14.12.2009 | 08:28
byssumenn á Íslandi, hljómar alltaf jafn einkennilega
Umsátur vegna byssuhótana
Umsátursástand skapaðist við hús í Reykjanesbæ á tíunda tímanum í morgun. Lögreglan á Suðurnesjum kallaði til sérsveitina vegna byssuhótana, en eftir um hálftíma umsátur um íbúðina þar sem meintir byssumenn höfðu til gáfu sig fram við lögreglu. Þeir voru þá án skotfæra.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var forsaga málsins sú að nokkrir menn bönkuðu upp á hjá tveimur karlmönnum, sem þeir eru málkunnugir, í morgun, en þeir töldu sig eiga harma að hefna eftir slagsmál í morgunsárið. Mennirnir tveir hótuðu aðkomumönnunum og í framhaldinu var lögreglan kölluð til. Hún náði símasambandi við mennina sem höfðu í hótunum og í framhaldinu gáfu þeir sem fram. Allir mennirnir eru góðkunningjar lögreglunnar, að hennar sögn.
Eru ekki að koma jól segi ég nú bara?? Hvar er jólaandinn - kærleikur fyrir náunganum - gleðin og sameiningin sem á að skapast í kringum hátíðarnar? því miður myndast oft afmyndun af því sem hátíðarnarnar eiga að snúast um, fólk festist í of miklum gleðskap og þetta verður oft afleiðing þess, er samt ekki að alhæfa - nokkrir kunna að fara með veigar. Það skrýtna er kannski að maður pælir ekki mikið í þessu fyrr en þetta verður of nálægt manni, ég bý í Reykjanesbæ, ég fer ekki á lífið, á bara ekki heima þar í dag og þar af leiðandi kannski verður maður ekki jafn var við þá brenglun sem getur myndast við skemmtanalíf - ef við virkilega spáum bara i orðinu - skemmtanalíf - hvað er skemmtilegt að enda á gjörgæslu, höfuðkúpubrotin eða með lögregluna á hælunum því þú hótaðir mannslífi? og mér finnst þetta bara jafn mikil morðhótun þó að vantað hefði skotvopnin í haglabyssuna og hafnarboltakylfan var ekki fallegri leikur heldur hjá hinum aðilunum, er þú ert kominn á þennan stað í lífinu er þá ekki komin tími til að skoða sín mál - njótum desembers með fjölskyldu og vinum og förum rólega inn um gleðinnar dyr
Umsátur vegna byssuhótana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
bara sorglegt engin gleði í þessu en heyrðu myndirnar af jólaballinu eru komnar á barnaland
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 14.12.2009 kl. 09:19
Sæll og blessaður
Því miður er alltof oft sem við fáum hræðilegar fréttir frá Reykjanesbæ. Barnið sem fór til dyra og svo er að rifjast upp fyrir mér frétt þar sem maður ók á barn og lét sig hverfa. Þið verðið að vera dugleg að biðja fyrir staðnum ykkar.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.12.2009 kl. 19:29
algerlega - það þarf að biðja fyrir Reykjanesbæ
Ragnar Birkir Bjarkarson, 15.12.2009 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.