14.9.2010 | 15:18
hve lengi dugar það til?????
hef mikið heyrt um að þetta sé eins og að pissa út í loftið - talað er um að Herjólfur sé of stór fyrir þessa höfn - er þá ekki bara tímaspursmál hvenær þarf nýjan bát sem hentar þessarri höfn? Og safnast ekki alltaf aftur inn í þessa höfn? - þarf þá ekki reglulega að senda skipið í Þorlákshöfn og að hefja nýja dælingu úr höfninni - mun fólk þá einnig ekki geta dvalið í öllum kojunum sem skipið býður upp á en má ekki nota vegna leyfisleysis - í dag má einungis nota um 6 kojur - mín upplifun af þessu er að Eimskip hafi ekki hugsað alveg til enda þetta flotta dæmi sitt
Ég veit bara að fyrir mitt leyti er að þau skipti sem að ég hef ferðast með Herjólfi er að ég er mjög sjóveik manneskja og það myndi flæða mikil æla um gólf vegna mín ef fengi ég ekki kojuna mína. Fyrir utan þá staðreynd að Eimskip hlýtur að vera að tapa peningum með því að mega ekki leigja út kojur sem að ég myndi telja að ágætar tekjur hafi komið til skipsins vegna. Að gefa út yfirlýsingu um að það vanti leyfi er hálf út í hött að mínu mati - hver sér um að halda utan slíkt? Er þá ekki einhver að gleyma að sinna vinnunni sinni og þar að leiðandi tapar fyrirtækið peningum. Ég hef ekki ferðast með Herjólfi síðan leiðunum var breytt en ef að óvissa er hvaðan má sigla hverju sinni og að hafa skip sem ekki næg reynsla er af í þessarri flottu höfn myndi maður halda að þeir myndu haldi í leyfin sín - ef ske kynni að þeir þyrftu að nota Þorlákshafnarhöfn - því þá er leiðin til Eyja aftur orðin ca 3 tímar og margir sem höndla ekki að fá ekki blessuðu kojuna sína.
Dýpkun ætti að ganga vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er fínt - strákarnir eru sennilega með vinnu út lífið - ganga örugglega að þessu - þetta gengur vel núna - svo er smá gola - hreyfing á sjónum og svona smáatriði sem ýta sandinum til baka - eins og á Kleppi - út og inn með sandinn - alltaf sömu leið - ojæja - gott að hafa vinnu í atvinnuleysinu.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.9.2010 kl. 17:12
Þetta mál kemur Eimskip ekkert við því það eru yfirvöld sem hafa með þetta allt að segja.
Til hefur staðið frá upphafi að fá nýtt skip sem passar í höfnina.
Þá hafa áætlanir einnig miðað við að dæla þurfi reglulega úr höfninni til að viðhalda dýpi.
Og talandi um sjóveiki þá er miklu betri kostur að sigla bara í 30 mínútur en að velkjast um í 2-3 tíma. Ég þekki sjóveikina og tala því af reynslu.
Guðmundur (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 17:51
ég viðurkenni að ég þekki ekki vel til hver á að sjá um málið Guðmundur en mín skoðun er sú að það hlýtur að hafa verið vitneskja um að Herjólfur væri ekki hentugur kostur fyrir þessa höfn, mig rámar í að ég hafi heyrt frétt um það líka - sem segir mér sem svona common sense - af hverju að velja þá þennan kost - af hverju ekki að byrja á réttum enda - fá rétta skipipð sem þetta hentar í stað þess að vera að vesenast svona með þetta mál og gera í leiðinni fólkinu sem er að velja þennan ferðamáta (og mögulega getur kannski bara notað þennan ferðamáta) erfiðara fyrir.
Með leyfið fyrir kojunum myndi ég hinsvegar telja að það væri alfarið Eimskip sem ætti að halda utan um það mál.
það er rétt að það er mun skárri kostur að velkjast bara í 30 min -en það er ekki gott að vita ekki í hvaða höfn þú þarft að fara - eða hvernig þessi eða næsta vika lítur út hafnarlega séð
Ragnar Birkir Bjarkarson, 15.9.2010 kl. 08:56
Ólafur það er rétt hjá þér - þessir strákar eru ábyggilega komnir með verk út lífið - gott að hægt var að búa til atvinnu einhverstaðar
Ragnar Birkir Bjarkarson, 15.9.2010 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.