13.10.2010 | 12:47
vika 29-30-31 & 32..... tíminn líður of hratt
Vika 29
- Barnið mælist nú um 26 sm í sethæð og vegur 1,3 kíló.
- Barnið gerir öndunaræfingar, þær verða reglulegri og stöðugri. Mörg börn fá hiksta sem móðirin finnur greinilega fyrir.
- Á þessum tíma breytast hreyfingar barnsins. Hreyfingar geta verið svolítið mismunandi en það er eðlilegt viðmið að finna barnið hreyfa sig tíu sinnum á þeim klukkutíma sem það er virkast. Ef þér finnst hreyfingar óeðlilega litlar skaltu ræða það við ljósmóðurina þína.
- Svefnerfiðleikar geta gert vart við sig. Hlúðu vel að þér. Heitt bað getur gert kraftaverk, flóuð mjólk, nudd, slökunartækni eða lestur á góðri bók. Aukakoddar, aukasæng og rennilak geta gert kraftaverk.
Vika 30
- Barnið getur nú bæði fundið bragð og skynjað sársauka.
- Það er 27 sm og vegur 1,5 kg.
- Höfuðið er næstum 8 sm að þvermáli.
- Fæturnir næstum 6 sm langir.
- Hrukkótt húðin sléttist mikið.
- Hjá drengjum eru eistun nú komin niður í pung.
- Barnið stjórnar nú sjálft líkamshita sínum.
- Hægðatregða er algengur kvilli á meðgöngu. Hreyfðu þig reglulega, borðaðu trefjaríkt fæði og drekktu vel.
Vika 31
- Augun eru nú alveg opin.
- Barnið vegur 1,8 kg og mælist 28 sm frá rófubeini að hvirfli í setstöðu.
- Mjólkurkirtlarnir í brjóstunum eru sennilega farnir að framleiða brodd. Broddur er þykk, gulleit mjólk sem nærir barnið fyrstu dagana eftir fæðingu, áður en hin eiginlega mjólkurframleiðsla hefst. Broddurinn er ríkur af eggjahvítuefnum og mótefnum og er hin fullkomna fæða fyrir nýfætt barn.
- Hárdúnninn sem þekur líkama barnsins á meðgöngunni fer að detta af. Dúninn má þó gjarnan sjá á baki og öxlum barna við fæðingu.
- Fjölmargar spurningar varðandi fæðinguna vakna. Notaðu tímann til að safna upplýsingum og átta þig á því hvað hentar þér best.
Vika 32
- Barnið vegur 1,9 kg og lengd þess nálgast 30 sm
- Þvermál höfuðsins er 8,2 sm.
- Fitulagið undir húðinni þykknar og því breytist húðlitur barnsins frá rauðum yfir í bleikan lit.
- Táneglur vaxa.
- Í sérhverri mæðraskoðun er fylgst með blóðþrýstingnum og athugað hvort þú hafir eggjahvítu í þvagi eða vaxandi bjúg. Þá er m.a. verið að leita að einkennum um meðgöngueitrun.
þANNIG AÐ SVONA ER LITLA BUMBUPRINSESSAN BÚIN AÐ VERA AÐ STÆKKA UNDANFARIÐ
ég á orðið erfitt með að bíða - sérstaklega eftir að við fórum í þrívíddarsónarinn 8.okt síðastliðinn - þá er komin meiri nándartilfinning fyrir þessu litla barni sem lætur fara vel um sig í kviðnum á mömmu sinni
Mamman hún Jóna (konan mín) er farin að finna vel fyrir þessum seinni hálfleik meðgöngunnar - merkilegt hvað konur verða fallegar þegar þær eru óléttar - kemur einhver aukaglói
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2010 | 16:56
Konur Biblíunnar
Ég ætla blogga smá um uppáhaldskonurnar mínar í Biblíunni - við heyrum oftast talað um menninna í biblíunni og styrkleika og raunir þeirra - en hvað með allar konurnar og styrk og trú þeirra
María Mey
Matteusarguðspjallið: 1kafli vers 18-25
Fæðing Jesú 18Fæðing Jesú Krists varð á þennan hátt: María, móðir hans, var föstnuð Jósef. En áður en þau komu saman reyndist hún þunguð af heilögum anda. 19Jósef, festarmaður hennar, sem var valmenni,[1]Orðrétt: réttlátur vildi ekki gera henni opinbera minnkun og hugðist skilja við hana í kyrrþey. 20Hann hafði ráðið þetta með sér en þá vitraðist honum engill Drottins í draumi og sagði: Jósef, sonur Davíðs, óttast þú ekki að taka til þín Maríu, heitkonu þína. Barnið, sem hún gengur með, er af heilögum anda. 21Hún mun son ala og hann skaltu láta heita Jesú því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum hans."
22Allt varð þetta til þess að rætast skyldi það sem Drottinn lét spámanninn boða: 23Sjá, yngismær mun þunguð verða og fæða son og lætur hann heita Immanúel," það þýðir: Guð með oss.
24Þegar Jósef vaknaði gerði hann eins og engill Drottins hafði boðið honum og tók konu sína til sín. 25Hann kenndi hennar ekki fyrr en hún hafði alið son. Og hann gaf honum nafnið JESÚS.
Hér er frásögn af fæðingu Jesú úr Matteusarguðspjallinu - pæling mín er sú að á þessum tíma og á þessum stað var þetta talið brot á samning/sambandi - sem enn er hægt að heimfæra á daginn í dag - valmenni er ritað að Jósef var sem ég myndi þýða og skilja sem að hann hafi verið mjög vandaður einstaklingur og réttlátur - hann tók þá ákvörðun innra með sér að skilja við Maríu í kyrrþey svo hún fengi sem minnstu skömm mögulega - því barn utan hjónabands var náttúrulega ekki vel litið á þessum tíma og hvað þá á þessum stað - við lesum reyndar enn þann dag í dag í blöðunum um konur sem gripnar hafi verið við hjúskaparbrot að þær hljóta hrikalega dóma, grýttar til dauða, 99 svipuhögg og annaðslíkt - þannig að við getum rétt ímyndað okkur aðstæður sem hennar. Sem fær mig til að hugsa hve trú Maríu hafi verið sterk - mér finnst svo oft talað um menn trúarinnar en hvað um konurnar - oft á tíðum eru þær sterkastar á andlega sviðinu og standa óbifanlegar því þær trúa sem er að treysta, að Guð mun svara og að Guð hefur talað til þeirra. Ég hef miklar mætur á Maríu og mér finnst gaman að pæla svona aðeins í persónunni - ég get rétt ímyndað mér að það hefur örugglega ekki verið eitthvað það auðveldasta að vita að barnið þitt sé frelsarinn sjálfur - bara vitandi það - ábyrgðin fyrir allt mannkynið að ala nú barnið rétt upp - passa vel upp á það ásamt öllum hlutum sem fylgir uppeldi á barni - því hún hefur líka þurft að treysta á að Guð myndi sjá þeim fyrir því sem þau þyrftu fyrir uppeldið á Jesú Kristi. Ekki bara veraldlega séð heldur einnig andlega séð. Þetta er stórt hlutverk sem hún fær - hvernig hefðum við staðið undir þessu??? Til Egyptalands 13Þegar vitringarnir voru farnir þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi og segir: Rís upp, tak barnið og móður þess og flý til Egyptalands. Þar skaltu vera uns ég segi þér því að Heródes mun leita barnsins til að fyrirfara því."
14Jósef vaknaði, tók barnið og móður þess um nóttina og fór til Egyptalands. 15Þar dvöldust þau þangað til Heródes var allur. Það átti að rætast sem Drottinn lét spámanninn segja: Frá Egyptalandi kallaði ég son minn."
16Þá sá Heródes að vitringarnir höfðu gabbað hann og varð afar reiður, sendi menn og lét myrða öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni hennar, tvævetur og yngri en það svaraði þeim tíma er hann hafði komist að hjá vitringunum.
17Nú rættist það sem Jeremía spámaður hafði sagt fyrir um:
18Rödd heyrist í Rama,
harmakvein, beiskur grátur.
Rakel grætur börnin sín,
hún vill ekki huggast láta,
því að þau eru ekki framar lífs.
Heim aftur 19Þegar Heródes var dáinn þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi í Egyptalandi 20og segir: Rís upp, tak barnið og móður þess og far til Ísraelslands. Nú eru þeir dánir sem sátu um líf barnsins." 21Jósef tók sig upp og fór til Ísraelslands með barnið og móður þess.
22En þá er hann heyrði að Arkelás réð ríkjum í Júdeu í stað Heródesar, föður síns, óttaðist hann að fara þangað og hélt til Galíleubyggða eftir bendingu í draumi. 23Þar settist hann að í borg sem heitir Nasaret en það átti að rætast sem spámennirnir sögðu fyrir um: Nasarei skal hann kallast."
Enn og aftur erum við komin í ábyrgðarhlutverkið sem þau þurftu að kljást við - okkur nútíma foreldrum finnst nógu mikil ábyrgð fólgin í því að ala börnin okkar upp til að verða heilsteypt og gott fólk, að þau komist til ára sinna án skaða af umhverfinu, að þau lendi ekki í einelti eða einhverju verra, að passa upp á að gefa þeim það sem þau þurfa mat, húsaskjól, umhyggju og tíma - að ímynda sér, að reyna að taka sig tilbaka á þann tíma er þau lifðu með frelsarann sem barn sitt - passandi upp á að það yrði ekki myrt - að þau yrðu ekki myrt - að fara leynt um - geta ekki búið í landinu sínu - þetta krefst mikillar trúar - lifandi þessu lífi og fallast ekki hendur.
Rut & Naomí
Eins er önnur kona í Biblíunni sem heillar mig mikið og það er hún Rut, en ég álít hana hafa verið afskaplega trúfasta konu en hún var gift syni Naomí.
1 kafli vers 16-17
16En Rut svaraði: Reyndu ekki að telja mig á að yfirgefa þig og hverfa frá þér því að hvert sem þú ferð þangað fer ég, og hvar sem þú náttar þar nátta ég. Þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð. 17Þar sem þú deyrð þar dey ég og þar vil ég verða grafin. Drottinn gjaldi mér nú og framvegis ef annað en dauðinn aðskilur okkur.
hér sýnir Rut að hún kýs að vera trúföst og fylgir Naomí þangað sem hún mun fara (sem var Betlehem)
2kafli vers 11-12
11Bóas svaraði: Mér hefur verið sagt allt um það hvernig þér fórst við tengdamóður þína eftir dauða manns þíns, að þú yfirgafst föður þinn og móður og ættland þitt og fórst til þjóðar sem þú hafðir aldrei áður kynnst. 12Drottinn, Guð Ísraels, launi þér verk þitt til fullnustu fyrst að þú ert komin til að leita verndar undir vængjum hans.
Bóas kemur við sögu í Rutarbók og verður mikill velunnarri Rutar og Naomí og sér þeim fyrir þörfum þeirra á mat og fer fram á við vinnufólk sitt að vera ekki leiðinlegt við hana og skilja meira af fræum og hveitikorn eftir á jörðunni fyrir hana til að safna sér og tengdamóður sinni til fæðu - hann er í raun miskunnsamur samverji - Rut fer svolítið alla leið með Bóas og fer fram á að hann verði lausnarmaður sinn - sem og hann verður og þau giftast og eignast soninn Óbeð - meira er hægt að lesa um hinar ýmsu spurningar um Rut,Naomí og Bóas hér:
http://www.nltstudybible.com/blog/2008/07/ruth-behind-harvesters-ruth-4.html
þannig að Rut var mjög trúföst og sterk kona sem stóð fast á því sem hún trúði og þeim Guði sem hún tilheyrði
Naomí tengdamóðir Rutarvar líka trúföst jafnvel þó hún upplifði ýmsa hluti innra með sér:
Rutarbók 1kafli vers 20-21
20En hún svaraði: Kallið mig ekki Naomí, kallið mig Mara[1]
því að Hinn almáttugi hefur búið mér beiska harma. 21Rík fór ég héðan en tómhenta hefur Drottinn sent mig heim. Hvers vegna kallið þið mig Naomí úr því að Drottinn hefur niðurlægt mig og Hinn almáttugi hrellt mig?
Naomí þrátt fyrir allt fylgir Guði og upplifir seinna meir elsku Drottins er þú lest bók Rutar
Rutarbók 4kafli vers 14-15
14 Þá sögðu konurnar við Naomí: "Lofaður sé Drottinn, sem eigi hefir látið þig bresta lausnarmann í dag, svo að nafn hans mun nefnt verða í Ísrael.
15 Hann mun verða huggun þín og ellistoð, því að tengdadóttir þín, sem elskar þig, hefir alið hann, hún, sem er þér betri en sjö synir."
Rutarbók er falleg tilfinningasaga á milli tveggja kvenna. Að mínu leyti er sagan reynslusaga af því að treysta að Guð hefur alla hluti í lófa sér, allt sér hann um. Þetta er einnig hálfgerð ættarsaga því að Rut og Bóas eignast Óbeð sem eignast soninn Ísaí sem er faðir Davíðs konungs. Þetta er bók sem er sögufærð, um sorgir og gleði fjölskyldu. Ester Ester er yndisleg fyrirmynd af Brúði Krists í dag. (Efesusbréfið 5:23-32, Opinberunarbókin 12). Hún hefur yndi af brúðar-nándinni í tilbeiðslu til konungsins. Hún hefur Gyðinglegar rætur, en enginn veit það. Jafnvel þó hún reyni að komast hjá því, þá festist hún í hræðilegum þrengingum tengdum Gyðingunum. Hún stendur frammi fyrir spámannlegri áskorun þar sem hennar eigin örlög og forréttindi sem Brúður er aðallega í þeim tilgangi að miðla málum varðandi frelsun Ísraels (Esterarbók 4:14, Rómverjabréfið 11:11-15).
Jafnvel þó þessi köllun, að hætta lífi sínu til að miðla málum Gyðinganna, sé henni áfall, þá ákveður hún að sætta sig við þessa spámannlegu áætlun. Það er fyrir hennar fegurð, náð, bæn og föstu, sem hörmung er snúið uppí sigur og konungsríkið frelsað til hinna heilögu. (Margir sem þekkja Brúðar-nándina við Krist eru kallaðir sem Endatíma-Esterar í dag).
tekið af :
http://revive-israel.org/icelandic_articles/2009/03-08-esther_iran_end_times.html
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2010 | 16:26
Falleg saga á ensku - The world is full of people who need someone who understands
The world is full of people who need someone who understands
A farmer had some puppies he needed to sell. He painted a sign advertising the pups and set about Nailing it to a post on the edge of his yard. As he was driving the last nail into the post, he Felt a tug on his overalls. He looked down into the Eyes of a little boy.
Mister, he said, I want to buy one of your puppies.
Well, said the farmer, as he rubbed the sweat off the back of his neck, these puppies come from fine parents and cost a good deal of money.
The boy dropped his head for a moment. Then reaching deep into his pocket, he pulled out a handful of change and held it up to the farmer. Ive got thirty-nine cents. Is that enough to take a look?
Sure, said the farmer.
And with that he let out a whistle,Here,Dolly! he called.
Out from the doghouse and down the ramp ran Dolly followed by four little balls of fur. The little boy pressed his face against the chain link fence. His eyes danced with delight.
As the dogs made their way to the fence, the little boy noticed something else stirring inside the doghouse. Slowly another little ball appeared; this One noticeably smaller. Down the ramp it slid. Then in a somewhat awkward manner the little pup began hobbling toward the others, doing its best to catch up .
I want that one, the little boy said, pointing to the runt.
The farmer knelt down at the boys side and said, Son, you dont want that puppy. He will never be able to run and play with you like these other dogs would.
With that the little boy stepped back from the fence, reached down, and began rolling up one leg of his trousers. In doing so he revealed a steel brace running down both sides of his leg attaching itself To a specially made shoe. Looking back up at the farmer, he said, You see sir, I dont run too well myself, and he will need Someone who understands.
The world is full of people who need someone who understands. And that person is Jesus!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2010 | 13:49
trölladeigið góða - langt síðan maður hefur leikið sér með svoleiðis :) nokkrar kreppuhugmyndir til að létta lundina og styrkja andann okkar
Að læra stafina
Ég og strákurinn minn vorum að koma úr tveggja ára afmæli hjá syni vinkonu minnar. Það var auðvitað ofsalega spennandi að fá að skoða dótið hans og ég sat inni í barnaherbergi með þeim tveimur guttum í smástund. Afmælisbarnið átti kassa fullan af eins konar gúmmíbókstöfum og rétti mér stoltur einn og sagði Ká! Og viti menn, það var einmitt stafurinn K sem hann hafði rétt mér. Ég fór að sýna honum aðra stafi og spyrja hvað þeir hétu, og alltaf kom hann með réttan staf. Mér fannst þetta alveg stórkostlegt og um leið og minn litli var sofnaður settist ég við tölvuna til að sjá hvar ég gæti fengið svona. Mér tókst nú ekki að finna þá í neinni íslenskri búð, en ég er nú viss um að þeir fáist í flestum leikfangaverslunum og jafnvel bókaverslunum. Ég fann þessa á myndinni hér fyrir ofan á Amazon, en ég ætla nú að fara á stúfana bráðum og leita að þessu hér heima. Það er svo yndislegt að sjá hvernig augun barnanna okkar ljóma þegar þau vita að þau hafa lært eitthvað - og ókei, ég skal viðurkenna það, ég er keppnismamma
Ekki Rúdólfur
Snagarnir eru úr krossvið sem er sprautulakkaður hvítur eða svartur. Settið er u.þ.b. 1 m á breidd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2010 | 13:56
5 milljón króna tjón eftir mótmæli???
Sálfræðingur: Börn í hættu á mótmælum
Mótmæli eru enginn staður fyrir ung börn og þau kunna vel að vera í stórhættu við þær aðstæður sem skapast geta við slík tilefni. Þetta er mat Kolbrúnar Baldursdóttur sálfræðings og sérfræðings í klínískri sálfræði.
Fólk sem hópast saman tugir, hundruð eða þúsundir til að bera fram mótmæla geta auðveldlega skapað aðstæður sem laða fram múgsefjun, það er, þegar óráðsæsing grípur hóp fólks. Þessi aðferð er þess vegna nokkuð áhættusöm, segir Kolbrún sem segir að mótmæli eigi fyllilega rétt á sér en líkt og sjá mátti í gær voru margir með ung börn sín með í för og það sé alltaf hætt við að mótmæli fari úr böndunum.
Margir mæta til mótmæla með ung börn sem vel kunna að vera í stórhættu við þessar aðstæður. Þess utan getur það varla talist gott fyrir börn að horfa upp á hóp fullorðinna, þar á meðal foreldra sína, sem öskra, kasta grjóti og matvælum með tilheyrandi ókvæðisorðum.
Kolbrún telur að rétt væri að foreldrar héldu börnum sínum utan við mótmælaaðgerðir sínar.
Foreldrar ættu að halda börnum sínum utan við þetta og leyfa þeim að vera heima frekar en að taka þau með í mótmælin. Hugsum okkur ef grjót hefði farið í höfuð á litlu barni eða troðningur hefði myndast. Þá þyrfti ekki nema einn að detta til að illa færi.
Kolbrún segir sömuleiðis þau skilaboð sem unglingar kunni að fá þegar mótmæli fara úr böndunum vera áhyggjuefni.
Þeir horfa á þetta og fá kannski óbeint samþykki fyrir að svona megi haga sér. Það er margt í þessu þegar maður fer að hugsa þetta út frá börnum og unglingum.
http://www.dv.is/frettir/2010/10/5/motmaeli-haettulegur-stadur-fyrir-born/
Mér finnst ekki eðlilegt að fólk taki börnin sín með sér á mótmæli - hvað þá ungabörn - þetta er mjög rétt sem hún er að segja - það er aldrei að vita hvað gæti komið upp á - sem foreldri ættirðu að vilja hafa barnið þitt á öruggum stað en ekki stað sem þú veist ekki hvort allt fari í hund & kött - fyrir utan skilaboðin sem þú ert að gefa barninu þínu - að hendasteinum,eggjum og öðru slíku í lögreglu og alþingishúsið sé í lagi - sama sem - ég má henda steinum í fólk!! Ég er ekki á móti því að mótmæla og ég er alveg eins og aðrir Íslendingar- ég verð reiður og ég verð sár - ég er ekki sáttur við þá vinnu sem er búið að gera og skilaboðin sem okkur hefur verið gefin - en að kveikja í almannaeignum - tjóna almannaeignir - ég get bara ekki sagt að mér finnist það í lagi - hvað þá þar sem við endum á að borga þessar 5 milljóna króna skemmdir sem voru unnar í gærkveldi.
Fyrir utan þá staðreynd að við sem eldra fólkið er fyrirmyndir barnanna og ef þau sjá okkur í svona ham og svona heitt í hamsi - hvernig taka þau á móti þessum skilaboðum??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2010 | 12:18
MInningargreinar um mömmu mína
Ég var eitthvað að fletta og skoða á mbl.is og datt inn á minningargreinar og ég ákvað að skoða hvort hægt væri að fletta upp mörgum árum aftur í tímann - og það var hægt og ég datt niður á allar minningargreinarnar um hana mömmu mína - þegar hún dó þá samdi ég ljóð - eitthvað sem ég gerði mikið af á þessum árum og hér er það
Björk Aðalheiður Birkisdóttir
Elsku mamma.
Björk Aðalheiður Birkisdóttir
Elsku mamma.
Árla morguns, með brosið þitt. Færðir þú mér hlýju, hláturinn og blíðu. Í miðdaginn þú hlúðir að mér, og söngst fyrir mig vísu. Aldrei áður átti ég svo undursamlega minningu. Með sólinni og sumrinu, við áttum þig að nýju. Og hjörtun okkar slógu þá í sama takt að nýju. Móðurástin sýndi sig í blíðu og stríðu. Við sorgar- sem gleðistund studdir þú við okkur. Og færðir hamingju í heimilislífið að eilífu. Ástúðleg móðir okkar, nú færðu hina hinstu ró. Við minnumst þín ætíð með ást og hlýju. Svífðu hátt yfir skýjabreiður, yfir fjöll og hálendi. Fljúðu hátt, til þess sem þín bíður. Hvíl í friði, elsku mamma, leggstu í arma almættisins.
Þinn sonur,
Birkir.
þarna er ég 19 og nýbúinn að missa mömmu mína - gaman að eiga aðgang að minningargreinunum - rifjaði upp margar hluti um hana mömmu mína sem ég var búinn að gleyma, minningin lifir að eilífu - margar greinarnar náði ég ekki að lesa í kringum ferlið sem myndaðist þegar hún dó og það var gaman að geta loksins skoðað þær allar.
mér finnst þetta flottur viðauki hjá þeim á mbl.is - takk fyrir að halda svona vel utan um allt þetta - hrós beint til morgunblaðsins
nokkrar greinar í viðbót:
BJÖRK AÐALHEIÐUR BIRKISDÓTTIR
BJÖRK AÐALHEIÐUR BIRKISDÓTTIR
Björk Aðalheiður Birkisdóttir fæddist í Austurkoti á Vatnsleysuströnd 8. október 1956. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 19. febrúar síðastliðinn. Hún er dóttir hjónanna Sigrúnar Erlu Helgadóttur, f. 4.6. 1937, og Ragnars Birkis Jónssonar, f. 21.1. 1934, en þau búa í Keflavík. Systkini eru Bjarkar: Guðmundur Konráð, f. 17.8. 1958, andvana stúlka f. 25.1. 1963, Valgerður Hrefna, f. 7.11. 1964, Helga Magnea, f. 5.1. 1966. Björk átti tvo syni með fyrri manni sínum, Rúnari Þ. Þórðarsyni, Þórð Ólaf, f. 17.5. 1975, hans unnusta er Sólrún Bragadóttir, f. 21.2. 1979, og Ragnar Birkir, f. 5.8. 1978. Hinn 15.6. 1985 giftist Björk eftirlifandi eiginmanni sínum Bernódusi Alfreðssyni, f. 18.8. 1957. Þau eignuðust tvö börn; Óla Þór, f. 12.6. 1990, d. 27.3. 1991, og Guðnýju, f. 13.2. 1993. Útför Bjarkar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Björk Aðalheiður Birkisdóttir
Tárin falla, titrar brá, týnast fagrir draumar. Minningin er heit og há og hennar ljúfu straumar, elsku bjarta og yndi vekur,
Björk Aðalheiður Birkisdóttir
Tárin falla, titrar brá,
týnast fagrir draumar.
Minningin er heit og há
og hennar ljúfu straumar,
elsku bjarta og yndi vekur,
ekkert hana frá mér tekur.
(Emma Hansen.) Nú þegar sál mín er í sorg og hugurinn er hjá Björk, ætla ég að losa um spennuna og láta örlítið á blað um okkar samskipti. Okkar fyrstu kynni voru þegar ég var starfsmaður á Skóladagheimilinu, en Birkir sonur Bjarkar var þar hjá mér. Björk var ákaflega sterk persóna. Hún hafði sérstaklega góða lund, skoðanir hafði hún á öllu og lét þær óspart í ljós, þó að það félli ekki öllum í geð. Hörku dugleg var hún, hvort heldur var í vinnu eða innan veggja heimilisins, ósérhlífin, og alltaf tilbúin að hjálpa öðrum. Ég lenti í hremmingum þremur dögum fyrir fermingu sonar míns fyrir fáeinum árum, þegar ráðist hafði verið í að flísaleggja stofu, gang og eldhús. Þar sem ég hafði ekki staðið í þvílíku áður, vissi ég ekki á hverju ég átti von. En þegar konan vaknaði morguninn eftir virtist sem fúinn væri allstaðar, allt var grátt og rykugt. Mér féllust hendur, hringdi í Björk og þó að hún væri með lítið barn, þá var hún komin á stundinni, með græjurnar. Þennan dag var það hún sem stjórnaði á mínum bæ, heim fór þessi elska ekki fyrr en síðla kvölds þegar allt var komið á sinn stað.
Björk hafði velferð fjölskyldu sinnar alltaf að leiðarljósi, oft talaði hún um það hversu lánsöm hún væri að eiga stóra og samheldna fjölskyldu. Það fór heldur ekki fram hjá neinum samheldnin þegar dró af henni, þá átti hún því láni að fagna að hafa skyldmenni sín hjá sér. Björk fékk líka að kynnast sorginni, þegar Óli Þór, litli drengurinn þeirra Bedda, greindist með alvarlegan hjartagalla sem dró hann, tæplega ársgamlan, til dauða. Guðný fæddist tveimur árum síðar, hún var og er mikill gleðigjafi. Í dag er þessi hnáta aðeins fimm ára, tápmikil og fjörug.
Í veikindum Bjarkar hefur Þórður sonur hennar og Solla unnusta hans reynst fjölskyldunni og Guðnýju afar vel. Það var mikill léttir fyrir Björk að hafa þau inná heimilinu og sjá hversu litla stúlkan hennar hændist að þeim.
Björk sýndi það vel í þessari baráttu sinni við þennan illvíga sjúkdóm, hvaða mann hún hafði að geyma. Ekki kvataði hún, en hafði fyrir því að finna til með öðrum.
Nú þegar komið er að kveðjustund, þá bið ég algóðan Guð að varðveita þig elsku Björk mín, um leið þakka ég samfylgdina. Þú gafst mikið og varst sannur vinur.
"...hittumst við í landinu
þangað sem fuglasöngurinn fer
þegar hann hljóðnar."
(Jökull Jakobsson.) Kristín.
Björk Aðalheiður Birkisdóttir
Björk Aðalheiður Birkisdóttir
Hvers vegna? Þessi spurning flaug í gegnum hugann þegar Erla systir tilkynnti okkur lát dóttur sinnar og oft á síðasta ári hafa þessi tvö orð, hvers vegna, verið sögð eftir að í ljós kom að Björk hafði greinst með þann sjúkdóm sem hefur lagt hana að velli, langt um aldur fram. Hvers vegna þarf nokkur manneskja að líða þær þjáningar sem Björk hefur þurft að líða sl. ár. Hvers vegna? Ég veit það ekki, en við verðum að trúa því að einhver sé tilgangurinn með þessu öllu. Björk sýndi einstakan styrk og æðruleysi í sínum veikindum, aldrei heyrði maður hana kvarta sama hversu þjáð hún var.
Mikill harmur var kveðinn að þeim hjónum, Björk og Bedda, er þau misstu litla fallega drenginn sinn hann Óla Þór aðeins 9 mánaða gamlan eftir erfið veikindi. Þá sem endranær sýndi Björk mikinn styrk. Hún stóð sterkust uppi og huggaði okkur hin.
Að hryggjast og gleðjast,
hér um fáa daga.
Að heilsast og kveðjast,
það er lífsins saga.
(P.J.B.)
Á kveðjustund renna margar minningar í gegnum hugann. T.d. er við sem litlar stelpur lékum okkur í túninu heima í Austurkoti. Þar áttum við okkar dýrabú þar sem skeljar og leggir voru í aðalhlutverki sem húsdýr. Þar bjuggum við til heilu ævintýrin og höfðum gaman af. Eða þegar sólin skein og við stóðum í kökubakstri og drullumölluðum kökur úr mold og skreyttum með blómum og létum síðan sólina baka þær fyrir okkur. Þá voru oft hlátrasköll og mikið gaman.
Eða þegar við vorum í dúkkuleik og vildum auðvitað leika okkur með sömu dúkkuna sem ekki gekk nú alltaf hljóðalaust fyrir sig, og ég hljóp inn til mömmu eitthvað pirruð, því mér gekk eitthvað illa að skilja þig, og spurði, hvernig er þetta með þessa Björk frænku mína úr Keflavík, er hún útlendingur eða hvað? Oft höfum við hlegið að þessu er við rifjuðum þetta upp.
Það voru ekki nema þrjú ár á milli okkar en samt var ég móðursystir þín, en mamma þín var farin að heiman er ég fæddist, og ég ólst upp með eintómum strákum. Þess vegna var það alltaf tilhlökkun í mínum huga er von var á ykkur í heimsókn, því ég þóttist alltaf vera stóra systir þín, þó ég léti það aldrei uppi við neinn nema þig.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.) En nú er komið að kveðjustund, elsku frænka mín. Hafðu hjartans þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Guð blessi þig í nýjum heimkynnum. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér.
Elsku Beddi, Þórður, Birkir, Guðný, Sólrún, Erla, Birkir og systkini. Ég og fjölsklyda mín biðjum Guð að gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Við eigum öll ljúfar minningar um Björk. Við skulum muna brosið hennar, hláturinn, hreinskilnina og ekki síst þann styrk sem hún bjó yfir. Öll getum við lært af því þegar á móti blæs.
Guð blessi minningu Bjarkar A. Birkisdóttur.
Bryndís Rafnsdóttir.
svona 13 árum seinna þykir mér ótrúlega gaman að lesa um hana mömmu og líka bara hlýhuginn frá öllu fólkinu í kringum okkur
Mamma var merkileg kona - eru ekki allar mömmur það
Guð blessi þig þá þínum stað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2010 | 13:51
Enn og aftur er vegið að fjölskyldum þessa lands
Fæðingarorlof styttist
Fæðingarorlof styttist og hámarksgreiðslur úr fæðingarorlfossjóði lækka samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Draga á úr útgjöldum fæðingarorlofssjóðs á næsta ári um einn milljarð króna.
Áformað er að draga úr útgjöldum sjóðsins með aðgerðum sem fela í sér styttingu orlofsréttar, lækkun á hámarksgreiðslum eða lækkun á hlutfalli útgreiðslu af reiknuðum bótum.
Hins vegar er lagt til að foreldra sem eru utan vinnumarkaðs, eða í minna 25 prósent starfi, fái hærra framlag en nú er greitt út til þeirra.
Þá er gerð 8 milljón króna hagræðingarkrafa vegna umsýslukostnaðar Vinnumálstofnunar með sjóðnum.
Nýlega greindi fréttastofa stöðvar 2, Bylgjunnar og vísis frá því að mun færri feður taka nú fæðingarorlof eftir að orlofsgreiðslur lækkuðu síðustu áramót.
Fyrstu sex mánuði ársins fækkaði feðrum í fæðingarorlofi um 114 að meðaltali á mánuði.
http://visir.is/faedingarorlof-styttist-/article/2010394337721
Það fer mikið fyrir brjóstið á mér hve mikið er skorið allstaðar - og fjölskyldufólki er í raun ýtt í sundur - því þegar á heildina er litið þá samkvæmt þessu kerfi okkar að þá er vænlegara að vera einstæður en sem hjón í þessu landi - fjárhagslega séð - Halló Ísland vöknum - allt of margir eru að flýja til landa sem hlúa að fjölskyldum en ýta þeim ekki í sundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2010 | 17:48
Þar sem Sveppi er þar er gleði
Það getur bara ekki klikkað á að hafa hann Sveppa með í för - strákurinn minn talar liggur við ekki um annað en hann og það var mikið reynt að lokka mann á myndina - honum tókst að plata ömmu sína og afa með sér svo ég verð að bíða ögn lengur eftir að horfa á myndina sjálfur - við eigum og hef ég horft á fyrri myndina og er hún mjög skemmtileg - einnig er eintóm gleði þegar horft er á Sveppa sama í hverju það er - strákurinn minn er dolfallinn yfir Ameríska draumnum jafnvel þó hann skilji ekki oft á tíðum bofs hvað þeir eru að gera - það er nóg að hann Sveppi vinur hans er þarna mitt á milli að fíflast.
Bíólistinn: Sveppi og félagar fóru beint á toppinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2010 | 15:18
hve lengi dugar það til?????
hef mikið heyrt um að þetta sé eins og að pissa út í loftið - talað er um að Herjólfur sé of stór fyrir þessa höfn - er þá ekki bara tímaspursmál hvenær þarf nýjan bát sem hentar þessarri höfn? Og safnast ekki alltaf aftur inn í þessa höfn? - þarf þá ekki reglulega að senda skipið í Þorlákshöfn og að hefja nýja dælingu úr höfninni - mun fólk þá einnig ekki geta dvalið í öllum kojunum sem skipið býður upp á en má ekki nota vegna leyfisleysis - í dag má einungis nota um 6 kojur - mín upplifun af þessu er að Eimskip hafi ekki hugsað alveg til enda þetta flotta dæmi sitt
Ég veit bara að fyrir mitt leyti er að þau skipti sem að ég hef ferðast með Herjólfi er að ég er mjög sjóveik manneskja og það myndi flæða mikil æla um gólf vegna mín ef fengi ég ekki kojuna mína. Fyrir utan þá staðreynd að Eimskip hlýtur að vera að tapa peningum með því að mega ekki leigja út kojur sem að ég myndi telja að ágætar tekjur hafi komið til skipsins vegna. Að gefa út yfirlýsingu um að það vanti leyfi er hálf út í hött að mínu mati - hver sér um að halda utan slíkt? Er þá ekki einhver að gleyma að sinna vinnunni sinni og þar að leiðandi tapar fyrirtækið peningum. Ég hef ekki ferðast með Herjólfi síðan leiðunum var breytt en ef að óvissa er hvaðan má sigla hverju sinni og að hafa skip sem ekki næg reynsla er af í þessarri flottu höfn myndi maður halda að þeir myndu haldi í leyfin sín - ef ske kynni að þeir þyrftu að nota Þorlákshafnarhöfn - því þá er leiðin til Eyja aftur orðin ca 3 tímar og margir sem höndla ekki að fá ekki blessuðu kojuna sína.
Dýpkun ætti að ganga vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.9.2010 | 13:32
vika 28
Vika 28
- Barnið hefur nú náð um það bil þriðja hluta af væntanlegri fæðingarþyngd.
- Það vegur u.þ.b. 1150 gr og mælist 25 sm í sethæð.
- Fætur mælast nú næstum 5,5 sm.
- Hárin á höfðinu eru orðin hlutfallslega löng.
- Barnatennurnar undir gómnum eru myndaðar.
- Nú hefst síðasti þriðjungu meðgöngunnar og það markar ákveðin þáttaskil. Hjá hluta kvenna fer róðurinn að þyngjast og ýmis vandamál sem tengjast vaxandi fyrirferð og þunga geta gert vart við sig. Lífsstíll hinnar verðandi móður skiptir þar sköpum.
Lungun nálgast nú fullan þroska. Hreyfing öndunarfæra eru nú í takt og spila vel saman. Ef barnið er karlkyns færast eistu niður í pung. Barnið er nú 35 cm langt og 1,15 kg - sem þýðir að óðum styttist í litlu stelpuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)