okkar upp til að verða heilsteypt og gott fólk, að þau komist til ára sinna án skaða af umhverfinu, að þau lendi ekki í einelti eða einhverju verra, að passa upp á að gefa þeim það sem þau þurfa mat, húsaskjól, umhyggju og tíma - að ímynda sér, að reyna að taka sig tilbaka á þann tíma er þau lifðu með frelsarann sem barn sitt - passandi upp á að það yrði ekki myrt - að þau yrðu ekki myrt - að fara leynt um - geta ekki búið í landinu sínu - þetta krefst mikillar trúar - lifandi þessu lífi og fallast ekki hendur.Gospel_grunge1024x768

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Rut & Naomí

 

 Eins er önnur kona í Biblíunni sem heillar mig mikið og það er hún Rut, en ég álít hana hafa verið afskaplega trúfasta konu en hún var gift  syni Naomí.

1 kafli vers 16-17

16En Rut svaraði: „Reyndu ekki að telja mig á að yfirgefa þig og hverfa frá þér því að hvert sem þú ferð þangað fer ég, og hvar sem þú náttar þar nátta ég. Þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð. 17Þar sem þú deyrð þar dey ég og þar vil ég verða grafin. Drottinn gjaldi mér nú og framvegis ef annað en dauðinn aðskilur okkur.“

hér sýnir  Rut að hún kýs að vera trúföst og fylgir Naomí þangað sem hún mun fara (sem var Betlehem)

2kafli vers 11-12

11Bóas svaraði: „Mér hefur verið sagt allt um það hvernig þér fórst við tengdamóður þína eftir dauða manns þíns, að þú yfirgafst föður þinn og móður og ættland þitt og fórst til þjóðar sem þú hafðir aldrei áður kynnst. 12Drottinn, Guð Ísraels, launi þér verk þitt til fullnustu fyrst að þú ert komin til að leita verndar undir vængjum hans.“

Bóas kemur við sögu í Rutarbók og verður mikill velunnarri Rutar og Naomí og sér þeim fyrir þörfum þeirra á mat og fer fram á við vinnufólk sitt að vera ekki leiðinlegt við hana og skilja meira af fræum og hveitikorn eftir á jörðunni fyrir hana til að safna sér og tengdamóður sinni til fæðu - hann er í raun miskunnsamur samverji - Rut fer svolítið alla leið með Bóas og fer fram á að hann verði lausnarmaður sinn - sem og hann verður og þau giftast og eignast soninn Óbeð - meira er hægt að lesa um hinar ýmsu spurningar um Rut,Naomí og Bóas hér:

http://www.nltstudybible.com/blog/2008/07/ruth-behind-harvesters-ruth-4.html

þannig að Rut var mjög trúföst og sterk kona sem stóð fast á því sem hún trúði og þeim Guði sem hún tilheyrði

 

Naomí tengdamóðir Rutarvar líka trúföst jafnvel þó hún upplifði ýmsa hluti innra með sér:

 

Ruth_(NLT)

Rutarbók 1kafli vers 20-21

20En hún svaraði: „Kallið mig ekki Naomí, kallið mig Mara[1]

  því að Hinn almáttugi hefur búið mér beiska harma. 21Rík fór ég héðan en tómhenta hefur Drottinn sent mig heim. Hvers vegna kallið þið mig Naomí úr því að Drottinn hefur niðurlægt mig og Hinn almáttugi hrellt mig?“

Naomí þrátt fyrir allt fylgir Guði og upplifir seinna meir elsku Drottins er þú lest bók Rutar

Ruth+and+Naomi

 

 

 

Rutarbók 4kafli vers 14-15

14 Þá sögðu konurnar við Naomí: "Lofaður sé Drottinn, sem eigi hefir látið þig bresta lausnarmann í dag, svo að nafn hans mun nefnt verða í Ísrael.
15 Hann mun verða huggun þín og ellistoð, því að tengdadóttir þín, sem elskar þig, hefir alið hann, hún, sem er þér betri en sjö synir." 

 

 

 

 

 

 

 

 Rutarbók er falleg tilfinningasaga á milli tveggja kvenna. Að mínu leyti er sagan reynslusaga af því að treysta að Guð hefur alla hluti í lófa sér, allt sér hann um. Þetta er einnig hálfgerð ættarsaga því að Rut og Bóas eignast Óbeð sem eignast soninn Ísaí sem er faðir Davíðs konungs.  Þetta er bók sem er sögufærð, um sorgir og gleði fjölskyldu.                                                                                                                                      Ester      art_tt_esther1_101306Ester er yndisleg fyrirmynd af “Brúði Krists” í dag. (Efesusbréfið 5:23-32, Opinberunarbókin 12). Hún hefur yndi  af brúðar-nándinni í tilbeiðslu til konungsins. Hún hefur Gyðinglegar rætur, en enginn veit það. Jafnvel þó hún reyni að komast hjá því, þá festist hún í hræðilegum þrengingum tengdum Gyðingunum. Hún stendur frammi fyrir spámannlegri áskorun þar sem hennar eigin örlög og forréttindi sem Brúður er aðallega í þeim tilgangi að miðla málum varðandi frelsun Ísraels (Esterarbók 4:14, Rómverjabréfið 11:11-15).

Jafnvel þó þessi köllun, að hætta lífi sínu til að miðla málum Gyðinganna, sé henni áfall, þá ákveður hún að sætta sig við þessa spámannlegu áætlun. Það er fyrir hennar fegurð, náð, bæn og föstu, sem hörmung er snúið uppí sigur og konungsríkið frelsað til hinna heilögu. (Margir sem þekkja Brúðar-nándina við Krist eru kallaðir sem Endatíma-Esterar í dag).

tekið af : 

http://revive-israel.org/icelandic_articles/2009/03-08-esther_iran_end_times.html


Falleg saga á ensku - The world is full of people who need someone who understands

The world is full of people who need someone who understands

A farmer had some puppies he needed to sell. He painted a sign advertising the pups and set about Nailing it to a post on the edge of his yard. As he was driving the last nail into the post, he Felt a tug on his overalls. He looked down into the Eyes of a little boy.
Mister,” he said, “I want to buy one of your puppies.”
“Well,” said the farmer, as he rubbed the sweat off the back of his neck, “these puppies come from fine parents and cost a good deal of money.”

The boy dropped his head for a moment. Then reaching deep into his pocket, he pulled out a handful of change and held it up to the farmer. “I’ve got thirty-nine cents. Is that enough to take a look?”

“Sure,” said the farmer.

And with that he let out a whistle,”Here,Dolly!” he called.

Out from the doghouse and down the ramp ran Dolly followed by four little balls of fur. The little boy pressed his face against the chain link fence. His eyes danced with delight.

As the dogs made their way to the fence, the little boy noticed something else stirring inside the doghouse. Slowly another little ball appeared; this One noticeably smaller. Down the ramp it slid. Then in a somewhat awkward manner the little pup began hobbling toward the others, doing its best to catch up….

“I want that one,” the little boy said, pointing to the runt.

The farmer knelt down at the boy’s side and said, “Son, you don’t want that puppy. He will never be able to run and play with you like these other dogs would.”
With that the little boy stepped back from the fence, reached down, and began rolling up one leg of his trousers. In doing so he revealed a steel brace running down both sides of his leg attaching itself To a specially made shoe. Looking back up at the farmer, he said, “You see sir, I don’t run too well myself, and he will need Someone who understands.”

The world is full of people who need someone who understands. And that person is Jesus!!

cavity-dog-search-01

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

cute-puppy5

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

cute-puppy-dog2

 


trölladeigið góða - langt síðan maður hefur leikið sér með svoleiðis :) nokkrar kreppuhugmyndir til að létta lundina og styrkja andann okkar



Nú svo er auðvitað trölladeigið, sem er svo rammsalt að fæst börn fá sér aftur eftir að hafa bragðað á því einu sinni. Flestir hafa einhvern tíman búið þetta til, en það sakar ekki að rifja upp uppskriftina:
1 bolli vatn
1 bolli hveiti
1 bolli salt
1 msk matarolía
svo má bæta við matarlit, ef vill, hér á myndinni hefur líka verið sett smá glimmer með - ekki slæm hugmynd fyrir litlar prinsessur!
 
tekið af :http://obbosiblog.blogspot.com/2008/06/heimatilbi.html
 
 
ég fann líka rúmið sem mér langar í - þannig að ef ykkur langar að blessa mig með því þá tek ég sáttur á móti því - hversu draumkennt er þetta :)  þetta gefur endalust bros
 
6a00e54efd8db9883400e54f2a7a328833-800wi
 
mér finnst þetta mega töff - bara eins og maður sé úti í náttúrunni
 
 
Svo núna þar sem að fer að nálgast jólin og svo eru náttúrulega alltaf einhverjar veislur í gangi - þá er hér sniðug lausn sem ég sá líka á obbosí - heimatilbúnir merkimiðar - maður getur líka leikið sér að því að gera gjafapappírinn úr fréttablaðinu eða mogganum, kannski bara passa sig á að velja ekki minningargreina síðurnar LoL alltaf einhverjar leiðir til að spara í kreppunni Wink
 
6a00d8341c6a0853ef01053615dcc3970b-800wi
 
 
 
 
 
 
 
 
 
þetta er ótrúlega einfalt og maður gæti dúttlað við þetta yfir sjónvarpinu á kvöldin - þá gæti líka  hver einasti merkimiði verið persónulegur til hvers og eins í fjölskyldunni eða vinahópnum - þetta gæti líka verið góð leið til að tengja fjölskylduna saman - veit að 7 ára strákurinn minn mun fíla þetta í tætlur
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hvernig væri að stinga upp á að þau byggðu meistaraverk úr tannstönglum og kennaratyggjói, eins og KidsHaus stingur upp á? Kannski leynist lítill arkitekt eða verkfræðingur á þínu heimili!
 
http://obbosiblog.blogspot.com/search/label/G%C3%B3%C3%B0%20hugmynd
 
Sá líka þessa hugmynd - ég er að fara að eignast mitt þriðja barn, barn númer 2 er 20 mánaða og þar með finnst mér þetta hörkusniðug hugmynd - ég elska hugmyndir að leikföngum fyrir börn - sem þarf ekki að kosta mikið (því viðurkennum það - börn verða börn og þeim finnst gaman að brjóta dótið sitt - rífa bækurnar og eftir sitjum við foreldrarnir í bömmer yfir kostnaðnum á hlutunum) en ég elska líka ástæða 2 að leikföngin séu þroskandi og þetta er náttúrulega ekkert annað en þroskandi
 

Að læra stafina

Ég og strákurinn minn vorum að koma úr tveggja ára afmæli hjá syni vinkonu minnar. Það var auðvitað ofsalega spennandi að fá að skoða dótið hans og ég sat inni í barnaherbergi með þeim tveimur guttum í smástund. Afmælisbarnið átti kassa fullan af eins konar gúmmíbókstöfum og rétti mér stoltur einn og sagði Ká! Og viti menn, það var einmitt stafurinn K sem hann hafði rétt mér. Ég fór að sýna honum aðra stafi og spyrja hvað þeir hétu, og alltaf kom hann með réttan staf. Mér fannst þetta alveg stórkostlegt og um leið og minn litli var sofnaður settist ég við tölvuna til að sjá hvar ég gæti fengið svona. Mér tókst nú ekki að finna þá í neinni íslenskri búð, en ég er nú viss um að þeir fáist í flestum leikfangaverslunum og jafnvel bókaverslunum. Ég fann þessa á myndinni hér fyrir ofan á Amazon, en ég ætla nú að fara á stúfana bráðum og leita að þessu hér heima. Það er svo yndislegt að sjá hvernig augun barnanna okkar ljóma þegar þau vita að þau hafa lært eitthvað - og ókei, ég skal viðurkenna það, ég er keppnismamma

 http://obbosiblog.blogspot.com/search/label/G%C3%B3%C3%B0%20hugmynd
 
 
það sem mér dettur þó í hug er að maður getur skorið þetta bara út sjálfur í harðpappa og málað og litað eftir sínu höfði - eða sagað í við og svo málað - hver eftir sínu höfði
 
 
fyrir mömmurnar með allt sitt flotta glingur og tala nú ekki um töskurnar :)
 

Ekki Rúdólfur


Snagarnir eru úr krossvið sem er sprautulakkaður hvítur eða svartur. Settið er u.þ.b. 1 m á breidd.


Ekki Rúdólfur fæst á netinu hjá Birkilandi, Sirku og Rocket St George.
Einnig fæst hann í Epal, Kraum, Sirku, Póley og Þjóðminjasafninu.
 
http://obbosiblog.blogspot.com/search/label/Heimili
 
 
sem sé ef við leggjum hausinn í bleytu googlum smá og skoðum þá erum við komin með fullt af flottum hugmyndum fyrir heimilið sem þarf ekki að kosta morðfjár :)
 
Ragnar kveður sæll inn í föndurhelgina
 
fæ líka að sjá litlu bumbuprinsessuna mína í þrívíddarsónar á morgun - svo ég er einn stór spenningurWink
 
gleði & friður á ykkur öll og megi Drottinn blessa ykkur yfirgnæfandi mikið
 

Bloggfærslur 7. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband