minning um móður

 

 

Mér langar að blogga smá til heiður móður minnar heitinnar, líkt og hjá flestum öðrum að þá var hún og verður alltaf í hjarta mínu ein af þeim mikilvægustu í mínu lífi.

Ég er annað barn móður minnar - hún eignaðist fjögur eitt dó 9 mánaða - það eru komin 12 ár síðan hún fór frá mér - okkur öllum - síðan hún dó úr krabbameini //fyrstu árin voru mér erfiðust því mér langaði ekki að hún færi - ég varð reiður, sár, bitur og missti allt það litla tak  á lífinu sem ég hafði átt - það tók mig mörg ár að komast á réttan kjöl - en ég er hér og ég er sterkur og ég á vonina og náðina í Jesú kristi frelsara mínum // hún er það öflugasta í lífi mínu í dag.

Þetta er hálfgert uppgjörs blogg um móður mína og missinn í mínu lífi en helst bara minningin um hana hetjuna sem var móðir mín - hún var ósköp eðlileg kona // einstök perla í lífi okkar fjölskyldunnar // ég trúi því að hver fjölskylda á svona lífæð sem er einn einstaklingur sem að heldur öllu einhvernveginn saman, það var mamma mín // hún var alltaf með hjartað á réttum stað og alltaf tilbúin að hjálpa til // leggja eitthvað af höndum og ná að skilja kringumstæður - jafnvel þegar hún átti í bágindum með að skilja þær alveg vel sjálf //

 Lengi vel horfði ég á hana sem manneskju sem vantaði smá meiri metnað þá til sjálfs síns menntalega séð og slíkt en í dag, sem faðir og eiginmaður að þá skil ég að hún var sú metnaðarfyllsta af okkur öllum //  þú sérð það var hún sem vakti á næturnar til að hreinsa heimilið, það var hún sem sætti sig við að vinna í frystihúsum og lagði á sig meiri vinnu en flestir því hún vissi að með því fylgdi bónus // það var hún sem bakaði og eldaði og fyllti frystikisturnar af allskonar gúmmelaði og gómsætum svo við gætum notið // ég átti einstaka móður // ég trúi því í dag að hún hafi verið hetja // kannski hversdagsleg fyrir öðrum en fyrir mér sú mesta og stærsta :)

Þið megið ekki misskilja mig þetta er ekki eitt af þeim bloggum þar sem viðkomandi sem er farinn er hylltur sem alger gimsteinn sem aldrei hrasaði // móðir mín hrasaði sko vel // hún var mannleg og þess vegna elska ég hana enn meira því í dag skil ég hvað hún var að reyna, hún var að reyna að ala upp tvo dramatíska brjálaða drengi, mæta í vinnu, elda mat og halda heimilinu hreinlegu og svo öll hin litlu atriðin - þetta er bara ekkert piece of cake fyrir eina manneskju en stjúp pabbi minn var sjómaður þannig að maður fann svona lalala fyrir hans nærveru // það var sko mamma sem réð og sá um málin// í dag á ég hjarta fyrir grasekkjum... þið vitið hverjar þið eruð - drottinn blessi  ykkar líf og heimili og ykkar daglegu áreynslu.

Mamma tók flest allt sem hún tók sér fyrir hendur to the extreme - hún var mikil kvenréttinda baráttukona og mikil sjálfstæðismaður svo mikil að hún á sinn ákveðna hátt náði að troða mér ári of ungum í kosningadæmi sem hafði að hennar trú áhrif fyrir flokkinn - hún var ein af þeim sem fór einni mílu lengra en beðið var um:) Sterkasta minningin mín þegar ég skrifa þetta er þegar ég byrjaði að búa um 18 ára aldurinn að þá átti ég nottlega ekkert mikið eins og gengur og gerist og mamma segir mér að ég eigi von á einhverju lítilræði í póstinum - ég man að ég varð agndofa því í póstinum voru margir pappakassar af búsáhöldum, styttum og mat já mamma hafði meira segja haft fyrir því að baka ofan í drenginn sinn svo það væri nú eitthvað til í frystikistunni (ég bjó í keflavík er ég byrjaði að búa en mamma, stjúpi og systir mín í eyjum þar sem ég er alin upp) ég man gleðina og hvað mér fannst ég sérstakur - það sem ég finn svo sterkt í dag þegar sorgin er búin að breytast, er  þakklæti og gleði að hafa þó átt þann tíma með mömmu og bróður mínum - ég var blessaður af Guði fyrir að eiga 19 ár með mömmu og næstum því eitt ár með Óla Þór - ekkert í lífinu er sjálfsagt - lífið er hverfult og getur breyst á einni sekúndu og ég finn og skil það betur með hverju árinu sem líður - ég lærði heilan helling af þeim báðum og fyrir það og ástina sem þau gáfu mér og ég fékk að gefa þeim er ég svo þakklátur fyrir og þess vegna segi ég líka að ég var blessaður af Guði.

Mamma átti sína trú þó hún hafi ekkert verið eitthvað kirkjurækin og það er setningin sem hún tönglaðist á við mig í hvert sinn er ég var að gefast upp eða upplifði eitthvað erfitt í lífinu sem lifir með mér - þessi setning hringlar enn í hausnum á mér þegar mér falla hendur - Guð leggur aldrei meira á okkur en hann veit að við getum borið - þegar ég lít til baka á líf mitt og sé öll þau áföll og erfiðleika jafnt sem gleðistundir þá kemur þessi setning upp og minningin af minni hversdagslegu hetju henni móður minni - hún hét Björk Aðalheiður Birkisdóttir var fæddur keflvíkingur eins og ég -  hún dó 19 febrúar 1998 úr árs baráttu við krabbamein, hún var á 41 ári - ekki eldra en það,  þá voru ekki liðin 7 ár frá láti litla bróður míns. 

Ég blessa allar þær stundir sem ég fékk að eiga með þeim ég blessa og heiðra minningarnar sem ég á af þeim í jesú nafni.

Því það sem Guð hefur sýnt mér er að þó þau séu farin þá mun minningin og ástin ávallt lifa

Jóhannesarguðspjall 3:16
Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

Jóhannesarguðspjall 11:25-26
Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?“

Prédikarinn 3:14
Ég komst að raun um að allt sem Guð gerir stendur að eilífu, við það er engu að bæta og af því verður ekkert tekið. Guð hefur hagað því svo til þess að menn virtu hann.

Fyrsta Jóhannesarbréf 1:9
Ef við játum syndir okkar, þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur okkur syndirnar og hreinsar okkur af öllu ranglæti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

awww þetta er svo fallegt blogg ástin mín, vildi óska að ég hefði verið þeirrar gæfa aðnjótandi að kynnast henni móður þinni og að hún hefði verið á lífi til að kynnast fyrsta barnabarninu sínu, og ég er svo þakklát Bedda fyrir að leyfa okkur að kramsa á háaloftinu og finna öll fallegu prjónafötin handa Atalíu prjónuð af mömmu þinni fæ bara tár í augun að börnin okkar fædd sem ófædd njóti handverks móður þinnar. Guð leggur aldrei á okkur meira en við þolum og skilur okkur ekki eftir munaðarlaus hann er faðir okkar og svo hefur hann blessað þig með nýrri fjölskyldu, konu og börnum Elska þig ástargullið mitt

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 23.1.2010 kl. 10:57

2 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

takk gullið mitt - ég hefði viljað óskað þess líka - hún var kröftug kona hún mamma - ég er mjög hamingjusamur að þessir litlu stóru hlutir eins og prjónadótið hafi verið gætt og nú getum við notið blessana hennar enn í dag:) ég er bara blessaður:) takk jesús

Ragnar Birkir Bjarkarson, 23.1.2010 kl. 11:04

3 identicon

gott blogg sem þú ert með Birkir, einlægt og fallegt

Þórður Ólafur (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 09:33

4 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

takk fyrir það brósi:) skypið er eitthvað ekki að fúnkera hjá okkur - við keyptum í afmælisgjöf og jólagjöf frá ykkur Irinu megablocks litla hafmeyjan dót - mjög fallegt sýnum ykkur þegar þið komið - takk fyrir stelpuna - skal hringja í þig á föstudaginn og spjalla við þig er að vinna mið og fimmtudag:)

Ragnar Birkir Bjarkarson, 3.2.2010 kl. 11:20

5 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

og Guðmundur fékk chelsea rúmföt og karate búning frá ykkur í jólagjöf;)

Ragnar Birkir Bjarkarson, 3.2.2010 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband