trölladeigið góða - langt síðan maður hefur leikið sér með svoleiðis :) nokkrar kreppuhugmyndir til að létta lundina og styrkja andann okkar



Nú svo er auðvitað trölladeigið, sem er svo rammsalt að fæst börn fá sér aftur eftir að hafa bragðað á því einu sinni. Flestir hafa einhvern tíman búið þetta til, en það sakar ekki að rifja upp uppskriftina:
1 bolli vatn
1 bolli hveiti
1 bolli salt
1 msk matarolía
svo má bæta við matarlit, ef vill, hér á myndinni hefur líka verið sett smá glimmer með - ekki slæm hugmynd fyrir litlar prinsessur!
 
tekið af :http://obbosiblog.blogspot.com/2008/06/heimatilbi.html
 
 
ég fann líka rúmið sem mér langar í - þannig að ef ykkur langar að blessa mig með því þá tek ég sáttur á móti því - hversu draumkennt er þetta :)  þetta gefur endalust bros
 
6a00e54efd8db9883400e54f2a7a328833-800wi
 
mér finnst þetta mega töff - bara eins og maður sé úti í náttúrunni
 
 
Svo núna þar sem að fer að nálgast jólin og svo eru náttúrulega alltaf einhverjar veislur í gangi - þá er hér sniðug lausn sem ég sá líka á obbosí - heimatilbúnir merkimiðar - maður getur líka leikið sér að því að gera gjafapappírinn úr fréttablaðinu eða mogganum, kannski bara passa sig á að velja ekki minningargreina síðurnar LoL alltaf einhverjar leiðir til að spara í kreppunni Wink
 
6a00d8341c6a0853ef01053615dcc3970b-800wi
 
 
 
 
 
 
 
 
 
þetta er ótrúlega einfalt og maður gæti dúttlað við þetta yfir sjónvarpinu á kvöldin - þá gæti líka  hver einasti merkimiði verið persónulegur til hvers og eins í fjölskyldunni eða vinahópnum - þetta gæti líka verið góð leið til að tengja fjölskylduna saman - veit að 7 ára strákurinn minn mun fíla þetta í tætlur
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hvernig væri að stinga upp á að þau byggðu meistaraverk úr tannstönglum og kennaratyggjói, eins og KidsHaus stingur upp á? Kannski leynist lítill arkitekt eða verkfræðingur á þínu heimili!
 
http://obbosiblog.blogspot.com/search/label/G%C3%B3%C3%B0%20hugmynd
 
Sá líka þessa hugmynd - ég er að fara að eignast mitt þriðja barn, barn númer 2 er 20 mánaða og þar með finnst mér þetta hörkusniðug hugmynd - ég elska hugmyndir að leikföngum fyrir börn - sem þarf ekki að kosta mikið (því viðurkennum það - börn verða börn og þeim finnst gaman að brjóta dótið sitt - rífa bækurnar og eftir sitjum við foreldrarnir í bömmer yfir kostnaðnum á hlutunum) en ég elska líka ástæða 2 að leikföngin séu þroskandi og þetta er náttúrulega ekkert annað en þroskandi
 

Að læra stafina

Ég og strákurinn minn vorum að koma úr tveggja ára afmæli hjá syni vinkonu minnar. Það var auðvitað ofsalega spennandi að fá að skoða dótið hans og ég sat inni í barnaherbergi með þeim tveimur guttum í smástund. Afmælisbarnið átti kassa fullan af eins konar gúmmíbókstöfum og rétti mér stoltur einn og sagði Ká! Og viti menn, það var einmitt stafurinn K sem hann hafði rétt mér. Ég fór að sýna honum aðra stafi og spyrja hvað þeir hétu, og alltaf kom hann með réttan staf. Mér fannst þetta alveg stórkostlegt og um leið og minn litli var sofnaður settist ég við tölvuna til að sjá hvar ég gæti fengið svona. Mér tókst nú ekki að finna þá í neinni íslenskri búð, en ég er nú viss um að þeir fáist í flestum leikfangaverslunum og jafnvel bókaverslunum. Ég fann þessa á myndinni hér fyrir ofan á Amazon, en ég ætla nú að fara á stúfana bráðum og leita að þessu hér heima. Það er svo yndislegt að sjá hvernig augun barnanna okkar ljóma þegar þau vita að þau hafa lært eitthvað - og ókei, ég skal viðurkenna það, ég er keppnismamma

 http://obbosiblog.blogspot.com/search/label/G%C3%B3%C3%B0%20hugmynd
 
 
það sem mér dettur þó í hug er að maður getur skorið þetta bara út sjálfur í harðpappa og málað og litað eftir sínu höfði - eða sagað í við og svo málað - hver eftir sínu höfði
 
 
fyrir mömmurnar með allt sitt flotta glingur og tala nú ekki um töskurnar :)
 

Ekki Rúdólfur


Snagarnir eru úr krossvið sem er sprautulakkaður hvítur eða svartur. Settið er u.þ.b. 1 m á breidd.


Ekki Rúdólfur fæst á netinu hjá Birkilandi, Sirku og Rocket St George.
Einnig fæst hann í Epal, Kraum, Sirku, Póley og Þjóðminjasafninu.
 
http://obbosiblog.blogspot.com/search/label/Heimili
 
 
sem sé ef við leggjum hausinn í bleytu googlum smá og skoðum þá erum við komin með fullt af flottum hugmyndum fyrir heimilið sem þarf ekki að kosta morðfjár :)
 
Ragnar kveður sæll inn í föndurhelgina
 
fæ líka að sjá litlu bumbuprinsessuna mína í þrívíddarsónar á morgun - svo ég er einn stór spenningurWink
 
gleði & friður á ykkur öll og megi Drottinn blessa ykkur yfirgnæfandi mikið
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband