Sálmur 92

Sálmarnir 92

1Sálmur. Hvíldardagsljóð.

2Gott er að lofa Drottin,

lofsyngja nafni þínu, þú Hinn hæsti,

3að kunngjöra miskunn þína að morgni

og trúfesti þína um nætur

4á tístrengjað hljóðfæri og hörpu

og við strengjaleik gígjunnar.

5Þú gleður mig, Drottinn, með dáðum þínum,

ég fagna yfir verkum handa þinna.

6Hversu mikil eru verk þín, Drottinn,

hversu djúpar hugsanir þínar.

7Fávís maður skynjar það ekki

og heimskinginn skilur það ekki:

8Þótt óguðlegir grói sem grasið

og allir illvirkjar blómstri

verða þeir upprættir um aldur og ævi

9en þú, Drottinn, ert eilíflega upphafinn.

10Því sjá, óvinir þínir, Drottinn,

því sjá, óvinir þínir farast

og allir illvirkjar tvístrast.

11En þú hefur horn mitt hátt eins og á villinauti,

smyrð mig ferskri olíu.

12Auga mitt lítur með gleði niður á fjandmenn mína,

eyra mitt heyrir með gleði um níðingana er rísa gegn mér.

13Réttlátir dafna sem pálmi,

vaxa sem sedrustré á Líbanon,

14þeir eru gróðursettir í húsi Drottins,

þeir blómgast í forgörðum Guðs vors,

15bera ávöxt í hárri elli,

eru safaríkir og grænir,

16og boða: „Drottinn er réttlátur,

hann er bjarg mitt, hjá honum er ekkert rangt til."


fékk þennan sálm sendan - frekar magnaður - Hann er bjarg mitt - hjá honum er ekkert rangt til,  þetta upplifi ég svo í dag - þetta föðurhjarta sem hann á fyrir mér og ekki bara mér heldur líka þér, það er að segja ef þú vilt taka á móti því.  Við göngum um á sköpun hans á hverjum degi - vöknum upp við mismunandi málverk á hverjum einasta degi  hversu magnaður skapari er það - Drottinn er góður - hann gleður mig á hverjum degi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

amen

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 29.12.2009 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband