18.10.2010 | 14:16
Hvað gerist þegar fólk sem er ekki trúað deyr?
Ég er mikið búinn að vera að pæla í þessu - fólk sem sagt hefur sig úr þjóðkirkjunni, fólk sem trúir ekki og aðrir hópar af fólki - segjum sem svo að það myndi deyja í dag, hvað verður um þetta fólk - t.d jarðarfararlega séð, er það jarðað bara í kirkjugarðinum eins og allir - eða flokkast kirkjugarður bara sem samfélagslegur þáttur en ekki trúarlegur?? koma prestar við sögu og ef svo er - væri það ekki hálf á skjön þar sem það hefur sagt sig úr öllu trúarlegu og væri þá á skjön við lífsskoðanir þessa einstaklinga? Eða talar sýslumaður yfir kistunni? Væri þá ekki fjölskylda viðkomandi að brjóta því sem þessi persóna trúði á eða trúði ekki á.
Og hvað ef þú tilheyrir eins og Búdda trúarfélagi eða Ásatrúarfélagi - hvernig gengi það fyrir sig?
Bara smápæling viðurkenni að ég er ekki með mikla vitneskju um akkúrat þetta dæmi
Sálmarnir 103:1-2
Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans.
Guð gefi ykkur góðan dag
Athugasemdir
Hvað gerist þegar trúað fólk deyr... nákvæmlega það sama og þegar trúlaus maður deyr; Game over.
Í jarðaför minni verður kannski spilað eitthvað skemmtilegt lag, einhver vinur eða ættingi kemur fram og segir eitt og annað um mig.
Allt mjög persónulegt, vinir, ættingjar.. alls ekki verið að bæta einhverjum óþekktum galdrakarli inn í dæmið
doctore (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 14:57
Kirkjugarðar eru á forræði ríkisins en ekki ríkiskirkjunnar og eru því allir jarðaðir með sama hætti. Munurinn er líklega sá að prestur sér ekki um 'ræðuna' heldur náinn vinur eða ættingi.
Ef fólk er í öðrum trúfélögum er þetta misjafnt hvort einhverskonar trúarlegur leiðtogi eða nánir vinir sjá um athöfnina.
Staðsetning athafnar getur í sjálfu sér verið í hvaða sal sem er.
Björk (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 16:23
Takk fyrir commentin - þetta er ekki meint sem einhver sleggjudómur á trúlausa eða fólk í öðrum trúarbrögðum en ég - einfaldlega pælingar
Ragnar Birkir Bjarkarson, 18.10.2010 kl. 17:55
doctor E er galdrakarlinn í Oz í huga þér
Ragnar Birkir Bjarkarson, 18.10.2010 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.