3.10.2010 | 13:51
Enn og aftur er vegið að fjölskyldum þessa lands
Fæðingarorlof styttist
Fæðingarorlof styttist og hámarksgreiðslur úr fæðingarorlfossjóði lækka samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Draga á úr útgjöldum fæðingarorlofssjóðs á næsta ári um einn milljarð króna.
Áformað er að draga úr útgjöldum sjóðsins með aðgerðum sem fela í sér styttingu orlofsréttar, lækkun á hámarksgreiðslum eða lækkun á hlutfalli útgreiðslu af reiknuðum bótum.
Hins vegar er lagt til að foreldra sem eru utan vinnumarkaðs, eða í minna 25 prósent starfi, fái hærra framlag en nú er greitt út til þeirra.
Þá er gerð 8 milljón króna hagræðingarkrafa vegna umsýslukostnaðar Vinnumálstofnunar með sjóðnum.
Nýlega greindi fréttastofa stöðvar 2, Bylgjunnar og vísis frá því að mun færri feður taka nú fæðingarorlof eftir að orlofsgreiðslur lækkuðu síðustu áramót.
Fyrstu sex mánuði ársins fækkaði feðrum í fæðingarorlofi um 114 að meðaltali á mánuði.
http://visir.is/faedingarorlof-styttist-/article/2010394337721
Það fer mikið fyrir brjóstið á mér hve mikið er skorið allstaðar - og fjölskyldufólki er í raun ýtt í sundur - því þegar á heildina er litið þá samkvæmt þessu kerfi okkar að þá er vænlegara að vera einstæður en sem hjón í þessu landi - fjárhagslega séð - Halló Ísland vöknum - allt of margir eru að flýja til landa sem hlúa að fjölskyldum en ýta þeim ekki í sundur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.