10.12.2009 | 06:47
Hættir einhver íslensk hljómsveit yfirhöfuð??
Enn ein íslenska hljómsveitin að tilkynna um að hún sé að hætta, mér finnst þetta reyndar vera tilkynning um pásu ef eitthvað er fram á sumar - allar þessar hljómsveitir taka þráðinn upp aftur á endanum gott dæmi Nýdönsk sem hætti og byrjaði aftur og fleiri væri hægt að telja upp.
Á móti sól er frekar góð hljómsveit og Magni með einum af okkar bestu söngvurum landsins, það var gaman að fylgjast með honum í Rockstar því hann er mjög einlægur einstaklingur en ekki einhver sem hefur látið ,,frægðina" fara sér til höfuðs. Sem mér finnst frekar skondið - við búum á landi sem er um 300 þús manns - að ná frægð hér er fínasta mál - en ég held að hún sé vandmeðfarnari á svona litlum stað - við eignumst ekki Hollywood stjörnur á Íslandi nema þær fari frá Íslandi og búi og starfi þá í Hollywood gott dæmi Anita Briem og Sigurjón kvikmyndakarl man ekki eftirnafnið í fljótu bragði. En margar ,,stjörnurnar" hér koma fram sem þær séu álika merkilegar og Hollywoodgeirinn lífið er yndislegt og í enda dagsins erum við öll jafn merkilega Hollywoodkeimuð. Guð blessi Ísland og okkar íslensku gæðastjörnur
Á móti sól að hætta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heill og sæll Ragnar.
Gat ekki annað en glott útí annað þegar þú minnist á að sumar "stjörnurnar" hér á landi láti eins og þær séu jafn merkilegar og hollywood-stjörnurnar...
Ég man eftir nokkrum sem halda að þær séu jafnvel enn merkilegri en allar hollywood-stjörnur til samans...
Hvað sem öðru líður þá er hljómsveitin "Á móti sól" að taka sér frí í smá tíma, það er í lagi. En það að hljómsveitin sé að hætta er rangt orðað og er ég sammála þér þar.
Magni er mjög góður söngvari og meir að segja mannlegur í samskiptum, engir stjörnustælar þar á bæ...
Með kveðju
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 10.12.2009 kl. 10:02
hahah, vel orðað hjá þér Ólafur, ég er allavega mjög ánægður með hve mannlegur hann er hann Magni okkar
Ragnar Birkir Bjarkarson, 10.12.2009 kl. 10:19
Þakka hólið...
Tek fram að ég starfa sem dyravörður á vínveitingahúsum þar sem ástunduð er lifandi tónlist... Svo er ég oft að starfa við sjúkragæslu í Laugardalshöll á stórum tónleikaviðburðum...
Hef líka verið við gæslustörf um verslunarmannahelgar á einhverjum ónefndum hátíðum og hitt þar margar af þessum "stjörnum" á þessum stöðum...
Með kveðju
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 10.12.2009 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.