6.12.2009 | 08:37
Nokkrir gullmolar fyrir daginn
22Hve lengi ætlarðu að eigra um stefnulaust,
fráhverfa dóttir?
Því að Drottinn skapar nýtt í landinu:
konan mun vernda karlinn.
Jeremía 31:22.
Orðskviðirnir 16:3
Fel Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur.
Sálmarnir 119:105
Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.
Fyrsta Jóhannesarbréf 5:11
Og þetta er vitnisburðurinn: Guð hefur gefið okkur eilíft líf og þetta líf er í syni hans.
Sálmarnir 91:11-12
því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. Þeir munu bera þig á höndum sér svo að þú steytir ekki fót þinn við steini.
Sálmarnir 100:5
því að Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns.
Míka 7:7
En ég mæni í von til Drottins, bíð eftir Guði hjálpræðis míns. Guð minn mun heyra til mín.
Rómverjabréfið 3:23
Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð
Sálmarnir 34:19
Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta, hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda.
Guð er góður Guð, Hann elskar okkur einfaldlega vegna þess að Hann er Faðir okkar á himnum, Hann elskar okkur það svo mikið til þess að skilja okkur eftir eins og við erum - hann elskar er við leyfum Honum að aga okkur og sníða okkur til - vegna mín sendir hann út engla til þess að gæta vega minna - í gegnum Jesú Krist komumst við til föðurins og án hans erum við ekkert. Biblían er full af fyrirheitum frá Guði til okkar, mín og þín um hvaða gjafir hann hefur fyrir okkur og það er svolítið magnað ef maður pælir smá í þessu á einlægan hátt, vegna mín sendir hann út engla sína til að varðveita mig, miskunn mun vara frá kyni til kyns, Guð mun heyra til mín. Með iðrandi hjarta frammi fyrir Drottni mínum mun hann fyrigefa mér syndir mínar - skondið hvað fólk finnst erfitt að heyra að það séu syndarar - við erum það öll - enginn er fullkominn - við erum öll að takast á við eitthvað og er þá ekki best að mæna til Drottins og fá frið fyrir því sem herjar á okkur, fá fyrigefningu - fyrir hans náð erum við hólpin, allar syndir okkar, þátíð, nútíð og framtíð - fyrirgefnar - með því skilyrði þó að við höfum iðrandi hjarta og séum ekki að leika okkur að syndinni - ég er þakklátur Guði föður mínum fyrir lífið sem Hann hefur gefið mér - Guð blessi ykkur og gefi ykkur útúrblessaðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2009 | 08:49
Catalina fórnarlamb ??
Oft les maður svona fréttir og þetta er svo fjarri lífi manns og maður nær ekki fullum skilning held ég á svona málefni. Mitt álit er að þessi Catalina er í raun jafn mikið fórnarlamb aðstæðna og konur sem lenda í mansali og festast í þessum heimi. Það er ekki ýkja langt síðan maður sá viðtal við þessa konu í Vikunni þar sem hún staðhæfir að hún viti hver hún sé, að hún sé hóra og glæpamannsdóttir, ég er kannski svona viljugur að trúa á allt það góða og fallega í fólki - ég á mjög erfitt með að trúa að einhver kjósi að fara út í vændi sama á hvaða hátt það er - einhverstaðar hlýtur að liggja rót að þessu samfélagsvandamáli. Hana getum við heimfært t.a.m á vaxandi klámheim og eftirspurn þar, tónlistarmyndböndin sem börnin okkar enda að horfa á eru flest öll með kynferðislegum tón, mörg þeirra með undirliggjandi kvenhatri og karlhatri eftir því hvort kynið er að syngja og mörg önnur svið í lífinu - og maður spyr sig - þarf allt að vera með kynferðislegum tón svo það nái athygli???
Catalina viðurkennir að hún sé glæpamannsdóttir, segir það ekki okkur til að byrja með að gildin í lífi hennar sem ungu barni hafi verið svolítið skemmd fyrir henni, eins og t.d þú skalt ekki stela - það er ljótt, þú skalt ekki ljúga - það er ljótt. Ef að föðurímyndin er viðurkennd sem glæpkennd er þá ekki stór möguleiki á að veruleikinn og samfélagsreglurnar eins og samfélagið kennir okkur orðinn svolítið brenglaður og snúinn eftir hverri dylgju.
Því ef þessi Catalina er t.a.m manneskjan sem stundaði hórmang (hún var sýknuð af mansali) er hún ekki gott dæmi um þolandi verður gerandi?
Mansal vaxandi vandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.12.2009 | 15:59
klapp fyrir lögreglunni
Grunaðar um mansal og vændi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.12.2009 | 12:47
Vonandi eitthvað gott
Arion banki kynnir ný skuldaúrræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2009 | 08:12
Dagurinn í dag
Sálmarnir 69:31
Ég vil lofa nafn Guðs í ljóði og mikla hann í lofsöng.
Kólussubréfið 3:16
Látið orð Krists búa með ykkur í allri sinni auðlegð og speki. Fræðið og áminnið hvert annað og syngið Guði sætlega lof í hjörtum ykkar með sálmum, lofsöngvum og andlegum ljóðum.
Orðskviðirnir 3:5
Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.
Með öðrum orðum lofum Guð, elskum,virðum,fræðumst og treystum ekki á eigin tilfinningar sem eiga það til að ráfa til og frá eins og dagarnir eru margir.
Ó, ljóssins faðir, lof sé þér,
að líf og heilsu gafstu mér
og föður minn og móður.
Nú sest ég upp, því sólin skín,
þú sendir ljós þitt inn til mín.
Ó, hvað þú, Guð, ert góður!
Matthías Jochumsson
Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn -
og trúir í hjarta þínu,
að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum,
muntu hólpinn verða.
Með hjartanu er trúað til réttlætis,
en með munninum játað til hjálpræðis.
(Rómverjabréfið 10:9-10)
Réttlættir af trú höfum vér því frið við Guð
fyrir Drottin vorn Jesú Krist.
(Rómverjabréfið 5:1)
Ef vér göngum í ljósinu,
eins og hann er sjálfur í ljósinu
þá höfum vér samfélag hver við annan
og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd.
(I. Jóhannesarbréf 1:7)
En öllum þeim, sem tóku við honum,
gaf hann rétt til að verða Guðs börn,
þeim, er trúa á nafn hans.
(Jóhannes 1:12)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2009 | 21:03
talað er um hræsni, en hvar liggur hræsnin???
Hef verið að lesa hér og þar í bloggheiminum um pælingar Friðriks Ómars sem mér persónulega finnst frábær söngvari, ummæli hans sem ég get ekki staðfest því ekki sá ég umræddan kastljóss þátt þar sem að eins og ég hef lesið verið misskilningur, að hann hafi notað orðalag sem snúið var út úr - ok fínt og flott mál og margar heitar umræður sprottið út frá því - það sem ég upplifi sem furðulegast í þessum umræðum út frá bloggum eru persónuárásirnar - blogg er náttúrulega fyrst og fremst pælingar, skoðanir og afstöður hvers og eins einstaklings, á sínu bloggi - þú þarft ekki að vera sammála viðkomandi einstaklingi en ef ég upplifi að einhver er með aðra skoðun, sama hvort hún sé út frá trú eða ekki þá er mér ekkert meira leyfilegt að höggva höfuðið af þeirri manneskju einfaldlega því hún segir ekki það sem mínu höfði hentar, það er það sem bloggið er - það er umræðusvæði - ekki personuárása staður - þar finnst mér stór munur liggja. Í raun með því að staðhæfa að einhver sé heimskur eða veruleikafirrtur því hann/hún hafi fundið trú á Jesú krist er ekkert annað en árás á persónu viðkomandi, segir það þá ekki bara mest um svör þín ef það er leiðin sem þú kýst að fara í svörun á því sem þú telur rangt?? Maður kæmist ekki langt í heiminum ef þetta væru dagleg viðbrögð úti á meðal fólks. Þannig að ef að ég hvæsi á einhvern því mér finnst hann ekki tala eftir mínu höfði, þá spyr ég hvar liggur hræsnin???
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2009 | 16:53
Svineflu sprautan tekin með trompi
Við fjölskyldan fórum í dag og létum öll sprauta okkur - verð nú að viðurkenna að mér er alveg svakalega illa við nálar - en maður varð nú að bera hetjulegt andlitið fyrir unga drenginn minn sem var með hjartað sitt alveg í brókunumyfir þessu öllu saman - og það merkilegasta af þessu öllu saman var að sprautan var ekki vond litla snátan þó varð ekki sátt og grét sig sáran enda bara 10 mánaða gömul þannig að ekkert að furða - situr þarna sæt og heldur að verið sé að fara að knúsa sig og spjalla við sig og svo bara búmm kemur einhver gaur og stingur þig:) sé þetta alveg fyrir mér - því svipurinn á henni fór úr brosi yfir í skeifu og þaðan í hátt org
þangað til næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2009 | 09:20
Hugsanlega 322 gestir
Smygluðu sér inn í Hvíta húsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2009 | 06:58
Litla greyið
Poppstjörnudraumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2009 | 06:23
Alger brenglun...
Mín upplifuna af þessum gamla manni sé að þetta er hið brenglaðasta mál - maðurinn er eldgamall og álitinn vera piparsveinn eða hvað sem hann er kallaður - með alltof ungar dömur upp á arminn - það rétta væri - þ.e.a.s aldurslega séð að kalla hann níðing - ekki myndi ég vilja að dóttir mín sem væri um tvítugt væri með einhverjum gömlum jálki - upp á nafn og peninga að gera og frægðardrauma eins og svo vel að orði er komið í greininni.
Mín upplifun á þessar gullfallegu dömur er sú að annaðhvort er ríkjandi í huga þeirra græðgi á einu eða alltof mörgum sviðum lífsins eða alltof lágt sjálfsmat til þess að öðlast viðurkenningu á að þær séu myndarlegar????? hvort er hvað er þeirra að segja.
En konseptið að eiga afa gamla sem elskhuga, sykurpabba(sugardaddy.. sá sem heldur þér á floti fjárhagslega) er mér bara ekki skiljanlega... eitt er þegar tveir aðilar verða ástfangnir þó aldursbil sé stórt - getur jú gerst neita því ekki - en þú og vinkona þín eða systir þín varla verðið báðar ástfangnar upp fyrir haus af 83 ára gömlum manni. Er þetta ekki bara gert í nafni palyboy til að upphefja hann sem einhvern Casanova og svo liggur hann gráni gamli bara og nýtur ellinnar með einni og einni ljósmynd hér og þar með þessum ungu píum í einhverjum glanstímaritum eða hallærislegum MTV sjónvarpsþáttum þar sem myndin er látin líta út eins og þetta sé hið eðlilegasta mál til að fá okkur fólkið í heiminum til að samþykkja þetta rugl - ég bara spyr.
Kynlífið reið honum nánast að fullu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)