13.10.2010 | 12:47
vika 29-30-31 & 32..... tíminn líður of hratt
Vika 29
- Barnið mælist nú um 26 sm í sethæð og vegur 1,3 kíló.
- Barnið gerir öndunaræfingar, þær verða reglulegri og stöðugri. Mörg börn fá hiksta sem móðirin finnur greinilega fyrir.
- Á þessum tíma breytast hreyfingar barnsins. Hreyfingar geta verið svolítið mismunandi en það er eðlilegt viðmið að finna barnið hreyfa sig tíu sinnum á þeim klukkutíma sem það er virkast. Ef þér finnst hreyfingar óeðlilega litlar skaltu ræða það við ljósmóðurina þína.
- Svefnerfiðleikar geta gert vart við sig. Hlúðu vel að þér. Heitt bað getur gert kraftaverk, flóuð mjólk, nudd, slökunartækni eða lestur á góðri bók. Aukakoddar, aukasæng og rennilak geta gert kraftaverk.
Vika 30
- Barnið getur nú bæði fundið bragð og skynjað sársauka.
- Það er 27 sm og vegur 1,5 kg.
- Höfuðið er næstum 8 sm að þvermáli.
- Fæturnir næstum 6 sm langir.
- Hrukkótt húðin sléttist mikið.
- Hjá drengjum eru eistun nú komin niður í pung.
- Barnið stjórnar nú sjálft líkamshita sínum.
- Hægðatregða er algengur kvilli á meðgöngu. Hreyfðu þig reglulega, borðaðu trefjaríkt fæði og drekktu vel.
Vika 31
- Augun eru nú alveg opin.
- Barnið vegur 1,8 kg og mælist 28 sm frá rófubeini að hvirfli í setstöðu.
- Mjólkurkirtlarnir í brjóstunum eru sennilega farnir að framleiða brodd. Broddur er þykk, gulleit mjólk sem nærir barnið fyrstu dagana eftir fæðingu, áður en hin eiginlega mjólkurframleiðsla hefst. Broddurinn er ríkur af eggjahvítuefnum og mótefnum og er hin fullkomna fæða fyrir nýfætt barn.
- Hárdúnninn sem þekur líkama barnsins á meðgöngunni fer að detta af. Dúninn má þó gjarnan sjá á baki og öxlum barna við fæðingu.
- Fjölmargar spurningar varðandi fæðinguna vakna. Notaðu tímann til að safna upplýsingum og átta þig á því hvað hentar þér best.
Vika 32
- Barnið vegur 1,9 kg og lengd þess nálgast 30 sm
- Þvermál höfuðsins er 8,2 sm.
- Fitulagið undir húðinni þykknar og því breytist húðlitur barnsins frá rauðum yfir í bleikan lit.
- Táneglur vaxa.
- Í sérhverri mæðraskoðun er fylgst með blóðþrýstingnum og athugað hvort þú hafir eggjahvítu í þvagi eða vaxandi bjúg. Þá er m.a. verið að leita að einkennum um meðgöngueitrun.
þANNIG AÐ SVONA ER LITLA BUMBUPRINSESSAN BÚIN AÐ VERA AÐ STÆKKA UNDANFARIÐ
ég á orðið erfitt með að bíða - sérstaklega eftir að við fórum í þrívíddarsónarinn 8.okt síðastliðinn - þá er komin meiri nándartilfinning fyrir þessu litla barni sem lætur fara vel um sig í kviðnum á mömmu sinni
Mamman hún Jóna (konan mín) er farin að finna vel fyrir þessum seinni hálfleik meðgöngunnar - merkilegt hvað konur verða fallegar þegar þær eru óléttar - kemur einhver aukaglói
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.