Eina jákvæða fréttin

Hún Faith er er greinilega undarverk - kraftaverk, magnað að vita til þess að hundur sem fæðist vanskapaður og nær að sigrast á hindrununum sínum sem lífið skellti á sig, nær til þúsunda fólks og gefur því von - að mínu mati er þetta Guð að verka í henni til góðs - þetta er góð áminning að halda áfram og láta lífsins vonbrigði ekki draga sig of mikið niður, lyfta upp hökunni og brosa framan í lífið - eftir allt er það stærsta gjöfin sem Guð gaf okkur.

 því að Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns

Sálmarnir 100:5

Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur
sálmarnir 103:8


Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða.

markúsarguðspjall 13:31

hope.jpg

sá þessa mynd og fékk hana lánaða - finnst hún svolítið táknræn upp á lífið, það er langur vegur - þurfum að muna að fókusera á það sem skiptir máli - jákvæðu hlutirnir, fjölskyldan, vinirnir, það góða sem byggir okkur upp og gefur okkur fallega ásýn af lífinu, ég fylgist mikið með fréttum á netinu og upplifun mín er sú að það er of mikið af neikvæðum fréttum og of lítil prósenta af jákvæðum fréttum, uppbyggilegum sem fá hjörtun okkar til að brosa - fréttin um faith hins vegar fékk hjartað mitt til að brosa og væntanlega mun þitt hjarta líka brosa - okkur finnst alltaf yndislegt þegar að fólk og jafnvel dýr eins og á við í þessu tilfelli nær að gera það sem myndi flokkast að sigrast á lífinu og fara þessa extra mílu til að lifa lífinu vel þó það þýði að skoppa um á afturfótunum sem hundur gegnum allt lífið með brosi og gleði.  Þetta minnir mig á setninguna sem að mamma mín heitin sagði svo oft, ,,Guð leggur aldrei meiri byrðar á axlir okkar en við getum borið" nú var hún ekkert gífurlega mikið trúuð en hún mamma vissi samt greinilega hvað hún var að raula um - hátíðar og jól draga alltaf upp minningar af mömmu minni og þó að fólk fari frá þá eigum við alltaf þessar góðu gömlu minningar sem ylja okkur um hjörtun, tíminn sem við áttum saman og eigum með fólkinu sem er enn með okkur er sá tími sem skiptir öllu máli - njótum þess að vera til og munum að kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.


mbl.is Tvífættur hundur er mikill gleðigjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kemur þetta miskunn guðs eitthvað við? Hvað ætli fæðist margir vanskapaðir hvolpar á ári sem er hafnað og deyja bara? Svo er það augljóst hverjum manni að margir menn kikna undan oki lífsins og guð leggur því stundum meiri byrðar á menn en þeir geta borið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.12.2009 kl. 09:36

2 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Guð leggur ekki meir á okkur en við getum borið er hverju orði sannara og það að sumir velji að gefast upp og kikna undan lífsins oki hefur ekkert með það að gera heldur þá staðreynd að Satan er jafn raunverulegur og Guð og hann kemur til að stela slátra og eyða, Ef við höldum fast í Guð og leyfum honum að umvefja okkur með kærleika sínum, þá er okkur svo sannarlega ekkert um megn og við getum með Guði látið allt samverka til Góðs, Guð hefur fyriráætlun fyrir okkur til heilla en ekki óhamingju, líf í fullri gnægð ef við veljum að leyfa honum að vinna í okkar lífi. Hann elskar okkur öll með æværandi elsku við erum börnin hans og þar sem við höfum vit á að vilja börnum okkar allt það besta hví miklu fremur vill Guð okkur allt það besta.

yndilseg grein um hundinn Faith og hún er svo sannarlega uppörvun 

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 19.12.2009 kl. 10:41

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Sé að þú ert búinn að fá heimsókn!

Þessi frétt blessaði mig.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.12.2009 kl. 23:18

4 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

sæl Rósa, þessi frétt blessaði mig líka - Guð blessi þig og varðveiti

Ragnar Birkir Bjarkarson, 20.12.2009 kl. 05:22

5 identicon

já ég þekki þetta... hundurinn hennar mömmu fæddist með 3 fætur og læknarnir ráðlögðu henni að lóga henni en mamma gat ekki hugsað sér það og í dag er hún á 4 ári og er rosalega dugleg að bjarga sér þau eru með tvo aðra hunda og hún litla Victoría reynir sko að gera allt með þeim en það er erfitt fyrir hana
en ég er fegin að mamma gaf henni líf því hún er gleðigjafi:)
takk fyrir mig

jóhanna (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 11:33

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sæll. Dóttir mín benti mér á þetta blogg.Hún setti athugasemdina hér fyrir ofan..Vikký eins og við köllum Victoríu, er lítil hetja. En hún verður 3 ára í sumar.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.12.2009 kl. 12:46

7 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

Sælar mæðgur, það er dásamlegt að þið gáfuð henni bestu gjöfina, lífið:) og núna þá fáið þið að uppskera það - gleðina sem að vikký gefur ykkur - lífið er ekki alltaf svart hvítt og stundum er það sem stingur í stúf - akkúrat það sem okkur vantar í lífið gaman að vita að við eigum okkar íslensku útgáfu af faith, hana Vikký

Ragnar Birkir Bjarkarson, 20.12.2009 kl. 12:58

8 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Takk fyrir þetta Ragnar..Nafnið Victoría=victory=sigur. Hún vekur oft eftirtekt og fólk stoppar til að kíkja á hana..Við búum í dreifbýli svo það er auðveldara að vera með hunda. Þær voru nú bara tvær en sá þriðji virðist vera að ílendast hjá okkur:) Gott að sjá hér svona jákvætt blogg!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.12.2009 kl. 13:10

9 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

takk fyrir það:) og gleðileg jól til ykkar og hennar Viktoríu

Ragnar Birkir Bjarkarson, 23.12.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband