10.12.2009 | 09:07
Foreldraboðorðin.
| ||
hér er linkurinn, var að vafra og sá þetta og það hitti í mark - hvað viljum við foreldrar gera varðandi börnin okkar - hvaða kosti og eiginleika viljum við sjá hjá þeim? Við erum einmitt að takast á við aðstæður sem við erum ekki alveg vön núna - en dóttir okkar er 10 mánaða og er svolitið ákveðin - flestar bækur og rit eru afmörkuð á ögun frá 2 ára aldri og uppúr sem ég hef séð. Hver er þá rétta leiðin til að sýna 10 mánaða gömlu barni hvað er rangt og hvað er rétt - eða erum við á rangri leið?, við viljum það besta fyrir börnin okkar og þá á náttúrulega það við að við viljum ekki að dóttir okkar endi með hegðunarvandamál, sonur okkar var ekki svona á þessum aldri þannig að þetta er eitthvað nýtt til að takast á við. |
Athugasemdir
http://www.doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&Itemid=0&do=view_grein&id_grein=879
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 10.12.2009 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.