18.2.2010 | 09:47
Árið er 2010
Mér persónulega finnst þetta svolítið einkennilegt - við lifum á árinu 2010 og mín skoðun er sú að ef ég vinn sömu vinnu og kona hjá fyrirtæki að þá eigi það sama að ganga yfir alla - hún á rétt á sömu launum og ég, að hún sé í lægri launaflokki einungis vegna kyns síns er bara asnalegt. Myndi kannski líta öðruvísi við ef ég sinnti meiri ábyrgðastöðu en hún og fengi laun samkvæmt því eða væri meira menntaður og þá væntanlega væri ég í hærri stöðu heldur en hinn ómenntaði sama hvort það væri karl eða kona. Ísland vaknaðu
Launamunur kynjanna minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er alveg sammála því að ef tveir jafnhæfir einstaklingar vinna í sömu vinnu eigi að fá sömu laun svo lengi sem þau sinni bæði jafngóðu starfi.
Ég sé ekkert að því að karl fái hærri laun en kona með sömu menntum ef hann afkastar meiru og öfugt. Finnst allt í lagi að verðlauna það fólk sem er duglegra og samviskusamara. Það á oft við konurnar og því ættu þær oft að hafa hærri laun.
Þetta er samt ekki eina vandamálið milli kynjana og við vitum það. Ég styð jafnrétti en t.d. forræðisdeilur á Íslandi eru til skammar.
Þar er mesti mismunur kynjana og þarf að taka á því enda fáránlegt hver móðurrétturinn er. Svo ef maður fer til að fá ráðgjöf um sinn lagalegan rétt að þá eru bara konur sem taka á móti manni og viðmótið sem maður fær er skammarlegt.
Ég hélt að mín núverandi kona mundi hreinlega ráðast á hana enda helber dóni og alveg nákvæmlega sama um það að faðirinn vilji leita sinna réttinda.
Ég ræddi við lögfræðinga, félag einstæðra feðra og allir sögðu bara við mig ekki eyða pening í þessa baráttu, hún er töpuð.
Samt er ég örugglega 10 sinnum fjárhægstæðari en mín fyrrverandi, ekkert rugl eða neitt þannig. Vinn ekki svart, borga mína skatta, enginn vanskil neinsstaðar o.sfrv þannig að hvað gerir mig svona óhæfan föður?
Bæði laun kynja þarf að laga sem og forræði barna og forræði barna er ljósárum á eftir hvað jafnrétti kynjana um forræði varðar og móður rétturinn vægast sagt fáránlegur.
Júlíus (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.