5.10.2010 | 13:56
5 milljón króna tjón eftir mótmæli???
Sálfræðingur: Börn í hættu á mótmælum
Mótmæli eru enginn staður fyrir ung börn og þau kunna vel að vera í stórhættu við þær aðstæður sem skapast geta við slík tilefni. Þetta er mat Kolbrúnar Baldursdóttur sálfræðings og sérfræðings í klínískri sálfræði.
Fólk sem hópast saman tugir, hundruð eða þúsundir til að bera fram mótmæla geta auðveldlega skapað aðstæður sem laða fram múgsefjun, það er, þegar óráðsæsing grípur hóp fólks. Þessi aðferð er þess vegna nokkuð áhættusöm, segir Kolbrún sem segir að mótmæli eigi fyllilega rétt á sér en líkt og sjá mátti í gær voru margir með ung börn sín með í för og það sé alltaf hætt við að mótmæli fari úr böndunum.
Margir mæta til mótmæla með ung börn sem vel kunna að vera í stórhættu við þessar aðstæður. Þess utan getur það varla talist gott fyrir börn að horfa upp á hóp fullorðinna, þar á meðal foreldra sína, sem öskra, kasta grjóti og matvælum með tilheyrandi ókvæðisorðum.
Kolbrún telur að rétt væri að foreldrar héldu börnum sínum utan við mótmælaaðgerðir sínar.
Foreldrar ættu að halda börnum sínum utan við þetta og leyfa þeim að vera heima frekar en að taka þau með í mótmælin. Hugsum okkur ef grjót hefði farið í höfuð á litlu barni eða troðningur hefði myndast. Þá þyrfti ekki nema einn að detta til að illa færi.
Kolbrún segir sömuleiðis þau skilaboð sem unglingar kunni að fá þegar mótmæli fara úr böndunum vera áhyggjuefni.
Þeir horfa á þetta og fá kannski óbeint samþykki fyrir að svona megi haga sér. Það er margt í þessu þegar maður fer að hugsa þetta út frá börnum og unglingum.
http://www.dv.is/frettir/2010/10/5/motmaeli-haettulegur-stadur-fyrir-born/
Mér finnst ekki eðlilegt að fólk taki börnin sín með sér á mótmæli - hvað þá ungabörn - þetta er mjög rétt sem hún er að segja - það er aldrei að vita hvað gæti komið upp á - sem foreldri ættirðu að vilja hafa barnið þitt á öruggum stað en ekki stað sem þú veist ekki hvort allt fari í hund & kött - fyrir utan skilaboðin sem þú ert að gefa barninu þínu - að hendasteinum,eggjum og öðru slíku í lögreglu og alþingishúsið sé í lagi - sama sem - ég má henda steinum í fólk!! Ég er ekki á móti því að mótmæla og ég er alveg eins og aðrir Íslendingar- ég verð reiður og ég verð sár - ég er ekki sáttur við þá vinnu sem er búið að gera og skilaboðin sem okkur hefur verið gefin - en að kveikja í almannaeignum - tjóna almannaeignir - ég get bara ekki sagt að mér finnist það í lagi - hvað þá þar sem við endum á að borga þessar 5 milljóna króna skemmdir sem voru unnar í gærkveldi.
Fyrir utan þá staðreynd að við sem eldra fólkið er fyrirmyndir barnanna og ef þau sjá okkur í svona ham og svona heitt í hamsi - hvernig taka þau á móti þessum skilaboðum??
Athugasemdir
Börn eiga ekkert erindi á mótmæli.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 08:31
ég er alveg sammála því - maður sá samt alltof mörg börn í fjölmiðlum stödd þarna. Sem mér finnst mjög sorglegt - það er okkar hlutverk sem foreldrar að tryggja öryggi þeirra - umhverfislega séð og einnig andlega séð - ég get ekki trúað því að það sé andlega gott fyrir börn að horfa upp á mótmæli.
Ragnar Birkir Bjarkarson, 7.10.2010 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.